Fréttablaðið - 19.01.2023, Blaðsíða 22
Þegar ég var að byrja að
syngja vissi ég ekkert út í
hvað ég var að fara.
Merkisatburðir |
Bjarni Thor Kristinsson, óperu-
söngvari og leikstjóri, fagnar 25
ára söngafmæli sínu með tónleik-
um í Salnum í Kópavogi í kvöld.
arnartomas@frettabladid.is
Ef ég væri ríkur! er heiti tónleika í Saln-
um í Kópavogi í kvöld þar sem Bjarni
Thor Kristinsson óperusöngvari fagnar
25 ára söngafmæli sínu. Þar verður í
tilefni tímamótanna stiklað á stóru úr
söngferli Bjarna.
„Það er frábær tilfinning,“ svarar
Bjarni aðspurður hvernig það sé að fá
að fagna 25 ára afmæli, aftur. „Þegar ég
var að byrja að syngja vissi ég ekkert út
í hvað ég var að fara og síðan er maður
auðvitað glaður yfir að hafa fengið að
vinna við það sem mann langaði til.“
Á tónleikunum verða f lutt atriði
og aríur úr óperum sem Bjarni hefur
sungið í og hafa ekki alltaf ratað til
Íslands. Þess á milli segist hann ætla að
slá á létta strengi og syngja eitthvað nýtt.
Tónleikarnir eru vel mannaðir en auk
Bjarna syngja félagar úr Kammeróper-
unni, þau Lilja Guðmundsdóttir, Kristín
Sveinsdóttir, Eggert Reginn Kjartansson
og Unnsteinn Árnason. Píanóleikari er
Ástríður Alda Sigurðardóttir.
„Þetta verður svona bland í poka,“
segir hann. „Markmiðið er nú samt að
skemmta fólki og hafa gaman eins og í
góðri afmælisveislu.“
Söngferill Bjarna hófst í tónlistarskól-
anum í Njarðvík og hefur hann síðan þá
sungið með óperum víða um heim, allt
frá Vínarborg til Feneyja. Þegar horft er
um öxl á hann erfitt með að velja hvað
stendur upp úr.
Mozart og Strauss standa upp úr
„Ég hef mikið fengið að syngja stór þýsk
gamanhlutverk eins og baróninn í Rósa-
riddaranum eftir Strauss og Osmin í
Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir
Mozart,“ segir hann. „Svo hef ég mikið
sungið Wagner sem mér finnst bæði
krefjandi og skemmtilegt. Þá hefur mér
alltaf þótt mjög vænt um að koma heim
og syngja.“
Bjarni mun ekki sitja auðum höndum
þegar veisluhöldum kvöldsins lýkur.
„Ég verð að leikstýra tvennu á næst-
unni, annars vegar erum við að halda
áfram með Óperu og mat – Così fan
tutte-sýningar sem verða í Gamla bíói
núna í febrúar,“ segir hann. „Svo verð
ég að leikstýra uppsetningu amerísku
óperunnar Susannah fyrir Söngskóla
Sigurðar Demetz. Ég er líka með ýmis
verkefni erlendis, þar á meðal tvö Wag-
ner-hlutverk. Það er nóg að gerast!“
Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan
20 og miðasala fer fram á tix.is. n
Bland í poka á söngafmælinu
Söngferill Bjarna hófst í Njarðvík og hefur hann síðan þá sungið í óperum, allt frá Vínarborg til Feneyja. fréttablaðið/ernir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Friðrik Arthúr
Guðmundsson
lést á Heilbrigðisstofnuninni
á Hólmavík 10. janúar.
Útför hans fer fram frá Hólmavíkurkirkju
laugardaginn 21. janúar kl. 14.
Guðmundur Friðriksson Helga Sigvaldadóttir
Lára Jónsdóttir
Sigurður K. Friðriksson
Röfn Friðriksdóttir Magnús Gústafsson
Fjóla S. Friðriksdóttir
Vala Friðriksdóttir Kristján H. Tryggvason
Rut Friðriksdóttir Árni Brynjólfsson
og afabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Friðþjófur Sigurðsson
fyrrum byggingarfulltrúi
Hafnarfjarðar,
lést á líknardeild Landakots
sunnudaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 26. janúar kl. 13.00.
