Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2022, Side 12

Víkurfréttir - 19.01.2022, Side 12
Heilsueflandi samfélag vellíðan fyrir alla Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA sálfræði og MBA, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjanesbæ, aðalmaður í lýðheilsuráði. Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag eins og öll sveitarfélögin á Suðurnesjum, við gætum kallað svæðið Heilsueflandi Suðurnes. Meginmarkmið Heilsueflandi sam­ félags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum og vellíðan allra íbúa. Lýðheilsuráð í Reykjanesbæ lagði fram lýðheilsustefnu árið 2021 og áhersla er lögð á andlega, líkamlega og félagslega heilsu. Aðgerðaáætlun er klár fyrir stefnuna og þema og áhersla árið 2022 verður næring. Í vikunni mun lýðheilsuráð bjóða íbúum Reykjanesbæjar upp á raf­ ræna fræðslu með Geir Gunnari Markússyni, næringarfræðingi, um hollan lífsstíl, mátt matarins og ávinninginn af því að lifa heilsu­ samlegra lífi. Heilsan er okkar dýr­ mætasta eignin og hún gleymist oft í amstri dagsins og nútímamann­ inum. Fjallað verður um leiðir að sykurlitlum lífsstíl, hvort við þurfum fæðubótarefni og hvernig á að versla hollara í matinn. Sannkölluð heilsu­ fræðsla fyrir alla íbúa sem vilja efla heilsulæsi. Fræðslan, eða upptakan, verður opin í nokkra daga og er að finna á heimasíðum Reykjanesbæjar, rnb.is, og Facebook­síðu Reykjanes­ bæjar. Allir grunnskólarnir eru heilsu­ eflandi skólar og flestallir leikskól­ arnir á svæðinu. Mjög margt jákvætt hefur verið að gerast í heilsueflingu í skólunum á síðustu árum en við getum alltaf gert betur og þurfum fleiri til að taka þátt í heilsueflingu allra barna. Í Reykjanesbæ er boðið upp á mjög fjölbreyttar íþrótta­ greinar fyrir börn og einnig eru tóm­ stundir vinsælar. Suðurnesin eru með heimasíðu þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en hægt er að skoða úrvalið af íþróttum og tómstundum í öllum sveitarfélögum á slóðinni https://www.fristundir.is/ Frístundavefurinn hefur að geyma upplýsingar um frístundastarf fyrir alla aldurshópa og hægt er að skoða framboð eftir aldri og eftir stað­ setningu. Á vefnum má einnig finna hugmyndir af skemmtilegum stöðum fyrir útivist og samveru. Einstakt tækifæri Eiður Ævarsson. Frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Reykjanesbæ. eiduraevarss.is Reykjanesbær hefur mikla mögu­ leika þegar kemur að atvinnutæki­ færum hér á svæðinu. Það má eiginlega segja að smjör drjúpi hér af hverju strái þegar horft er til tæki­ færa í atvinnulífinu. Verslun og þjón­ usta ásamt ferðaþjónustu er undir­ staða atvinnulífsins í Reykjanesbæ og við getum byggt á þeim trausta grunni í sókn okkar til fjölbreyttara atvinnulífs. Reykjanesbær býr svo vel að hér er öll sú besta aðstaða og húsnæði fyrir frumkvöðla, hugvits og ný­ sköpun hvers konar. Ég vil að lögð verði fram trúverðug áætlun um hvernig við ætlum að byggja upp atvinnu hér í bænum, áætlunin á að vera með tímasettum markmiðum og þeirri áætlun verði fylgt fast eftir. Dæmi um slíka áætlun sem gekk vel upp var hvernig Kadeco seldi þær byggingar sem varnarliðið skildi eftir sig. Svæði fyrir erlenda aðila. Nú er Kadeco komið með nýja áætlun og framtíðarsýn sem vert er að skoða. Framtíðarsýn um nýtt skipulag og uppbyggingu á Ásbrúar svæðinu en það er góður grunnur fyrir áframhaldandi verðmæta­ sköpun og fjölgun vel borgandi starfa í nágrenni flugvallarins. Einnig er Isavia er með stórhuga markmið á Keflavíkurflugvelli og þær alþjóðlegu tengingar sem honum fylgja. Þarna er svæði sem gæti verið eftirsótt fyrir