Fréttablaðið - 19.01.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.01.2023, Blaðsíða 20
Ísland skoraði 40 mörk í leiknum gegn Græn- höfða- eyjum í gær. Er það í fimmta sinn í sögu liðsins á HM sem slíkt gerist. Það er ljóst að margir af okkar lykilmönnum eru ekki alveg heilir heilsu. Guðjón Guð- mundsson, fréttamaður Eftir að hafa lesið grein Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, þar sem hún gagn- rýnir fyrrverandi félag sitt Lyon, er ljóst að enn er langt í land í ýmsum þáttum kvennaknattspyrnunnar. Hefur greinin vakið mikla og verð- skuldaða athygli, svo mikla að fjallað er um hana hinum megin á hnettinum. Hún segir þar frá fram- göngu Lyon í sinn garð eftir að hún varð ólétt að syni sínum, sem og eftir að hún eignaðist hann. Lyon var með stæla við Söru eftir að hún fór heim til Íslands í kjölfar þess að hafa orðið barnshafandi. Félagið greiddi henni þá aðeins um 27 þúsund evrur á tímabili þar sem Sara átti að fá 109 þúsund evrur. Sara fór í mál við Lyon með aðstoð FIFAPRO leikmannasamtakanna og vann það. Frökkunum var gert að greiða henni um tólf milljónir íslenskra króna sem hún átti inni. Sara lét ekki staðar numið þar heldur ritaði tímamótagrein um málið, sem mun án efa sjá til þess að félög munu hugsa sig tvisvar um áður en þau ákveða að koma fram við barnshafandi leikmann á annan eins hátt og Lyon kom fram við Söru. Á Sara mikið hrós skilið fyrir þetta og má undirstrika hversu Sara Björk breytir leiknum til frambúðar Helgi Fannar Sigurðsson helgifannar@ frettabladid.is Utan vallar | mikilvægt skref ein allra fremsta knattspyrnukona Íslandssögunnar hefur tekið fyrir komandi kynslóðir leikmanna. Leiðindi Lyon gagnvart Söru voru ekki aðeins af fjárhagslegum toga. Viðhorfið sem hún og sonur hennar upplifðu eftir að hún sneri aftur til Frakklands var óásættanlegt. Henni var meinað að ferðast með hann í úti- leiki er drengurinn var enn á brjósti og forseti Lyon leit ekki við þeim þó þau væru í sama rými í eitt skiptið. Svona mætti lengi áfram telja. Yfirlýsing sem Lyon gaf út sem svar við grein Söru var í besta falli afar aum. Þar fullyrti félagið að hafa staðið við bakið á Söru að fullu í óléttunni. Einmitt. Það sem er ef til vill mest sláandi við þetta leiðinlega mál er að Lyon hefur lengi verið þekkt sem eitt fremsta aflið í kvennaknattspyrnu, bæði innan og utan vallar. Þar eiga málefni knattspyrnukvenna að vera í hávegum höfð. Ef potturinn er eins brotinn þar og hann virðist vera er hægt að gefa sér það að staðan sé átakanlega slöpp annars staðar. Það má þó binda vonir við að tímamótagrein Söru breyti leiknum um heim allan. n Yfirlýsing- in sem Lyon gaf út sem svar við grein svör var í besta falli afar aum. Þrátt fyrir tíu marka sigur Íslands á Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta í gær hefur íþróttafréttamaðurinn marg- reyndi Guðjón Guðmundsson miklar áhyggjur af spila- mennsku íslenska landsliðsins sem sé undir pari í aðdrag- anda stórleiks gegn Svíum. aron@frettabladid.is handbolti Íslenska landsliðið í handbolta vann í gærkvöld þægi- legan tíu marka sigur á Grænhöfða- eyjum þegar liðin mættust í fyrstu umferð milliriðla HM. Lokatölur í Gautaborg urðu 40–30, Íslending- um í vil. Fyrir leik var ljóst að strákarnir okkar kæmu inn sem mun líklegri aðilinn, að sama skapi vita leik- menn liðsins að ekkert rými er fyrir frekari misstig, líkt og það sem átti sér stað í tapinu gegn Ungverja- landi í riðlakeppninni, ætli liðið sér upp úr milliriðlinum. Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, leggur mat sitt á frammistöðu íslenska lands- liðsins í leiknum gegn Grænhöfða- eyjum sem og framhaldið á HM í samtali við Fréttablaðið. „Frammistaðan gegn Græn- höfðaeyjum var í sjálfu sér viðun- andi. Mér fannst varnarleikurinn hins vegar ekki sannfærandi og þar vantar talsvert mikið upp á hjá okkur. Við höfum ákveðin ein- staklingsgæði í okkar liði, gæði sem hafa ekki náð að skína í gegn á þessu heimsmeistaramóti.