Víkurfréttir - 19.01.2022, Side 15
„Ég hef haft mikinn áhuga á myndavélum frá því að ég var tólf ára. Þá fékk ég GoPro myndavél í gjöf
frá mömmu og pabba og síðan keypti ég mér glænýja Canon myndavél fyrir allan fermingarpening-
inn minn,“ segir Pálmi Rafn Arinbjörnsson, einn yngsti atvinnumaður okkar í knattspyrnu en hann
hefur leikið í markinu hjá yngri liðum úrvalsdeildarliðsins Wolves, eða Úlfanna í Englandi.
Pálmi fór utan þegar hann var að
verða sextán ára og er búinn að vera
í tvö ár og gengur vel. Úlfarnir sáu
mikla möguleika í markverðinum úr
Njarðvík og fyrst um sinn fór móðir
hans með honum til ensku borgar
innar. Nú er okkar maður einn og
stundar nám samhliða fótboltanum
„Þetta er svokallað Btech nám,
ekki ólíkt afreksbraut í Fjölbrauta
skóla Suðurnesja. Öll lið í efstu deild
í Englandi skaffa yngri leikmönnum
sínum þetta nám.
Myndavél á milli æfinga
Pálmi Rafn stofnaði nýlega síðu á Yo
uTube þar sem hann hefur nú sett
inn nokkur myndbönd.
„Ég var alltaf að taka myndbönd
eða myndir hér og þar en hætti því
þegar ég fór út til Englands, missti
áhugann dálítið, held ég hafi verið
hræddur um álit annarra – en sein
ustu mánuði hefur mér verið að
leiðast mikið á daginn þar sem ég
bý einn og ekki er alltaf hægt að
hafa einhvern hjá sér útaf Covid. Ég
var kominn í óheilbrigða rútínu að
koma beint heim eftir æfingu og sitja
í tölvunni þangað til ég fór að fara
sofa, þannig ég ákvað að kaupa mér
flotta myndavél til að nýta dagana
mína betur. Ég sé alveg fyrir mér að
þetta er eitthvað sem mig langar að
vinna við þegar fótboltinn er búinn.
Stefnan var alltaf að mennta mig á
þessu sviði áður en mér var boðið
út í fótboltann.“
Fótbolti alla daga
Pálmi Rafn hefur undanfarið leikið
með einu af unglingaliðum Wolves
og gengið vel. „Það gengur bara vel
í fótboltanum. Við komumst áfram í
bikarkeppninni rétt fyrir jól á móti
Salford City. Þá lék ég í fyrsta sinn á
Molineux leikvanginum. Núna þarf
ég bara að ná að spila eins marga
leiki og ég get til þess að undirbúa
mig fyrir milliriðil á undankeppni
EM með U19 landsliðinu – og von
andi vinna riðilinn og komast áfram
á EM.“
Hefurðu sótt leiki hjá úrvalsdeildar-
liði Wolves í ensku deildinni?
„Ég hef ekki verið svo duglegur að
mæta á leiki hjá aðalliðinu. Aðal
lega út af Covid, fullur leikvangur
og enginn með grímur. Ég hef ekki
viljað eiga á hættu að þurfa að fórna
tíu dögum frá bolta til að horfa á
leik hjá þeim – en vonandi lagast
ástandið og ég get byrjað að mæta
á alla heimaleiki,“ segir Pálmi Rafn.
Markvörðurinn myndar í Úlfa-borginni
Pálmi Rafn Arinbjörnsson mundar Canon myndavélina á milli æfinga og leikja í í Englandi.
Nokkrir Suðurnesjamenn eru
meðal stuðningsmanna Íslands
á EM í handbolta. Gísli H. Jó-
hannsson, verslunarstjóri í Húsa-
smiðjunni í Reykjanesbæ og fyrr-
verandi handboltadómari hefur
verið fastagestur á EM-mótum sem
Ísland hefur verið þátttakandi í.
„Þetta er alltaf geggjað, svakaleg
stemmning. Svo er þetta flott borg
þannig að við nýtum dagana sem Ís
land er ekki að leika til að fara í skoð
unarferðir, förum í vínsmökkun og
út að borða,“ sagði Gísli við VF sem
verður alla undankeppnina og ef Ís
land kemst áfram nær hann allavega
fyrsta leik í úrslitakeppninni.
Gísli hefur farið á níu af síðustu
tólf stórmótum hjá Íslandi, fór fyrst á
Evrópumót í Austurríki 2012. Hann
segir að Íslandshópurinn horfi á tvo
leiki á dag. Núna var til dæmis horft
á fyrsta leik heimamanna, Ungverja,
gegn Hollandi. „Það var svolítið
magnað, 23 þúsund áhorfendur í
höllinni og 21 þúsund af þeim heima
menn, Ungverjar.“
Hvað er eftirminnilegast úr þessum
ferðum þínum?
Það stendur eiginlega upp úr þegar
ég fór til Katar 2015 en þá var ég í
hópi stuðningsmanna sem var boðið
á mótið. Hver þátttökuþjóð mátti
bjóða tuttugu manns. Allt gert til
þess að það yrðu einhverjir áhorf
endur á mótinu. Það var gaman en
gengi Íslands ekki mikið, gátum ekki
neitt í þessu móti. Annars er hluti af
þessu að hitta gamla vini. Þetta er í
raun eins og stórt ættarmót hjá Ís
lendingum,“ segir Gísli.
Fleiri Suðurnesjamenn eru á
Evrópumótinu. Félagarnir og skóla
mennirnir Hjálmar Árnason og
Ólafur Arnbjörnsson ásamt Magnúsi
Guðjónssyni hjá Heilbrigðiseftirliti
Suðurnesja eru saman í Íslandsfjöri
í Búdapest. „Við fórnum okkur fyrir
liðið. Þetta er bara frábært. Skoðum
borgina og merkilega staði á milli
leikja,“ sagði Hjálmar í stuttu spjalli
við Víkurfréttir.
Suðurnesjamenn með stuðningsfólki
Íslands á EM í handbolta:
Gísli H. Jóhannsson hefur sótt níu af tólf síðustu
stórmótum Íslands í handbolta. Vínsmökkun og
skoðunarferðir á milli leikja í Búdapest í Ungverjalandi.
Gísli, Magnús Guðjónsson, Hjálmar Árnason og Ólafur Arnbjörnsson tilbúnir
í leik með Íslandi. Stuð á staðnum eins og hinar myndirnar sýna.
Eins og stórt ættarmót
Páll Ketilsson
pket@vf.is
Pálmi Rafn hefur staðið
sig vel hjá Úlfunum.
YouTube-síða Pálma Rafns
vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár // 15