erlenda aðila til að byggja upp sína starfsemi. Staðsetning Nálægð við alþjóðaflugvöll og stór­ skipahöfn er einstök staðsetning og með því að hlúa betur að nýsköpun opnast ný tækifæri og fjöldi verðmætra starfa verða til. Þess vegna verðum við að styðja við uppbyggingu innviða fyrir slíka starfsemi á svæðinu og skoða mætti samstarf einkaaðila og opin­ berra aðila í því sambandi. Nýsköpun Nú eru komnar fram skemmtilegar hugmyndir með nýtingu á álvers­ húsinu í Helguvík og verður spenn­ andi að sjá hvort það geti nýst sem eins konar nýsköpunarmiðstöð hér í Reykjanesbæ. Þar er verið að hugsa um að vinna nýsköpun frá hugmynd og yfir á framkvæmdastig með ein­ stakri aðstöðu í frábæru húsnæði. Einstakt tækifæri Í þessum hugmyndum felst sú stað­ reynd að hér drjúpi smjör af hverju strái. Reykjanesbær hefur því ein­ stakt tækifæri á að byggja upp þjónustu í kring um atvinnulíf sem gæti byggt á frumkvöðlastarfsemi, nýsköpun og ferðaþjónustu. Látum þetta tækifæri ekki framhjá okkur fara. Fyrstu ár barnanna og góður kaffibolli Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, uppeldisfræðingur, flugfreyja og matarbloggari. Ég hef nú búið í Reykjanesbæ í um einn áratug og er ekki á leiðinni neitt annað. Það er gott að búa í Reykja­ nesbæ en gæti auðvitað verið betra. Reykjanesbær er ört stækkandi samfélag og þjónustan þarf að halda í við stækkunina. Nú styttist í bæjar­ stjórnarkosningar og þá fer maður að velta fyrir sér hvað skipti mann mestu máli og hvað betur mætti fara. Ég eignaðist mitt fyrsta barn í febrúar 2018. Þegar barn kemur við sögu, fer maður að spá í hluti sem maður spáði ekki jafn mikið í áður. Auðvitað vill maður allt það besta fyrir börnin sín og hugsanir koma eins og hvar vil ég ala barnið mitt upp, í hvaða leikskóla og skóla fer barnið? Það vita það kannski ekki allir en flestir leikskólar hér í bænum taka ekki börn inn nema þau hafi náð tveggja ára aldri, með einstaka und­ artekningum. Það segir okkur það að börn fædd snemma á árinu eru kannski heima fyrstu tvö og hálfa árið ef þau fá ekki pláss hjá dagfor­ eldri. Það er nefnilega alls ekki sjálf­ gefið að fá pláss hjá dagforeldrum í dag og þú þarft helst að hringja og setja þig á margra blaðsíðna biðlista um leið og það er pissað á prikið. Þessu þarf að breyta. Eftir að barn kemur í heiminn er ekki óalgengt að spítalaheimsóknir séu margar fyrstu mánuðina og árin. Ég þekki það vel sjálf með tvö lítil kríli með ofnæmi, exem, síendur­ teknar eyrnabólgur. Hvað ætli ég hafi þurft að keyra oft til Reykja­ víkur í klukkutíma með grátandi barn í aftursætinu til að geta talað við barnalækni, háls­, nef og eyrna­ lækni eða ofnæmislækni? Þessu þarf að breyta. Ég vil að hér í Reykjanesbæ eigi að vera hægt að tryggja öllum börnum dagvistun að loknu fæðingarorlofi og að hér sé að sjálfsögðu barnalæknir á vakt, alla daga. Svo vil ég í lokin líka nefna það að það væri auðvitað frábært að fá hollari skyndibitastaði og gott kaffihús í bæinn, að ekki sé minnst á eins og eina glæsilega mathöll eins og til dæmis hefur verið reist á Sel­ fossi – en tölum um það næst. Skilaboð frá heilsugæslu HSS Ágætu Suðurnesjabúar, við á heilsugæslunni höfum fengið töluverða gagnrýni undanfarna daga vegna aðstöðu og skipulags í Covid­sýnatöku á Iðavöllum 12a. Við erum að fara í gegnum óvenjulega tíma þar sem verk­ efnin eru stór sem okkur eru falin og virðist ekkert lát á. Við reynum þó að gera þetta eins vel og okkur er unnt án þess að þurfa að skerða þjónustu á heilsugæslustöðinni á meðan. Fjöldi þeirra sem fá strikamerki í sýnatöku á hverjum fimmtán mín­ útum ræðst af því sem húsnæðið og aðkoma þola. Allir sem fá strikamerki í ein­ kennasýnatöku fá nákvæma tíma­ setningu í sýnatökuna. Skipulagið hjá okkur miðast við þær tímasetn­ ingar. Þegar fáir mæta í uppgefinn tíma fer skipulagið úr skorðum og langar raðir myndast. Þeir sem koma í sýnatöku eftir sóttkví eða smitgát fá ekki ákveðna tímasetningu en geta mætt á opn­ unartíma. Skipulagið hefur and­ rými fyrir þá, ef aðrir mæta á þeim tímum sem þeim var úthlutað. Opið er til kl. 11:30 á virkum dögum. Ef þeir sem eru að koma í sýnatöku eftir sóttkví eða smitgát, koma að sýnatökustað og sjá langar raðir má skreppa frá og koma aftur fyrir kl. 11:30. Mikilvægt er að þeir sem eru að fara í einkennasýnatöku mæti á þeim tíma sem skilaboðin segja til um. Öll sýni fara í sömu ferð á veiru­ fræðideildina. Ágætu Suðurnesjabúar, vinsam­ lega hjálpið okkur að láta þetta ganga vel. Starfsfólkið reynir sitt allra besta í þessum erfiðu að­ stæðum. Við erum öll í þessu saman. Með vinsemd og virðingu, heilsugæsla HSS. Val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins Andri Örn Víðisson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ. Þann 20. janúar mun fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ koma saman til að taka ákvörðun um hvaða leið verður viðhöfð við val á framboðslista flokksins til sveitarstjórnarkosninga í vor. Stjórn fulltrúaráðsins mun leggja til að efnt verði til prófkjörs enda rík hefð fyrir því innan Sjálfstæðis­ flokksins. Flokkurinn er breið­ fylking fólks með fjölbreytta hæfni og reynslu og það er mikilvægt að það fái tækifæri til að gefa kost á sér; alveg eins og það er mikilvægt fyrir sjálfstæðismenn að fá tæki­ færi til að velja frambjóðendur flokksins með beinum hætti. Það liggur fyrir að það verði umtalsverðar breytingar á bæjar­ stjórn Reykjanesbæjar í vor. Odd­ vitar tveggja framboða eru komnir á þing og dæmi er um að framboðs­ listar sem buðu fram síðast munu hverfa af sviðinu. Það eru því mikil tækifæri fyrir öfluga einstaklinga með hugsjónir til að taka þátt í að móta samfélagið sitt með því að taka þátt í sveitarstjórnarmálum og þá sérstaklega í gegnum starf Sjálfstæðisflokksins. Því hvet ég allt sjálfstæðisfólk til að taka þátt í kraftmiklu starfi flokksins og alveg sérstaklega ef efnt verður til prófkjörs. Þá er mikilvægt að sem flestir taki þátt í slíkri lýðræðis­ veislu til að ná fram besta mögu­ lega framboðslista. Í prófkjöri yrði kosið að minnsta kosti um jafn mörg sæti og flokk­ urinn á fulltrúa í bæjarstjórn og í mesta lagi tvöfalt fleiri. Það er að segja, að minnsta kosti þrjú og mest sex efstu sætin. Það mun kjörnefnd ákveða ákveða ásamt nánari útfærslu og auglýsa eftir framboðum. Almennar upplýsingar um þessi mál og skipulagsreglur flokksins er hægt að nálgast inn á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, xd.is. JÖFNUNARSTYRKUR TIL NÁMS Umsóknarfrestur á vorönn 2022 er til 15. febrúar n.k. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Menntasjóði náms- manna geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem að stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu • sinni vegna náms). • Akstursstyrkur (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili • fjölskyldu fjarri skóla). Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á Mitt Lán sem aðgengilegt er í gegnum heimasíðu okkar www.menntasjodur.is eða island.is. Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef Menntasjóðs námsmanna (www.menntasjodur. is). Menntasjóður námsmanna Námsstyrkjanefnd 12 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.