Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Blaðsíða 5

Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Blaðsíða 5
TIMARIT RAFVIRKJA Utgefendur: Félag íslenz\ra rafvirlýa og Félag löggiltra rafvir\jameistara Reykjaví\. 1. —2. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1953 7. ÁRGANGUR „Þóíí desember sé dimmur, þá dýrðlega á hann jól.“ ]ú, sannarlega eru jólin dýrðleg hátíð, og sú hirta sem ]teim fylgir, heggur jafnan stórt skarð. í hið íslenzka skammdegismyrkur. Areiðanlega mundi mönnum finnast myrkasti tími ársins lengur að líða, ef ekki væru jólin, með umstangi sínu og önnum, birtu sinni og hátíðarbrag. Nú munu margir segja, að inntak jólanna sé annað og æðra en jólagjafir, hlýja heimilanna og Ijósadýrð. Ekki vil ég hafa á móti því, og munu margir verða til þess að halda á lofti þeirri hlið málsins. Því hefir jafnvel verið haldið fram, bæði í ræðu og riti, að allur almenningur bóksaflega gleymi hinu kristilega inntaki jólanna, vegna hins verald- lega umstangs. En reynum nú að hugsa okkur jólin án Ijósa, án ils, án alls sem sumir fræðimenn telja að skyggi á hin sannkristilegu jól. Eg er hræddur um að myndin verði nokkuð dapurleg. Þess vegna er það líka, að allir vilja nokkuð á sig leggja, til þess, að dýrð jólanna verði sem mest, og það sem ræður gerðum mannanna er ekki eigingirni eða hugsunin um eigin hag. Nei, driffjöður athafnanna mun fyrst og fremst vera umhyggja fyrir öðrum. Um jólaleytið verður mönnum hugsað til vina og vandamanna frekar en ella, og félagsandi mun sjaldan vera ríkari með mönnum en einmitt um jólahátíðina. Rafljós eru nú orðin svo sjálfsagður hlutur í daglegu lífi okkar allra, að við, að jafnaði, gefum þeim sáralítinn gaum. Þá fyrst er við þrýstum á rofann og ekki kemur Ijós, fara menn að hugsa um hvað valdið geti. En af því að þekking manna er yfirleitt mjög takmörkuð á öllu því er að raf- magni lýtur, þrátt fyrir almenna notkun þess; verð- ur öllum það fyrst fyrir að fela rafvirkja að kippa hlutunum í lag. Auk þess er að jafnaði lögð mikil áherzla á að Ijúka ýmsum raflýsingar störfum ein- mitt fyrir jól. Þetta kannast allir rafvirkjar við, og desember er því oft mesti annatími ársins. Sumum kann jafnvel að þykja nóg um allt kvabbið og snúning- ana og vilja helzt hliðra sér hjá því að hlawpa bæ- inn á enda til að sinna smávægilegum viðgerðum. En hinu má svo ekki gleyma, að bilaður rofi eða tengill, getur verið til hinna mestu óþæginda, og væri því rafvirkjastéttin að bregðast hlutverki sínu, ef hún ekki vill sinna jafnt hinu smærra, sem hinu stærra. Margir eru að vísu oft nokkuð seint á ferð með það, sem þeir vilja fá gert fyrir jól, en raf- virkjar munu samt yfirleitt setja metnað sinn í það, að gera Ijósadýrð jólanna sem mesta. R. S. TÍMARIT RAFVIRKJA 5

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.