Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Blaðsíða 14

Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Blaðsíða 14
r ELDINGAR Of mikið — of lítið Enn hefur ekki tekizt að beizla sólarorkuna, en óbeinlínis er það þó gert með virkjun fall- vatna. En hvað um flóðbylgjurnar? Margir hafa reynt að leysa þá þraut og í fljótu bragði virðist það litlum erfiðleikum bundið: Byggja uppistöðulón, sem fyllist með flóðinu, loka svo opinu og veita vatninu gegnum túrbínu þegar fjarar út. Gallinn er aðeins sá að vegna lágrar fallhæðar þarf uppistaðan að vera æði stór og svo fæst orkan aðeins meðan lágsjávað er. Virkjunin verður því dýr og svarar ekki kostn- aði. Hugvitssamir menn hafa einnig glímt við að nýta þá orku, er býr í ölduhreyfingu hafsins. Haf- flöturinn er aldrei alveg kyrr, alltaf er einhver ölduhreyfing. Gott og vel, segja þeir hugvitssömu, við gerum fleka og leggjum honum við stjóra, þannig að hann vaggi á öldunum, síðan setjum við á hann dingla (pendla), líkt og á klukkum, og látum þá knýja rafal. Þetta virðist auðvelt en svarar þó ekki kostnaði vegna lítillar orku miðað við dýrleika. Þegar nýta skal vindaflið verða ekki eins miklir örðugleikar í veginum, en vindurinn hefur þann ókost að vera alltof breytilegur. Fyr á öldum komust menn fljótt upp á að láta hann mala fyrir sig kornið. Það skifti ekki svo miklu máli hvort það var gert degi fyrr eða síðar. Allt af var hægt að bíða eftir hentugum vindi. En nú á öld hraðans hafa vindmyllurnar flestar verið rifnar, og vélknúðar kvarnir komið í staðinn. Fræðilega séð er ekkert athugavert við að nota vindaflið til að hlaða rafgeyma, svo unnt sé að nota orkuna á lygnum dögum. En rafgeymanotk- un er alltaf ervið til langframa. Enn er ekki fund- inn sá fullkomni rafgeymir, sem hægt er að treysta um langan tíma, en ef til vill kemur hann senn. Og þegar slíkur geymir er fenginn er hægt að hugsa sér að nýta sólarorku, sjávarföll og vindafl. TÍMARIT RAFVIRKJA Útgefandur: Félag íslenzkra rafvirkja og Félag löggiltra rafvirkjameistara Reykjavík. Ritnefnd: Oskar Hallgrfcnsson, ábyrgðarmaður. Ríkharður Sigmundsson. Hálldór Olafsson. Oskar Guðmundsson. Vigfús Einarsson. Utanáskrift: Tímarit rafvirkja, Edduhúsinu við Lindargötu Sími 3009. — Reykjavík. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.F ^_________________________________________________> Enn er einn „náttúrukraftur“ sem við megum ekki gleyma og það er jarðhitinn. Einnig hann hefur ýtt við ímyndunarafli verk- fræðinganna. Þar sem vatnsgufa brýzt beint upp úr iðrum jarðar eins og hér á landi, á Italíu og í Kaliforniu, liggur beint við að nýta orkuna til hitunar eða til knýja eimvélar. Einn ókost hefur jarðgufan þó. Hún er alla jafna menguð skaðlegum efnum, sem tæra málma. Reyndar er hægt að hreinsa gufuna, en það er aukinn kostnaður og gerir virkjunina alldýra. Jarðgufa finnst aðeins á tiltölulega fáum stöð- um á hnettinum en allsstaðar er jarðhiti ef nógu djúpt er grafið. Jarðhitaorkan hefur þann kost að vera stöðug, en ókostir eru margir og virkjun dýr. Enski verkfræðingurinn Charles Parson (sá sem fann upp eimtúrbínuna) stakk upp á að bora göng 20 km. í jörð niður. Þar væri hitinn nægur til að breyta vatni í gufu. Síðan skyldi vatni veitt þang- að niður gegnum pípur og gufan svo leidd í túr- bínur. Sniðug hugmynd, en hugsið ykkur hvað það myndi kosta! Það yrði líklega eins og amerískur eðlisfræðingur sagði: Hagkvæmara væri að leggja peningana á banka og kaupa kol fyrir vextina. Þetta er aðeins lauslegt yfirlit yfir þær orku- lindir, sem bíða lítt eða ónotaðar kringum okkur og okkur vantar enn næga þekkingu til að hag- nýta að nokkuru ráði. Nú er mest hugsað um kjarnorkuna og ef til vill verður hún til að gera allar aðrar orkulindir óþarfar. E. K. E. 14 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.