Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Blaðsíða 15

Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Blaðsíða 15
Fær í flestan sjó - og þó Þið kannist eflaust við hann Gvend sem getur allt. Það er hann, sem festir upp myndir með fjögraþumlunga nagla svo að klukkan, hinum- megin á þilinu ,hendist út á gólf. Allt, sem aflaga fer, getur hann gert við eins og skot. Þegar ör- yggi bilar er hann eldfljótur að skella silfurpappír utan um þau. Þetta er handónýtur óþverri, sem þeir selja manni, segir Gvendur. Eitt kvöld, er frúin var ný háttuð, biluðu ör- yggin og Gvendur vafði þau með silfurpappír úr heilum Commander-pakka. ,,Bomm“. Þar fóru stofnöryggin. Náttúrlega voru þau handónýt. Meiri silfurpappír. Og nú héldu þau, en ógurlegur gaura- gangur heyrðist innan úr svefnherberginu. Frúin hljóðaði cg Gvendur þaut inn til hennar. Lá þá ekki stóri kögurlampinn, mölbrotinn, ofan á frúnni, í rúminu. Allt er það eins þetta bölvað rafmagnsdrasl, sagði Gvendur, allt handónýtt. Hérna um daginn kom Gvendur vaðandi inn á raftækjavinnustofu með straujárn frúarinnar. Kvaðst hann hafa smíðað í það gott og vandað „element“, en eitthvað væri í ólagi með tenging- una. Sagðist hann að vísu geta lagað það sjálfur en nú stæði svo á að hann þyrfti að fara úr bæn- um og konunni lægi á járninu. Rafvirkinn lofaði að gera sitt bezta og með það fór Gvendur. Þegar járnið var tekið sundur kom í ljós skínandi fögur eirplata, tveggja millimetra þykk, snyrtilega útsöguð með sama lagi og venju- leg ,,element“. Var platan rammlega tengd við pinnana með eirþynnum. Allt er jafn sólítt og vandað hjá Gvendi, sagði rafvirkinn. Þegar Gvendur flutti úr íbúðinni, sem hann hafði búið í síðustu þrjú árin, var ekki við það komandi að fenginn væri rafvirki til þess að taka niður lampana. Eg held ég verði nú ekki lengi að kippa þeim niður sjálfur, sagði Gvendur. Hann byrjaði á krónunni í stofunni. Fyrst tók hann stól, en hann reyndist of lágur. Þá sótti hann kassa út í geymsluna og lagði hann ofan á stól- inn. Allt í lagi, sagði Gvendur. Síðan steig hann hátíðlega upp á hrúgaldið og fór að eiga við að losa krónuna. Allt í einu rak hann upp ógurlegt org, sparkaði út báðum fótum svo að kassinn þaut út í horn. Þarna hékk hann nú á krónunni og orgaði af öllum kröftum. En niður kom krónan Raforkuframkvœmdir heima og heiman: 92-94% íbúa Noregs eiga að njóta raforku í órslok 1957 Samkvæmt áætlun norsku raforkumálastjórnar- innar, Vassdrags- og elektrisitetsvesenet, er gert ráð fyrir að í árslok 1957, verði framkvæmdum í raforkumálum svo langt á veg komið að 92—94% landsmanna eigi þess kost að njóta þæginda raf- orkunnar. Eitt fyrsta verk Norðmanna eftir að þeir endur- heimtu frelsi sitt að styrjöld lokinni, var að hrinda af stað framkvæmdum í raforkumálum. Þetta gerðu þeir af sínum alkunna stórhug og bjartsýni, enda hefur hver virkjunin rekið aðra og nú þegar er talið að um 89% íbúanna séu raforku aðnjót- andi. Alls nam virkjað afl 1. jan. s. 1. 3.380.000 kw. Aætlunin, sem um getur að framan, gerir annars ráð fyrir árlegri aukningu sem hér segir: 1953, 234.000 kw. 1954, 377.000 kw. 1955, 293.000 kw. 1956, 218.000 kw. 1957, 179.000 kw. Hin mikla raforkuvinnsla hefur gei't Norðmönn- um kleyft að koma upp umfangsmiklum iðnaði í landinu, og gera þannig vatnsaflið óbeint að út- flutningsvöru, auk þess sem á þennan hátt spar- ast dýrmætur gjaldeyrir sem þeir ella yrðu að greiða fyrir innflutning fullunninnar iðnaðarvöru. T. d. má nefna að 60% af því efni sem notað er við virkjanirnar, framleiða Norðmenn sjálfir, en flytja inn um 40%. Hin nýju orkuver, sem byggð hafa verið eftir stríðslok, eru flest byggð neðanjarðar (sbr. íra- foss). A þann hátt nýtist vatnsaflið betur, en jafn- framt hafa Norðmenn lært af sárri reynslu síð- ustu styrjaldar, að á meðan mannfólkið ekki er komið lengra á þroskabraut sinni enn svo, að þurfa að lifa í stöðugum ótta við nýjar styrjaldir, er ör- uggara að koma slíkum mannvirkjum sem dýpst undir yfirborð jarðar, þangað sem helsprengjur ofbeldisins eigi fá þeim grandað. og Gvendur með. Þegar Gvendur lá marflatur á gólfinu með brotna krónuna í fanginu, æpti hann: Sækið þá bölvaðan rafvirkjann! En náttúrlega var krónuskrattinn vitlaust settur upp, því Gvendur er fær í flestan sjó — og þó. TÍMARIT RAFVIRKJA 15

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.