Sigurður Á. Friðþjófsson Gyða Gunnarsdóttir
Arnór Elínar Friðþjófsson Jenný Garðarsdóttir
Sigrún Friðþjófsdóttir Snæbjörn Blöndal
Gunnvör Friðþjófsdóttir Holger Rabuth
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Svala Ernestdóttir
lést þann 6. janúar sl. á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Útförin fer fram frá Seljakirkju
mánudaginn 23. janúar kl. 13.00.
Páll Örn Benediktsson Jóhanna Sóley Gunnarsdóttir
Eðvarð Gunnar Benediktsson
Guðrún Bjarný Benediktsdóttir
Berglind Sif Benediktsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku hjartans eiginkona mín,
móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Fríða Sigurðardóttir
lést á Landspítalanum að kvöldi annars
dags jóla. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sævar Herbertsson
Guðrún E. Baldursdóttir Árni P. Jónsson
Arndís Baldursdóttir Gylfi Sigurðsson
Stefán F. Baldursson Martha S. Örnólfsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Agla Ögmundsdóttir
Bræðrabrekku,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Hólmavík 13. janúar. Útför hennar fer fram
frá Hólmavíkurkirkju sunnudaginn 22. janúar kl. 13.00.
Kristinn Þór Bjarnason
Jón Eysteinn Bjarnason
og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og
útför yndislegu mömmu okkar,
tengdamömmu, ömmu og
langömmu,
Bjargar Bjarnadóttur
Sigtúni 11, Patreksfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Patreksfirði, fyrir góða
umönnun og hlýju í hennar garð.
Börn hinnar látnu
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
S. Hulda Sigurbjörnsdóttir
lést föstudaginn 13. janúar sl.
Hún verður jarðsungin frá Lindakirkju
þriðjudaginn 24. janúar klukkan 11.00.
Að eilífu elskuð og saknað.
Jóhanna Sigurbjörg Huldudóttir Þ. Jóhann Pálsson
Skúli Eyfeld Harðarson Bryndís Hauksdóttir
Emilía Þórðardóttir Jón Bjarnason
Matthías Þórðarson Rakel Daðadóttir
Þórdís Huld Þórðardóttir Alex Montazeri
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Ólafur Haukur Árnason
Skúlagötu 20,
lést á Landakotsspítala 15. janúar sl.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju í
Grafarholti fimmtudaginn 26. janúar
kl. 13.00. Blóm afþökkuð en þeim sem
vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Jósefína Ólafsdóttir Hilmar Finnsson
Árni Ólafsson Þorgerður Sigurðardóttir
Björg Hilmarsdóttir Kristinn Geir Friðriksson
Eva Þyri Hilmarsdóttir Ágúst Ólafsson
Gunnar Hilmarsson Anna Hulda Ólafsdóttir
Sigurveig Árnadóttir Róbert Kárason
Ólafur Haukur Árnason
og langafabörn
1903 Þýskur togari, Friedrich Albert, strandar á Skeiðarár-
sandi.
1908 Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar stofnað.
1935 Coopers Inc. selur fyrstu stuttu herranærbuxurnar í
heiminum.
1949 Kúba viðurkennir Ísrael.
1953 68 prósent allra sjónvarpsviðtækja í Bandaríkjunum
eru stillt á sjónvarpsþáttinn I Love Lucy til að sjá
Lucy Ball fæða barn.
1955 Borðspilið Scrabble lítur dagsins ljós.
1966 Indira Gandhi kosin forsætisráðherra á Indlandi.
1977 Snjókoma í Miami í Flórída í Bandaríkjunum, í fyrsta
og eina sinn í sögu borgarinnar sem það hefur gerst.
2007 Íslenska kvikmyndin Foreldrar er frumsýnd.
18 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 19. jAnúAR 2023
FImmtUDaGUR