Fréttablaðið - 19.01.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.01.2023, Blaðsíða 16
Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid. is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. MgB ISGLÝSÍN A T 300 mg 5 mg 75 mg 100 mg 200 mcg B6 vítamín Schisandra Burnirót B9 vítamín (fólinsýra) Magnesíum bisglýsínat Léttari lund, alla daga MAG-YOUR-MIND® vinnur gegn streitu og skerpir hugsun Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni, Lyf og heilsu og á goodroutine.is fæst í Apótekaranum, GOOD ROUTINE® K AV IT A Sylvía, töff að vanda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Glæsileg kápa sem er jafnframt hlý og góð í vetrarkuldanum. Oreo bangsi sem er hannaður þannig að krakkar geti lesið fyrir hann og fyrir jólin kom Oreo vatnsbrúsi og Oreo buff.“ Sylvía segir að skólakerfið sé sett upp þannig að það henti ekki öllum. „Þegar ég fór í háskóla fékk ég að láta ljós mitt skína í námi með því að fara í f lest prófin munnlega. Mér hefur alltaf þótt erfitt í þessum skriflegu prófum þar sem ég er lesblind. Allt of mikil orka fer í að hugsa hvernig ég eigi að skrifa og stafsetja rétt. Ég verð aldrei góð í stafsetningu,“ segir Sylvía hlæjandi. Sylvíu finnst þurfa að aðlaga skólakerfið að breyt- ingum í heiminum. „Í desember 2022 gaf Evrópu- sambandið út skýrslu sem segir að árið 2023 yrði „Year of Skills“. Hugmyndafræði þar sem krafist er að horft verið meira á hæfni hvers einstaklings og möguleika sem í honum búa frekar en próf- gráður og fyrri reynslu. Ég held að skólakerfið okkar sé ekki byggt upp á þessari hugmyndafræði. Við erum að missa of marga nemendur vegna þess að þeir passa ekki inn í kassann sem skólakerfið er, og við sem samfélag höfum ekki efni á missa þessa nemendur út úr skóla- kerfinu. Ég hefði svo auðveldlega geta gefist upp ef ég hefði ekki haft það bakland sem ég hafði,“ segir hún. Á mér draum „Ég held að við sem samfélag þurfum að hugsa hvað við getum gert. Ég er að þróa vettvang fyrir fólk þar sem það getur aðstoðað. Síðan er gamla góða aðferðin að spyrja: „Get ég aðstoðað?“ Það er alltaf hægt að líta í kring- um sig hvort hægt sé að hjálpa til við heimanám í fjölskyld- unni, hjá vinum barna ykkar, í götunni hjá þér, í sveitarfélag- inu. Sumir foreldrar þurfa að lesa allt námsefni upp fyrir börnin sín nokkrum sinnum, allur frítími fer í að læra með börnum. Í skýrslu um brott- hvarf úr íslenskum framhaldsskólum frá Velferðarnefnd kemur fram að brotthvarf úr fram- haldsskólum sé birtingarmynd ójafnra tæki- færa í íslensku samfélagi og við sem samfélag eigum ekki að sætta okkur við það. Ég á mér draum um að sem flestir komi að þessu verkefni, ríkið, mennta- stofnanir, skólar, kennara, nemendur á öllum stigum og foreldrar taka þátt til að við getum búið til forrit og notað það til að það nýtist samfélag- inu okkar sem best. Með Ask Study höfum við samfélagið tækifæri til að hjálpa til við að aðstoða hvert annað og leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að hjálpa þeim sem vantar aðstoð. Allir hafa skoðanir á mennta- kerfinu en mig langar að skapa verkfæri sem allir geta nýtt sér og sýnt viljann í verki.“ Þegar við lokum umræðunni um drauma Sylvíu segir hún mikilvægt að láta þá rætast. „Láttu drauma rætast og gerðu þá að veruleika, ekki hafa þá sem bara draum, það er aldrei of seint. Lesblinda er engin hindrun, þú getur allt sem þú ætlar þér.“ Gulur uppáhaldsliturinn Sylvía hefur alltaf haft sjálfstæðar og sterkar skoðanir, líka þegar kemur að eigin stíl. „Hversdags- legi stíllinn minn er frekar einfaldur og fer alveg eftir dögum hvernig hann er. Ég vel alltaf föt þegar ég vakna og fer eftir hvernig mér líður þennan dag og veðrinu. Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af höttum og á mikið af þeim. Ég elska jarðliti og svartan, en á milli er ég rosa- lega hrifin af gulum. Gulur er uppáhaldsliturinn minn. Stíllinn að koma fram á sviði fer meira út í öfga og ég elska að vera í einhverju öðruvísi og leika mér þannig með fötin og með skemmtilegum farða.“ Ákveðin snið heilla Sylvíu. „Snið sem eru þröng í mitt- inu heilla mig. Einnig er ég rosalega hrifin af rúllukragapeysum núna og í fyrra. Spurð segist Sylvía ekki eiga sér neina uppáhaldsflík. „Reynd- ar ekki uppáhaldsflík en ég er mjög hrifin af yfirhöfnum. Mér þykir náttúrlega mest vænt um þær flíkur sem ég hef fengið frá ömmum mínum, Erlu og Völu.“ Sylvía segist eiga sinn uppáhaldshönn- uð, Riccardo Tisci, en hún fylgi í raun ekki tískustraumum og hafi aldrei gert. „Ég elska jarðliti, grænan, brúnan, beige og svartan. En út af því að ég er með blágræn augu, þá er mjög gaman að klæðast alveg bláu og síðan alveg grænu því augnliturinn breytist. Sem dæmi; ef ég er í bláu þá verða augun alveg blá, í grænu verða þau græn.“ Elska pinnahæla Þegar kemur að skótískunni þá eru það hælaskór. „Ég elska hælaskó. Ég hef safnað þeim síðan ég var lítil, þá erum við að tala um pinnahælaskó. Það er því miður ekki oft tækifæri að nota þá á Íslandi,“ segir Sylvía. Fylgihlutir eru eitthvað sem Sylvía er ekki að missa sig yfir. „Ég er sérstök með þetta, ég er eiginlega aldrei með skartgripi. Það er ekki oft sem fólk sér mig með eyrna- lokka, hringi, armbönd eða hálsmen og hvað þá úr, það ger- ist aldrei. Það er eitt hálsmen sem mamma keypti á fimm dollara sem er vinaháls- menið okkar, ég nota það mest.“ n Hversdagslegi stíllinn minn er frekar einfaldur og fer alveg eftir dögum hvern- ig hann er. Fallegur klæðnaðir við flest tilefni.  2 kynningarblað A L LT 19. janúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.