Borgfirðingabók - 01.12.2009, Blaðsíða 102
102 Borgfirðingabók 2009
enn úr heyfeng og olli vísum mönnum áhyggjum. Því gaf konungur
tilskipun árið 1754 um að allir bændur ættu að reyna að hafa búfé í
seli til að hlífa túnum og engjum næst bæjunum.54
Á afrétt voru reknir sauðir, uxar og hestar, og hafðir þar, fram
í miðjan september, er 6 vikur lifðu af sumri að smalamennskan
hófst. Búfé var ekki girt af uppi á afréttum heldur markaðist land það
sem það gat ráfað um á af ám, klettum og fjöllum. Skylt var að reka
búfé upp á miðjan afrétt áður en skilið var við það.55 Afréttir voru
misgóðir eftir landssvæðum, og markaðist það m.a. af því hversu
gróðursæl landflæmin voru upp til fjalla. Afréttir voru hvað bestir í
Borgarfjarðarhéraði og Dalasýslu og allt til þess að ekki voru neinir
afréttir eins og á Vestfjörðum milli Látrabjargs og Horns þar sem er
nánast gróðurlaust til fjalla, að öðru leyti telja Eggert og Bjarni þó
frjósamt á Vestfjörðum.56
Selin voru höfð þar sem besta beitilandið var að finna, en ekki eins
langt frá bæjunum og afréttirnar voru.
Búfjáreign landsmanna var misjöfn. Meiri munur virðist hafa
verið á milli landshluta heldur en milli bæja innan sömu sveitar. Flest
var sauðféð í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu.57 Einnig var fjárstofninn
sæmilega stór fyrir norðan. Í Kjósarsýslu voru allt að 50 vetrarfóðraðar
kindur á hverjum bæ, og má því draga þá ályktun að í fyrrgreindum
héruðum hafi fjárstofninn verið töluvert meiri.58 Hrossaeign var hvað
mest í Borgarfjarðarhéraði, þar átti hver bóndi allt að 0 hross,59 en
fæst voru hrossin í Kjósarsýslu, þar voru reiðhestar ekki til fyrir utan
áburðahestana, og ekki voru fleiri hross en hægt var að hafa heimavið
yfir sumartímann.60 Á Austur og Norðurlandi segja Eggert og Bjarni
að séu fleiri hross en annars staðar á landinu.61 Nautgripum hafði
54 Sama heimild, I. bindi, bls. 120.
55 Sama heimild, I. bindi, bls. 135-136.
56 Sama heimild, I. bindi, bls. 296.
57 Sama heimild, I. bindi, bls. 128.
58 Sama heimild, I. bindi, bls. 10.
59 Sama heimild, I. bindi, bls. 125.
60 Sama heimild, I. bindi, bls. .
61 Sama heimild, I. bindi, bls. 127.