Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Blaðsíða 10
Rafeindasmásjáin
Maðurinn er talinn með forvitrari dýrum jarð-
arinnar, eða réttara sagt: Mannkynið er komið
þangað sem það er í dag fyrir forvitnina. Maður-
inn er búinn að útbúa risastjörnukíkja, sem ná
um það bil 500 milljónir ljósára út í geyminn og
hefir með því sannfærst um ólýsanlega smæð
sína í samanburði við stjörnufjölda vetrarbraut-
anna. Manninum er það ekki eiginlegt að líta
smátt á sig, svo að rannsóknarefni þau er fólgin
eru í vatnsdropanum urðu aðalverkefni margra
vísindamanna. Menn fundu fjölda af lífverum og
horfðu undrandi á þetta örsmáa líf, sem enginn
hafði haft hugmynd um að væri til.
Fyrsta smásjáin var smíðuð árið 1674 af Hollend-
ingnum Anton Sulluwenhock. A þeim tíma, sem
liðinn er síðan fyrsta smásjáin sá dagsins ljós, er
búið að koma með margar endurbætur á henni,
svo að heita má að hún sé búin að ná þeirri full-
komnun sem unnt er.1)
Venjulegt ljós hefir þann eiginleika að það
myndar ekki skugga af hlutum sem eru minni en
hálf bylgjulengd ljóssins, þannig að minnstu
stærðir sem hægt er að sjá, við venjulegt ljós,
eru 0,2 til 0,3 þúsundustu partar úr mm., og svar-
ar það til stækkunar frá 2 til 3000 sinnum. Til
þess að sjá enn minni hluti, er því nauðsynlegt
að nota ljós með ennþá hærri tíðni. Til þess að
gera Ijós þetta sýnilegt er nauðsynlegt að beina
því á flúrskins plötu, eða að ljósmynda það.
Grundvallarfræði rafeindasmásjárinnar er einföld
og mjög lík fræðum venjulegrar smásjár. I gegn-
um rannsóknarefnið er sendur mjór rafeinda-
geisli, sem síðan er breitt úr, þannig að fram
kemur mjög stækkuð mynd á flúrskinsplötunni.
1) NobelsverSlaun þessa árs í eðlisfræði voru veitt Hol-
lendingnum dr. Fritz Zernike fyrir svokallaða ljósfasamis-
munar smásjá, sem gerir fært að sjá hér um bil gangsæjar
frumur. Hún er bytggð á sömu fræðum og rafeindasmá-
sjáin, Ijósið hægir á sér og breytir tíðni við að fara í
gegnum rannsóknarefnið og með sérstökum ljóssíum er
hægt að fá ljósfasamismuninn fram.
í venjulegri smásjá er ljósinu beint með sjón-
glerjum, en í rafeindasmásjánni með rafseglum.
Þegar rafeindageislinn fer í gegnum rannsókn-
arefnið, rekast nokkrar af rafeindunum á það og
stöðvast eða hægja á sér. Flúrskinsplatan er smurð
með efni, sem lýsir ef rafeind hittir það. Sá hluti
geislans, sem hefir farið óhindraður í gegnum
rannsóknarefnið lýsir því sinn hluta af plötunni,
en þar sem geislinn hefir hægt á sér eða stöðv-
ast, koma fram skuggar á plötunni.
Með rafeindasmásjánum er nú þegar búið að
ná tvö hundruð þúsund faldri stækkun. Fræði-
lega er hægt að ná enn meiri stækkun, en verk-
lega eru hindranir fyrir því að hægt sé að fram-
leiða rafbúnaðinn jafn smáann og nauðsynlegt er
fyrir svo háa tíðni.
Notkun rafeindasmásjárinnar er þó þeim tak-
mörkum háð að ekki er hægt að sjá lifandi
bakteríur í henni. Rafeindageislinn er dauðageisli
og er því aðeins hægt að rannsaka dauðar frumur.
Rafeindasmásjáin hefir þó gert ómetanlegt gagn,
sérstaklega í baráttunni gegn virussjúkdómum
eins og lömunarveikinni.
Endursagt úr Elektrikeren.
Rafmótorar h.f.
Nýlega hefir verið stofnað í Hafnarfirði félagið
Rafmótorar h.f. Tilgangur félagsins er framleiðsla
og viðgerðir á hvers konar rafmótorum og rafvél-
um, svo og verzlun með þær og aðrar skyldar
vörutegundir. Stjórn félagsins er þannig skipuð:
Axel Kristjánsson framkvstj., Hafnarfirði, Johann
Röenning framkvstj., Reykjavík, Jón Magnússon
gjaldk., Reykjavík og Jóhann Indriðason verkfr.,
Akureyri. Framkvæmdarstjóri félagsins er Jóhann
Rönning.
Hlutfé félagsins er kr. 150.000,00 og er félags-
stjórn heimilt að hækka það í allt að kr. 300.000,00.
10 TÍMARIT RAFVIRKJA