Fréttablaðið - 19.01.2023, Blaðsíða 10
Íslendingar hefðu
aldrei fundið upp á
þessu kerfi til að byrja
með.
Lars Ragnar Solberg, ráðgjafi hjá
AFRY Consulting Management
Landsvirkjun hélt opinn
fund í gær þar sem farið var
yfir sölu og kaup uppruna
ábyrgða á endurnýjanlegri
orku. Norskur ráðgjafi segir
að Íslendingar þurfi að fylgja
kröfum evrópskra neytenda
og að sölukerfið sé jákvætt en
þarfnist breytinga.
Lars Ragnar Solberg, norskur ráð
gjafi hjá AFRY Consulting Manage
ment, segir kaup upprunaábyrgða
á endurnýjanlegri orku ekki vera
dæmi um grænþvott. Hann viður
kennir að kerfið sé flókið en telur að
sameiginlegt sölukerfi þurfi að vera
við lýði á Evrópumarkaðnum.
Lars var einn þeirra ræðumanna
sem héldu erindi á opnum fundi
Landsvirkjunar um uppruna
ábyrgðir á Reykjavík Hilton Nord
ica í gær.
Ný reglugerð tók gildi um ára
mót og þurfa íslenskir raforkusalar
nú að greiða orkuframleiðendum
fyrir upprunavottorð vilji þeir
markaðssetja orku sína sem græna.
Vottorðin, sem fylgdu áður ókeypis
með til raforkusala, verða þess í stað
seld á evrópskum markaði.
Hann segir umræðuna um upp
runaábyrgðir vera mjög svipaða í
Noregi og á Íslandi. Báðar þjóðir
noti nær eingöngu endurnýjanlega
orku, eru báðar tengdar Evrópu
markaði án þess að vera meðlimir í
Evrópusambandinu og innlimuðu
einnig sölukerfi upprunaábyrgða á
svipuðum tíma.
„Íslendingar hefðu aldrei fundið
upp á þessu kerfi til að byrja með
þar sem þið notið nú þegar 100 pró
sent endurnýjanlega orku. Hins
vegar eruð þið hluti af stærri mark
aði og þó svo að þið séuð ekki að
flytja út orkuna ykkar þá eruð þið
að flytja út vörur og þjónustu. Með
það í huga þurfið þið að fylgja þeim
kröfum sem evrópskir neytendur
setja.“
Hann segir núverandi orkukrísu
sem Evrópubúar standa frammi
fyrir hafa haft eitt jákvætt í för með
sér, hún hafi skapað mun meiri
vitundarvakningu meðal íbúa um
orkuna sem þeir nota og hvaðan
hún kemur. Mörg fyrirtæki í Evrópu
setja nú miklar kröfur um notkun á
endurnýjanlegri orku og hafa Norð
menn meðal annars selt 70 prósent
af upprunaábyrgðum sínum til evr
ópskra fyrirtækja.
Lars segir aftur á móti að kerfið
sé ekki fullkomið og myndi hann
gjarnan vilja sjá meira gegnsæi
þegar kemur að sölu uppruna
ábyrgða. Hann lítur á uppruna
ábyrgð sem alþjóðlegan gjaldmiðil
þegar kemur að grænni orku og
þvertekur fyrir að um grænþvott sé
að ræða.
Hann segir að evrópsk fyrirtæki
sem kaupa ekki vottun og fylgja
ekki evrópskum stöðlum geti ekki
haldið því fram að þau séu að styðja
við græna orku. Ef þýskt fyrirtæki
myndi til dæmis kaupa íslenska
upprunaábyrgð þá væri það dæmi
um góða ákvörðun frekar en slæma.
„Þetta er heldur ekki eina tólið
sem við höfum þegar kemur að
breytingum tengdum umhverfis
málum. Hins vegar ef þú fjarlægir
þetta kerfi í Evrópu þá ert þú líka að
fjarlægja tækifæri stórra fyrirtækja
til að sanna jákvæðu áhrifin sem
þau hafa með kaupum á rafmagni,“
segir Lars.
