Borgfirðingabók - 01.12.2009, Blaðsíða 141
141Borgfirðingabók 2009
Kennt var í Góðtemplarahúsinu fram til 1913, en það ár var reist-
ur skóli í Borgarnesi sem var 126 fermetrar að stærð (9 x 14 m) með
tveimur kennslustofum. Gamli skólinn stendur enn, en hann er nú
vesturendi félagsmiðstöðvarinnar Óðals. Magnús kenndi við skólann
fram til 1918 er Kristján Á. Kristjánsson tók við af honum. Haustið
1919 var Hervald Björnsson ráðinn sem aðalkennari við skólann, og
var hann settur skólastjóri 1921 og skipaður ári seinna. Hervald var
mikill mennta- og uppeldismálafrömuður. Hann stofnaði uppeldis-
málafélagið Stjörnuna, sem starfaði í sex ár. Félagið hafði það á
stefnuskrá sinni að efla áhuga á uppeldis- og skólamálum. Félagið
beitti sér m.a. fyrir kaupum á hreinlætisbúnaði, s.s. handklæðum
og þvottaskálum, til skólans. Síðar gaf félagið skólanum skugga-
myndavél og nokkuð af bókum. Þá var útvarpstæki komið fyrir í
skólanum. Þar kom fólk saman og hlustaði á útvarp á síðkvöldum og
Myndin er tekin af ljósmyndastofu Óskars og Vignis árið 1927. Á þessum tíma
var kíghóstinn að ganga og því vantar nemendur á myndina.
Efsta röð frá vinstri: Oddur Ingólfur, Baldur Bjarnason, Kristinn Einarsson,
Björn Ásmundsson, Þórður Eggertsson, eitt nafn vantar. Miðröð frá vinstri:
Guðlaug Bachmann, Guðmundur Bachmann, Davíð Kristjánsson, Jón Björns-
son, Guðrún Lilja Þorgilsdóttir. Neðsta röð frá vinstri: Klara Valborg Helgadóttir,
Jóna Þórunn Snæbjörnsdóttir, Hervald Björnsson, Hanna Helgadóttir, Arna
Guðmundsdóttir, Guðrún Elísabet Þórðardóttir.