Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2022, Side 1

Víkurfréttir - 23.02.2022, Side 1
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM studlaberg.is Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER NET SÍMI SJÓNVARP K a p a l v æ ð i n g • H a f n a r g a t a 2 1 • 4 2 1 4 6 8 8 w w w . k v . i s • k v @ k v . i s Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar FLJÓTLEGT OG GOTT! Toppur Sítrónu, 0,5 L 55% 99 kr/stk áður 219 kr Prótein kleinuhringir 3. tegundir Corny Big Allar tegundir, 50 g 337 kr/stk áður 449 kr 25% 29% 99 kr/stk áður 139 kr Thelma Dís Ágústsdóttir er 23 ára og býr í Muncie í Indiana og leikur með Ball State University. SJÁ VF SPORT 1000 stig Thelmu Ellefu manns taka þátt í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fram fer laugardaginn 26. febrúar næst- komandi. Margrét Sanders, odd- viti flokksins, er ein sem býður sig fram í efsta sæti en mikið er af nýju fólki sem gefur kost á sér. Meðal sex efstu frambjóðendanna frá 2018 eru aðeins tveir sem bjóða krafta sína áfram en auk Mar- grétar býður Anna S. Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi sig fram í 2.–3. sæti. Guðbergur Reynisson og Eyjólfur Gíslason bjóða sig báðir fram í 2. sætið, Helga Jóhanna Oddsdóttir sækist eftir 3. sæti og Alexander Ragnarsson 3.–4. sæti. Aðrir frambjóðendur eru Eiður Ævarsson (4. sæti), Gígja S. Guð- jónsdóttir (4. sæti), Steinþór Jón Gunnarsson (5. sæti) og Guðni Ívar Guðmundsson (6. sæti). Sjálfstæðisflokkurinn var með 22,9% atkvæða í síðustu kosn- ingum og hlaut 3 bæjarfulltrúa. Flokkurinn hefur síðustu tvö kjörtímabil verið í minnihluta í bæjarstjórn en var þrjú kjör- tímabil þar á undan með hreinan meirihluta undir stjórn Árna Sig- fússonar, bæjarstjóra. Síðan þarf að leita allt til kjörtímabilsins 1986–1990 þegar sjálfstæðis- menn voru ekki í meirihluta. Sveitarstjórnarkosningar verða 14. maí. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ríða á vaðið í undir- búningi kosninga og eru fyrstir til að ákveða röð á lista sem þeir gera nær undantekningarlaust með prófkjöri. Framkvæmdir við Njarðvíkurskóla sumarið 2021 fóru 82% fram úr kostnaðaráætlun en Ístak var með lægsta tilboðið fyrir 102,4 millj- ónir króna. Lokauppgjör var hins vegar 186 milljónir króna. Bæði meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bókuðu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, útskýrði framúrkeyrsluna en í bókun- inni sem hann flutti segir að bæjarstjórn ítreki mikilvægi þess að starfsmenn upplýsi tafarlaust þegar upp komi frávik frá áður samþykktri fjár- hagsáætlun. Margrét Sanders, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í bókun að snemma í ferlinu hafi verið ljóst að framkvæmdin yrði umfangsmeiri og þar af leiðandi kostnaðarsamari. Þrátt fyrir það hafi aldrei verið lögð fram kostnaðaráætlun til sam- þykkis. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að þegar í ljós koma vankantar í framkvæmdum á vegum bæjarins sé staldrað við og umfang sem og áætlun verksins endurmetið og fari síðan í formlegt samþykki, þannig að hægt sé að veita aðhald í framkvæmdum,“ segir m.a. í bókuninni. Meðal atriða sem þurfti að laga umfram upp- haflega áætlun var lagfæring á ónýtu loftræsti- kerfi, rakaskemmdir voru verulegar, laga þurfti starfsmannaaðstöðu og þá stóðust burðarvirki og brunarvarnir ekki kröfur. 82% fram úr áætlun Framkvæmdir við Njarðvíkurskóla: Sjálfstæðisflokkurinn: Ellefu í prófkjöri í Reykjanesbæ Fjölmörg fiskiskip leituðu vars á Stakksfirði í óveðrinu sem geisaði á þriðjudaginn. Hér má sjá grindvísku togarana Hrafn Sveinbjarnarson GK og Tómas Þorvaldsson GK á milli háhýsa við Pósthússtræti í Keflavík. Auk togara voru einnig loðnuskip í vari á Stakksfirði en loðnuskipin hafa verið á veiðum skammt undan Reykjanesskaganum á síðustu dögum. VF-mynd: Hilmar Bragi Mikil uppbygging hjá Golfklúbbi Grindavíkur SJÁ VF SPORT Miðvikudagur 23. febrúar 2022 // 8. tbl. // 43. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.