Hann bætir við að stærstu fyrir
tækin sem taka þátt í þessu kerfi
segist einnig fjárfesta í endurnýjan
legri orku á öðrum sviðum og vilji
sýna fram á aukna skilvirkni. Aftur
á móti þurfa þau á þessu bókhalds
kerfi að halda til að geta sannað þær
fullyrðingar. n
Alþjóðlegur gjaldmiðill fyrir græna orku
Lars Ragnar
Solberg segir
umræðuna um
upprunaábyrgð-
ir vera mjög
svipaða í Noregi
og á Íslandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
vALLI
Helgi Steinar
Gunnlaugsson
helgisteinar
@frettabladid.is
olafur@frettabladid.is
Fjöldi umsókna um hlutdeildarlán
í fyrra var innan við fjórðungur
fjöldans árið 2021 og helmingi færri
en 2020, en þá var opnað í fyrsta
skipti fyrir slíkar umsóknir í nóv
ember.
Samtals hefur Húsnæðis og
mannvirkjastofnun tekið á móti
1.086 umsóknum síðan opnað var
fyrir umsóknir um hlutdeildarlán í
nóvember 2020 en fjöldi umsókna í
fyrra var 146 og voru 67 þeirra sam
þykktar.
Hlutdeildarlán eru ætluð til að
bæta stöðu ungra og tekjulágra á
húsnæðismarkaði. Þeim er ætlað
að hjálpa fyrstu kaupendum undir
ákveðnum tekjumörkum að brúa
bilið við fasteignakaup, en lánað
er fyrir allt að 30 prósentum fyrir
útborgun. Lántaki þarf að reiða
fram að minnsta kosti fimm prósent
kaupverðs sjálfur.
Samtals hafa verið keyptar 452
fasteignir með aðstoð hlutdeild
arlána og nemur verðmæti þessara
eigna tæplega 18 milljörðum. Fjár
hæð hlutdeildarlána nemur 3,7 millj
örðum. Af þessum tölum má sjá að
meðalverð eigna sem keyptar hafa
verið með aðstoð hlutdeildarlána
er um 39,8 milljónir og meðalhlut
deildarlánið nemur 8,2 milljónum.
Ljóst er að mjög fáar eignir á
höfuðborgarsvæðinu falla í þennan
verðflokk. Nú þegar hafa tólf hlut
deildarlán verið endurgreidd að
fullu. Þar af eru fimm þeirra vegna
eigna á Selfossi, tveggja á höfuð
borgarsvæðinu og tveggja á Akur
eyri. Heildaruppgreiðslufjárhæðin
er 27 milljónum hærri en upphaf
leg lánsfjárhæð. Að meðaltali hafa
eignir hækkað um 32 prósent frá því
að viðskiptavinur kaupir þar til hann
greiðir upp lánið. n
Fjöldi hlutdeildarlána dregst saman
Svo virðist sem nokkur hluti hlutdeildarlána sé vegna eigna á Selfossi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Samtals hafa verið
keyptar 452 fasteignir
með aðstoð hlutdeild-
arlána.
olafur@frettabladid.is
Annan mánuðinn í röð dró úr verð
bólgu í Bretlandi í desember, eftir
að verðbólga náði mestu hæðum í
41 ár í október. Hagfræðingar búast
þó ekki við að þetta verði til þess að
draga úr þrýstingi á Englandsbanka
um að hækka vexti.
Tólf mánaða verðbólga mældist
10,5 prósent í desember, samkvæmt
bresku hagstofunni, lækkaði úr 10,7
prósentum í nóvember, en í október
var verðbólgan 11,1 prósent og hafði
ekki verið meiri frá árinu 1981.
Kjarnaverðbólgan, þegar verð
á matvælum, eldsneyti, áfengi og
tóbaki er undanskilið, var óbreytt
í 6,3 prósentum. Þetta er eilítið
meira en spár hagfræðinga gerðu
ráð fyrir, en búist var við lækkun í
6,2 prósent.
Financial Times greindi frá því
að þrátt fyrir lækkunina sé bresk
verðbólga meiri en víða annars
staðar, meðal annars vegna mikils
þrýstings vegna eldsneytisverðs.
Matvælaverðbólga mælist hins
vegar 16,9 prósent, sem er það
mesta síðan sérstakar mælingar
hófust árið 1977.
Frá því í nóvember 2021 hefur
Englandsbanki hækkað stýrivexti
sína úr 0,1 prósenti í 3,5 prósent og
búist er við að þeir hækki enn um
0,5 prósent í byrjun febrúar. n
Dregur úr verðbólgu í Bretlandi
Búist er við að Englandsbanki hækki vexti í fjögur prósent í byrjun febrúar.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
10 mArkAðurinn FRÉTTABLAÐIÐ 19. jAnúAR 2023
FimmTuDAGur