Borgfirðingabók - 01.12.2009, Blaðsíða 59
59Borgfirðingabók 2009
sé, byggingarstíllinn látlaus og fallegur og alls staðar er fyrirkomið
einhvers konar skreytingum, útskurði og kirkjugripum. Þessum kirkj-
um er flestum vel við haldið og eru gjarnan stolt safnaða sinna.
Með stofnun verslunar Akra-Jóns, Jóns Jónssonar sem kenndur
var við Akra á Mýrum, 1878 og síðar þeirra kaupmanna sem að
verslunarrekstri stóðu fyrir aldamótin 1900 má segja að uppbygging
hefjist í Borgarnesi. Á þessum árum voru byggð verslunarhúsin sem
enn standa undir Búðarkletti og í Englendingavík. Þessi hús eru mjög
merkir minnisvarðar um upphaf verslunar í Borgarnesi, auk þess sem
þau eru einkennandi fyrir húsagerð frá þessum tíma. Sérstaklega eru
áhugaverð pakkhúsið undir Búðarkletti, sem nú hýsir Landnámssetur
Íslands, og neðra pakkhúsið í Englendingavík. Þessi hús eru með sér-
lega öflugri burðargrind og milligólf undir vörulofti borin uppi af
kröppum sem eru tilhöggnar rótarhnyðjur og standa undir voldugum
gólfbitum. Viðir þessara húsa eru gott dæmi um það gæðatimbur sem
notað var til húsbygginga á þessum tíma.
Segja má um húsin í Englendingavík að þar sé um að ræða sérstök
menningarverðmæti. Þar standa í þyrpingu verslunarhúsin frá upp-
hafsárum verslunar í Borgarnesi, pakkhúsin, búðin, íbúðarhús versl-
unarstjórans og að auki bryggjan, hlaðin úr grjóti. Nú stendur yfir
síðasti áfangi endurbyggingar húsanna í Englendingavík og til stendur
að þar verði komið á fót starfsemi sem hæfir þessum merku húsum.
Strax á fyrstu árum verslunar í Borgarnesi hefst, eins og fyrr segir,
mikill innflutningur á timbri til húsagerðar. Ekki aðeins til byggingar
húsa yfir verslun, heldur einnig til uppbyggingar íbúðarhúsa bæði í
Borgarnesi og í sveitunum. Vitað er að verslun Akra-Jóns flutti inn
svokölluð katalóghús, þ. e. tilhöggvin hús frá Noregi sem framleið-
endur og innflytjendur kynntu með bæklingum eða katalógum.
Þetta voru afar traustbyggð, vönduð og endingargóð hús. Þau voru
verksmiðjuframleidd í þeim skilningi að þau voru smíðuð í stórum
skemmum, merkt, tekin niður á ný og að lokum send þangað sem
þau áttu að rísa. Þeim fylgdu svo frá verksmiðjunni gluggar, hurðir,
innanhúspanill og vatnsklæðning. Oft komu reyndir smiðir frá
framleiðendum eða innflytjendum til þess að reisa húsin og leiðbeina
við uppsetningu.
Þegar Akra-Jón hóf innflutning á húsaviðum réð hann til sín
norskan smið, gjarnan nefndur Óli norski, sem kunni réttu handtökin
við uppsetningu húsanna.
Í bókinni 100 ár í Borgarnesi eftir Jón Helgason, sem gefin var