“ Lykilmenn ekki heilir heilsu Hann hefur áhyggjur af lykilmönn- um íslenska landsliðsins. „Það er ljóst að margir af okkar lykilmönnum eru ekki alveg heilir heilsu. Aron Pálmarsson hefur engan veginn náð þeim takti sem ég var að vonast eftir, hann á mikið inni. Gísli Þorgeir sömuleiðis, hann er ekki á sama stað og hann var á síðasta Evrópumóti og hefur verið með Magdeburg í vetur. Að því sögðu er ljóst að fram undan er gríðarlega erfiður leikur gegn Svíum, sem ég spáði heims- meistaratitlinum fyrir mót. Ég held að íslenska liðið þurfi að eiga algjöran toppleik ætli liðið sér að leggja heimamenn að velli í Gauta- borg fyrir framan þrettán þúsund áhorfendur. Þar þarf fyrst og síðast vörn og markvarsla að vera í algjörum toppi. Þú þarft í það minnsta fjöru- tíu prósent markvörslu til þess að eiga möguleika gegn Svíum, þá þarftu líka að geta spilað alvöru vörn. Það finnst mér við ekki hafa gert á þessu móti. Það örlaði svo- lítið á varnarleiknum í fyrsta leik gegn Portúgal en í öðrum leikjum hefur varnarleiknum verið ábóta- vant.“ Öruggur sigur ekki nóg til að kveða niður áhyggjur Þrátt fyrir ör- uggan tíu marka sigur á Græn- höfðaeyjum eru blíkur á lofti um að íslenska liðið sé ekki á þeim stað sem vonast var eftir. Fréttablaðið/EPa Eitthvað sem vantar Guðmundur Guðmundsson, lands- liðsþjálfari Íslands, var duglegur að nefna það fyrir mót að aðaláskorun liðsins væri að ná saman varnar- leik sínum. Kemur það þér á óvart hversu erfiðlega hefur gengið að ná varnarleiknum upp? „Já, það kemur mér á óvart, ein- faldlega vegna þess að á síðasta stórmóti var varnarleikurinn í mjög góðu standi. Varnarlína okkar þá var að spila frábærlega, leikmenn eins og Ýmir Örn Gíslason sem hefur ekki geislað eins mikið af á þessu móti. Mér finnst útgeislunin í liðinu ekki nægilega góð, það er eitthvað sem vantar. Kann að vera að menn eigi eftir að galdra það fram en fyrir mót fannst mér fullmikið í það lagt að segja að við værum með lið sem ætti að vinna til verðlauna á HM. Ég held að það sé langur vegur frá. Eins og staðan er í dag þá erum við með lið sem er á bilinu sjötta til tíunda sæti í heiminum, sem er býsna gott. Þetta er lið sem getur náð mjög langt, lið sem getur náð í verðlaun en enn sem komið er í mótinu hefur liðið ekki sýnt okkur það.“ Fyrirsjáanlegt upplegg Þá finnst Gaupa það stinga í augu að skortur sé á fjölbreytni í uppleggi íslenska liðsins í leikjum sínum. Plan A sé til staðar en ekkert bóli á plani B og C. „Þetta segi ég sérstaklega hvað varðar varnarleikinn, við eigum erfitt með að bregðast við þar. Eins og leikurinn spilaðist á móti Ung- verjum þá vorum við með gjörunn- inn leik í höndunum en köstuðum því frá okkur, auðvitað hljóta að vera einhverjar ástæður fyrir því. Við vorum bara ekki með, í þeim leik, plan B. Við vorum með plan A sem var næstum því búið að ganga upp en það gekk ekki upp. Það þýðir ekkert að segja ef og hefði, þetta liggur algjörlega fyrir og í augum uppi.“ Það er skammt stórra högga á milli. Á morgun tekur við stærsta áskorun Íslands, til þessa, á heims- meistaramótinu . Leikur gegn heimamönnum í sænska lands- liðinu. Hefur þú trú á íslenskum sigri gegn Svíþjóð? „Ég hef alltaf trú á íslenskum sigri, alveg sama hvað gengur á. Ef íslenska liðið nær að galdra fram svipaðan og sama leik og liðið sýndi á Evrópumeistaramótinu á síðasta ári, þá er möguleiki á að vinna Svía. En Svíar eru hins vegar með frá- bært lið, frábæra markmenn, spila frábæra vörn og eru í dag með eina bestu útilínu heims og hornamenn á heimsmælikvarða.“ n 16 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 19. jAnúAR 2023 FiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.