Víkurfréttir - 19.01.2022, Qupperneq 4
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Skipulagsnefnd Grindavíkur hvetur Vegagerðina til þess að gera úttekt á sjóvarnargörðunum, m.a. við golfvöll Grindavíkur við Húsatóftir, og gera þær úrbætur sem þarf til að
lágmarka tjón komi til sambærilegs atburðar aftur. Þetta kemur fram í bókun um málið og þar felur skipulagsnefnd sviðsstjóra að ræða við Vegagerðina. Í sjávarflóði þann 6.
janúar síðastliðinn varð golfvöllurinn við Húsatóftir, vestan Grindavíkur, fyrir tjóni af völdum grjóts sem dreifðist viða um völlinn niður við sjó. Sambærilegur atburður átti sér stað
í febrúar 2020. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson.
Sjóvarnargarður við golfvöll verði ræddur við vegagerðina
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur
samþykkt samhljóða að fela bæj-
arstjóra að óska eftir fundi með
nýjum heilbrigðisráðherra um þjón-
ustu heilsugæslu í Suðurnesjabæ.
Í október árið 2020 ályktaði
bæjarráð Suðurnesjabæjar um heil
brigðisþjónustu í bæjarfélaginu.
„Bæjarráð Suðurnesjabæjar
beinir því til heilbrigðisráðuneytis
að íbúar Suðurnesjabæjar fái notið
heilbrigðisþjónustu í sínu sveitar
félagi. Á vegum ríkisins er engin
heilbrigðisþjónusta rekin í Suður
nesjabæ, á meðan íbúar í öðrum
sveitarfélögum landsins búa að því
að geta notið heilbrigðisþjónustu í
sínum sveitarfélögum,“ segir í af
greiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar
frá því október 2020.
Bæjarráð bendir á að í þessu felst
mismunun gagnvart íbúum Suður
nesjabæjar og hvetur heilbrigðis
ráðuneytið til þess að bæta hlut
íbúa sveitarfélagsins að þessu leyti
og beiti sér fyrir fjárheimildum í fjár
lögum næsta árs í því skyni.
Heilbrigðisþjónusta í Suður-
nesjabæ verði rædd við
nýjan heilbrigðisráðherra
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur
samþykkt samhljóða að fela bæjar-
stjóra, ásamt sviðsstjóra skipulags-
og umhverfissviðs og deildarstjóra
umhverfismála, að láta taka saman
gögn og upplýsingar um þá kosti
sem helst koma til greina varðandi
staðsetningu á gervigrasvelli í
Suðurnesjabæ.
Þeir kostir sem verði skoðaðir er
m.a. yfirlögn gervigrass á keppnis
völl í Sandgerði, uppbygging á gervi
grasvelli á svæði gamla malarvallar í
Garði og á óskilgreindu svæði milli
byggðarlaganna Garðs og Sand
gerðis.
Settur verði fram samanburður
á þeim kostum, m.a. er varðar út
færslur, áætlaðan stofnkostnað og
annað sem þarf að liggja fyrir við
samanburð þessara kosta. Einnig
verði unnin greining á rekstrar
kostnaði gervigrasvallar og skoð
aðir kostir þess að halda úti og reka
frístundabíl til að flytja börn milli
byggðarlaganna vegna æfinga o.þ.h.
Samþykkt samhljóða að veita
heimild til að leitað verði ráðgjafar
hjá utanaðkomandi ráðgjöfum um
gögn og upplýsingar sem þarf fyrir
verkefnið. Valkostagreining verði
lögð fyrir bæjarráð, ásamt tillögum
um frekari framgang verkefnisins.
Skoða þrjár
staðsetningar
fyrir gervigras-
völl í Suður-
nesjabæ
Kristín Bárðardóttir í Keflavík hafði heppnina með sér í Jólalukku
Víkurfrétta 2021 þegar hún var dregin út í lokaútdrætti á Þorláks-
messu og fékk að launum háþrýstidælu frá Múrbúðinni. Stína mætti
í Múrbúðina og fékk afhenta háþrýstidæluna góðu.
