Fréttablaðið - 19.01.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.01.2023, Blaðsíða 4
Það má búast við að þetta veður valdi áhrifum. Teitur Arason, veðurfræðingur v Til að taka þátt í leiknum þarft þú að 1) Finna PLAY flugvélina á flugi í Fréttablaðinu. 2) Segja okkur á hvaða blaðsíðu þú fannst PLAY flugvélina og skrá það á www.frettabladid.is/lifid/playleikur Fréttablaðið og PLAY ætla að bjóða heppnum lesanda Fréttablaðsins 100.000 króna gjafabréf frá PLAY í hverri viku fram að 11. febrúar. Finnur þú á flugi í Fréttablaðinu? jonthor@frettabladid.is Dómsmál Mennirnir sem grunaðir eru í hryðjuverkamálinu, Ísidór Nat- hansson og Sindri Snær Birgisson, neituðu að hafa skipulagt hryðju- verk við þingfestingu málsins í gær. Þeir játuðu og neituðu ýmist öðrum ákæruliðum sem varða vopnalagabrot og þá játaði annar þeirra fíkniefnalagabrot. Dómari hefur til athugunar að vísa þeim ákærum sem varða hryðjuverk frá dómi. Sveinn Andri Sveinsson hefur gagnrýnt að meint hryðjuverk séu ótilgreind í ákæru. Annar maðurinn er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og hinn fyrir hlutdeild í þeim. „Það var verið að taka afstöðu til ákærunnar en að öðru leyti ákvað dómarinn að hafa frumkvæði að því hvort það væri eitthvað í ákærunni sem varðar frá- vísun,“ sagði Sveinn Andri. Spurður hvort umbjóðandi hans aðhyllist öfgastefnur segir Sveinn Andri hann alls ekki aðhyllast neitt slíkt. n Hryðjuverkamál þingfest í gærdag Ákærðu bæði neituðu og játuðu sök. Veðurstofa Íslands býst við asahláku á öllu landinu, vatnselg og mikilli hálku. Bráðamóttakan býst við slysum vegna þess. kristinnhaukur@frettabladid.is veður Veðurstofa Íslands býst við miklum vatnselg og slæmri færð fyrir bíla og vegfarendur vegna hálku á föstudag og inn í helgina. Þá býst bráðamóttaka Landspítal- ans við hálkuslysum en hún er illa mönnuð til að sinna þeim. Eftir óvenju langan frostakaf la er mikill viðsnúningur í kortunum og hlý sunnanátt á leiðinni. Hún ber með sér talsverða rigningu sunnan- og vestanlands, með hitatölum frá 5 upp í 9 stig samkvæmt spá Veður- stofunnar. Norðan- og austanlands má búast við sunnan-hnúkaþey og hitinn gæti farið í 10 gráður eða rúmlega það þar sem vindurinn nær að blanda hlýja loftinu niður á jörð. „Það er spáð asahláku á öllu land- inu og afleiðingarnar af því eru flug- hálka,“ segir Teitur Arason veður- fræðingur. „Það verður hált og mjög erfið færð út af blautum klaka.“ Teitur segir að búast megi við miklum vatnselg. Fólk þurfi því að huga að því að vatn komist leiðar sinnar í niðurföll, bæði rigningar- vatn og vatn sem fellur til þegar snjórinn bráðnar. En þrátt fyrir að sveitarfélög vinni hörðum höndum að því að fjarlægja snjó er enn þá mikið magn snjós og klaka í þétt- býlinu. Til sveita er líka önnur hætta sem skapast, af f lóðum. „Nokkuð víða á landinu eru ár í klakaböndum. Það er möguleiki á að þær ryðji sig og þá verða staðbundin flóð þar sem þær mynda klakastíf lur og f læða yfir bakka,“ segir Teitur. Af þessu Bein gætu brotnað og ár rutt sig Það verður ekki auðvelt að fóta sig í blautri hálkunni. Fréttablaðið/Vilhelm getur orðið tjón. „Það má búast við að þetta veður valdi áhrifum. Óljóst er þó hvernig þetta verður,“ segir hann. Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna hvassviðris sunnan- og vestanlands á föstudagsmorgun. Asahlákuviðvörun er á öllu landinu eftir það, en hún er sjaldan gefin út. Hjördís Guðmundsdóttir, upp- lýsingafulltrúi almannavarna, segir að vel sé fylgst með stöðunni í samstarfi við Veðurstofuna. Upplýs- ingagjöf sé mikilvæg, einkum vegna hættunnar á f lóðum. „Enginn veit hvar það gerist. Það er vandamálið,“ segir Hjördís. Bráðamóttaka Landspítalans býst líka við erli um helgina vegna hálku. „Við höfum séð þessa veðurspá og höfum áhyggjur af því að margir detti og slasi sig í hálkunni,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir. Mönnunin er hins vegar dræm eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðl- um. „Við hefðum viljað vera betur undirbúin en að sjálfsögðu tökum við á móti öllum eins og hægt er,“ segir Hjalti. Í mikilli hálku kemur talsvert af fólki með beinbrot, oft á úlnlið eða fæti. Einnig er talsvert um höfuð- áverka. „Sumt getur verið alvarlegt,“ segir Hjalti. Hvetur hann alla til að nota mannbrodda og fara sérstak- lega varlega í hálkunni sem fram undan er. n benediktarnar@frettabladid.is samgöngur „Lokanir eru til gagns, ef þeim er beitt rétt,“ sagði Harald Teitsson, for maður Fé lags hóp ferða- leyfis hafa og hóp bif reiða nefndar Samtaka ferðaþjónustunnar, á fundi Vegagerðarinnar í gær þar sem fyrir- komulag vetraþjónustu og starfsemi vaktstöðva Vegagerðarinnar voru til umfjöllunar. Þennan vetur hafa fjölmargar vegalokanir hamlað starfsemi ferðaþjónustunnar hér á landi. Vega- gerðin hélt því fund ásamt aðilum frá ferðaþjónustunni. Á fundinum voru ræddar leiðir til þess að bæta vetrarþjónustuna. Harald sagði á fundinum að aðal málið væri að mokstri yrði haldið á fram og að það væri lág marks tími sem vegir væru lokaðir. „Við þolum alveg nokkurra klukku tíma stopp, ekkert vanda mál. Við getum sniðið okkar ferðir að því. En ef þetta er orðin lang tíma lokun þá er þetta orðið erfiðara.“ Harald segir að Vega gerðin vinni gott starf, en að upp lýsingar komi stundum of seint. Hann segir að í upp hafi dags sé nauð syn legt að fá upp lýsingar um lokanir vega. Að sögn Haralds þarf að horfa til fram- tíðar þegar kemur að vetrarþjónust- unni. „Við þekkjum alveg vond veður. Vanda málin eru að það er breytt ferða mynstur og vega mann virki. Við erum að gera þessa fínu vegi með vegriðum og fullt af hring torgum, en við gleymum kannski að hugsa: Æ, æ, það kemur stundum snjór,“ segir Harald. n Ræddu leiðir til að bæta vetrarþjónustuna Á fundi Vegagerðarinnar í gær voru ræddar leiðir til að bæta vetrar- þjónustuna. Fréttablaðið/auðunn helenaros@frettabladid.is Dómsmál Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sakborningar málsins eru fjórir en þeir eru ákærðir fyrir innflutning á tæpum hundrað kílóum af kókaíni auk peningaþvættis upp á samtals tæpar 63 milljónir króna. Lögreglan handtók mennina í ágúst í fyrra og fór þingfesting máls- ins fram í nóvember síðastliðnum. Þar neituðu fjórmenningarnir ýmist sök í málinu eða neituðu að taka afstöðu til þess. Saksóknari krafðist þess að mennirnir fengju ekki að vera við- staddir skýrslutöku hver annars við aðalmeðferðina í dag en þeirri kröfu var hafnað. n Kókaínmálið stóra fyrir dóm 4 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 19. jAnúAR 2023 fiMMtUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.