Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Blaðsíða 9

Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Blaðsíða 9
Meðan kjarnorkan er enn ekki beisluð til raf- mangsframleiðslu og þar sem vatnsafl er ekki fyrir hendi, verður að leita armarra ráða. Myndin sýnir nokkrar 3.300 ha. Sulzer Dieselvélar ás- tengdar við B. T. H. generatora í Broken Hill aflstöðinni í Nýja Suður Wells í Ástralíu. halda úraníum og nýjar aðferðir til þess að skilja það frá hinum ógeislavirku efnum. Stór tilraunastöð. Alitið er, að bygging hins stóra orkuvers taki um tvö ár og að um 2000 verkamenn muni vinna við byggingu þess. Rafmagnsframleiðslan mun þó varla verða komin í gang fyrr en eftir fimm ár, þetta virðist að vísu óeðlilega langur tími, en þess ber að gæta að hér er um fyrstu tilraun að ræða og áreiðanlega mun hér fást dýrmæt reynsla, sem auðvelda mun byggingu seinni stöðva. Rafstöðin mun verða sett í samband við þau rafkerfi sem fyrir eru og mun hún verða fullnægj- andi fyrir héruðin Cumberland, Westmorland og hluta af Lancashire. Þessi nýja tilraun hefir leitt til þess að menn hugsa nú mikið um smíði smærri kjarnorku afl- stöðva, t. d. fyrir skip, en skip sem knúð væri með afli slíkrar stöðvar, gæti siglt árum saman án þess að taka nýtt eldsneyti, en flugvélar gætu flogið nokkrum sinnum kring um jörðina án við- komu. Fyrir utan tilkynningu Bandaríkjastjórnar um smíði kjarnorkukafbáts, er þó ekki margt sem bendir til þess að slíkar hugmyndir geti orðið að veruleika á næstu árum. Samt sem áður ber að fagna hinni nýju tilraun og vitundin um stórnýt- ingu kjarnorkunnar í friðsamlegum tilgangi, hlýt- ur að vekja athygli allra, sem fylgjast vilja með hinni öru tækniþróun atomaldarinnar. Að mestu úr „Practical Mechanics“. Orðskrípi, sem á að hverfa Næstum daglega hnýtur maður um orðið „Lærlingur“ bæði í mæltu máli og eins á prenti. Jafnvel í opinberum tilkynningum má enn þá finna þessar leifar dönskunnar hér á landi. Orð eins og „Passaseri“, „Telefon1 og „Bílæti“, sem áður voru mikið notuð, mega nú heita horfin úr málinu og engum dettur víst lengur í hug að taka mann eða konu „í læri“ eða „fara í læri“. En Lærlingur, það virðist enn þá vera í hinu mesta uppáhaldi hjá fjölda manna. Islenzku orðin, nem- andi og iðnnemi, eru fullkomlega sambærileg við önnur sem leyst hafa dönskuna af hólmi, t. d. far- þegi, sími og aðgöngumiði. Hvers vegna ættum við þá ekki að sameinast um, að útrýma hinu hræðilega „Lærlings“ skrýpi úr málinu og það sem allra fyrst. R. S. TÍMARIT RAFVIRKJA 9

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.