Kristín fékk háþrýstidælu frá Múrbúðinni
Landeigendur að Kalmanstjörn og
Junkaragerði í Reykjanesbæ hafa
gert athugasemdir við breytingu á
aðalskipulagi Reykjanesbæjar varð-
andi það að fellt er út efnistöku-
svæði við Sandvík á Reykjanesi.
Óskað er eftir fundi með sveitar-
félaginu áður en lengra er haldið
með skipulagsvinnuna. Bæjaryfir-
völd hafa vísað erindi landeigenda
til stýrihóps um endurskoðun aðal-
skipulags.
„Landeigendur mótmæla harðlega
þessum áformum. Efnistaka hefur
verið stöðug úr námunni um ára
tuga skeið með tilheyrandi tekjum
fyrir landeigendur. Fyrirsjáanlegt er,
miðað við fyrirhugaða uppbyggingu
á svæðinu, að verulegur markaður er
fyrir malarefni á svæðinu og öruggt
að þörf er á enn frekari efnistöku úr
námunni í nánustu framtíð. Verði
efnisnáman tekin út úr skipulagi
mun það hafa verulegar fjárhags
legar afleiðingar fyrir landeigendur.
Ekki verður að auki séð að nein þörf
sé á að taka námuna út af aðalskipu
laginu,“ segir í erindi landeigenda til
bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ.
Mun hafa veru-
legar fjárhags-
legar afleið-
ingar fyrir land-
eigendur
Bæjarráð Grindavíkur fagnar
því að Fisktækniskóli Íslands sé
kominn með betri rekstrargrund-
völl með auknu fjárframlagi frá
ríkinu en skólinn hefur fengið
aukið fjárframlag til reksturs á
fjárlögum 2022.
„Næstu skref eru að koma hús
næðismálum skólans í góðan
farveg. Horft er til nýrrar viðbygg
ingar við Kvikuna að Hafnargötu
12a sem myndi tryggja skólanum
húsnæði til framtíðar í Grindavík,“
segir í afgreiðslu síðasta fundar
bæjarráðs Grindavíkur.
Viðbygging við Kvikuna myndi tryggja
Fisktækniskólanum húsnæði til framtíðar
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er
jákvætt í afstöðu sinni til samn-
ingsdraga sem snúa að samstarfs-
samningi við Ungmennafélagið
Þrótt um umsjón með rekstri
íþróttamiðstöðvar sveitarfélagsins.
Bæjarstjóra er farið að vinna áfram
að gerð samkomulagsins, segir í
fundargögnum frá síðasta fundi
bæjarráðs Voga.
Skoða samstarf við
Þrótt um rekstur
íþróttamiðstöðvar
í Vogum
Á fundi bæjarráðs Suðurnesja-
bæjar þann 22. desember 2021
var samþykkt samhljóða að veita
bæjarstjóra heimild til að skrifa
undir lánasamning við Lánasjóð
sveitarfélaga að fjárhæð 150 millj-
ónir króna sem er samkvæmt fjár-
hagsáætlun ársins 2021.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar
samþykkti svo á síðasta fundi sínum
að taka lán með lokagjalddaga þann
5. apríl 2034. Er lánið tekið til fjár
mögnunar á framkvæmdum sveitar
félagsins, sem felur í sér að vera
verkefni sem hefur almenna efna
hagslega þýðingu.
Suðurnesjabær tekur
150 milljóna króna lán
Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut í síðustu viku við byggðina í Innri
Njarðvík. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku. Bifreiðin snérist
á veginum og á leið sinni út í móa hafnaði bíllinn á ljósastaur. Staurinn
gaf eftir, eins og lög gera ráð fyrir, og bíllinn staðnæmdist skammt frá án
þess að velta. Kalla þurfti til dráttarbíl sem fjarlægði bifreiðina, sem var
óökufær, úr móanum.
Ók niður ljósastaur og hafnaði utan vegar
4 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár