Víkurfréttir - 23.02.2022, Qupperneq 14
„Nei, það er nú ekki langt síðan ég fór
að fikta við tölvur. Björgvin tengda-
sonur minn keypti þessa fyrir mig í
Reykjavík,“ segir Gunnar þegar hann
sýnir útsendurum Víkurfrétta nýja
fartölvu sem hann hefur fengið í
hendurnar og notast við daglega.
„Ég er að ná í blöðin og frétta-
miðla en svo er ég aðallega í tón-
listinni,“segir Gunnar í samtali við
blaðamann.
Gunnar segist hafa gaman af Yo-
utube myndveitunni. „Ég er svolítið
drjúgur í tónlistinni og þykir gaman
af allri dansmúsík,“ segir hann og
bætir við: „Svo er það bara að spila
kapal. Maður getur legið alveg í
honum.“
Þú ferð mikið inn á Youtube og þar
er mikið af efni.
„Já, það er mikið af efni sem
maður finnur þar. Það klikkar nú
stundum þegar ég er að leita þar en
ég byrja þá bara aftur.“
Er langt síðan þú lærðir að bjarga
þér á tölvu?
„Nei. Þegar ég fékk þessa tölvu, þá
kenndu dætur mínar mér að komast
inn á þetta. Ég var nú svolítið lengi
að átta mig á þessu. Ég þurfti að
spyrja oft um sömu atriðin,“ segir
Gunnar og hlær. „En svo kom þetta
smátt og smátt.“
Heldur þú að það sé algengt hjá
eldra fólki að það nýti sér tölvur?
„Það er örugglega misjafnt. Sumir
eru alveg á kafi í þessu. Ég var að
hugsa um að læra á heimabankann,
en læt Lovísu dóttur mína bara um
það fyrir mig.“
Þannig að þú ferð ekkert í heima-
bankann sjálfur til að skoða?
„Nei, ég þarf þess ekki. Dóttir mín
er búin að sýna mér hvernig þetta
virkar, en ég held að ég nái því ekki,“
segir Gunnar og kímir. Þá segist
hann heldur ekki vera kominn að því
að „gúggla“ á netinu til að leita sér
upplýsinga. Hann láti frekar Youtube
leiða sig áfram í flakki um heima
danstónlistar og fleira í þeim dúr.
Til í að læra á Google
Blaðamaður býðst til að sýna
Gunnari hvernig á að nota leitar-
vélina á netinu. „Þú mátt sýna mér
það en þarft jafnvel að gera það oftar
en einu sinni svo ég nái því.“
Gunnar er jafnframt kominn með
snjallsíma en segist ekki vera með
nein öpp eða gögn þar. Hann sé bara
til að hringja og taka á móti sím-
tölum.
Gunnar hefur næstum lifað heila
öld og tímarnir eru mikið breyttir frá
því hann var ungur maður. Þá voru
ekki tölvur.
„Þá var bara penni og blað og allt
skrifað,“ segir hann.
Virkur þátttakandi í heilsueflingu
Heilsuefling Janusar í Reykjanesbæ
berst í tal en Gunnar hefur verið
þátttakandi í því verkefni frá upp-
hafi og er enn að.
„Ég hef verið að mæta tvisvar í
viku eins og þetta var en það hefur
alveg dottið út eitt og eitt skipti og
þá sérstaklega þegar það er leiðinda
veður eins og verið hefur undan-
farið.“
Ertu ennþá að keyra?
„Já, já, ég er með bílpróf.“
Eru læknarnir ekkert að skoða
sjónina svo þú haldir prófinu?
Jú. Það var í fyrra og þá var ég
búinn að fara yfir alla stafina og
læknirinn bara glápir á mig. Ég varð
að gjöra svo vel að lesa aftur. Hann
trúði mér ekki og ég spurði hann
hvers vegna hann horfði svona á
mig en hann svaraði því ekki,“ segir
Gunnar og hlær af atvikinu. Gunnar
fékk vottorðið hjá lækninum og er
ennþá með gild ökuréttindi. Það
er stutt síðan Gunnar fór til augn-
læknis þar sem augnbotnarnir voru
skoðaðir og sagðir vera eins og hjá
ungmenni.
Hefur það haft góð áhrif á þig að
stunda þessa heilsurækt?
„Já. Ég held að ég hafi byrjað
alltof seint á þessu. Þetta er helvíti
gott svona passlega mikið. Ef maður
reynir of mikið á sig þá verður maður
þreyttur. Ef þetta er allt í hófi þá er
þetta bara mjög gott og það er gott
að halda því bara svoleiðis.“
Heldur áfram á meðan
heilsan leyfir
Gunnar ætlar að halda áfram í rækt-
inni eins og hann getur og meðan
heilsan leyfir. Það gangi vel og ef
eitthvað klikki, þá bara klikki það,
segir hann. Gunnar er líka duglegur
að stunda ræktina heimavið. Hann
er með þrekhjól heima hjá sér sem
hann notar daglega. Þá er einnig oft
sett dansmúsík á fóninn og tekin
spor í stofunni. Það gerði Gunnar
einmitt fyrir blaðamenn Víkurf-
rétta og myndskeið af því má sjá í
rafrænni útgáfu blaðsins.
Þú ert að dansa líka, er það ekki?
„Já, já. Við ætluðum að fara að
byrja starfið núna eftir Covid-ið en
við mættum ekki nema tvö. Það þarf
eitthvað að láta vita betur af þessu.
Ég hitti einmitt eina stúlkuna í göng-
unni í morgun og hún vissi ekkert af
því að dansinn væri byrjaður, þannig
að það þarf að láta vita betur af
honum.“
Nærri aldargamall og
keypti sér nýja fartölvu
Það er áhugavert
að heyra af fólki
sem er næstum
99 ára gamalt og
er að læra á tölvur
og notfæra sér þá
tækni í daglegu lífi.
Gunnar Jónsson,
íbúi í þjónustuíbúð
á Nesvöllum, var að
endurnýja fartölv-
una sína sem hann
notar daglega.
Ég er svolítið
drjúgur í
tónlistinni og þykir gaman af
allri dansmúsík. Svo er það
bara að spila kapal. Maður
getur legið alveg í honum.
Páll Ketilsson
pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Gunnar tók dans fyrir
Víkurfréttamenn.
Var með kúrekabeltið
klárt en vantaði bara
kúrekahattinn.
14 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM