Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2022, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 23.02.2022, Qupperneq 17
Flothetta í samstarf við Bláa lónið Bláa lónið og fyrirtækið Flothetta hafa hafið samstarf um einstakar flot- meðferðir þar sem farið er djúpt inn í heim vatnsslökunar. Flotmeðferð er afurð fyrirtækisins Flothettu og er djúpslakandi upplifunarhönnun, þróuð út frá flotbúnaði Flothettu. Ferlið er úthugsað með það að leiðarljósi að þáttakendur upplifi djúpa slökun, vellíðan og endurnæringu. Sérstaða flotsins í Bláa lóninu byggist einnig á þeim virku efnum lónsins en kísill, þörungar og steinefnin í vatninu hámarka upplifunina með endurnærandi áhrifum. Umsjón verður í höndum viðurkenndra flotmeðferðaraðila sem allir hafa lokið námskeiði í umsjón flotmeðferða og uppfylla kröfur um þekkingu og öryggi í vatnsmeðferðarvinnu. Þess má geta að flotmeðferð Flothettu var tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020. Flotbúnaður Flothettu er hannaður af Unni Valdísi Kristjánsdóttur, vöru- hönnuði og frumkvöðli í vatnsmeð- ferðum hér á landi, og gengur hann undir nafninu Flothetta. Hugmynda- fræði Flothettu er innblásið af áhuga Unnar Valdísar að vinna með heita vatnið til heilsueflingar, slökunar og í lækningaskyni. Flothettan kom fyrst á markað árið 2012 og frá þeim tíma hefur áhuginn á floti aukist og það fest sig í sessi hér á landi. Samstarfið við Bláa lónið er síðan framfaraskref, því enginn annar baðstaður býður upp á flotmeðferðir af sama metnaði og fagmennsku. Það má því segja að upplifunin sé einstök svo ekki sé talað um einstakt umhverfi og eigin- leikar Bláa lóns vatnsins. Boðið verður upp á þrenns konar upplifanir í Bláa lóninu; ein- staklingsflot, paraflot og hópaflot. Flotbúnaður Flothettu sér um að halda þátttakendum á floti á meðan meðferðaraðilinn veitir mjúka með- höndlun og nudd á meðan flotið er. Flotmeðferð er djúpt og heilandi ferðalag þar sem gestir eru leiddir af mýkt og öryggi inn í kyrrð og eftir- gjöf þyngdarleysis. Allt miðar þetta að því að næra og örva heilbrigt orkuflæði líkamans og losa út nei- kvæð áhrif streitu. Lögð er áhersla á algjöra endurnæringu í gegnum djúpt slökunarástand í þyngdar- leysinu og að losa um alla spennu líkamans með mjúkum teygjum, togi og nuddi. „Við erum mjög spennt og ánægð með samstarfið við Flothettu. Flot- meðferðum í Bláa lóninu hefur nú þegar verið sýndur mikill áhugi og eru þær einstök viðbót við þær með- ferðir í vatni sem við bjóðum upp á í Bláa lóninu,“ segir Eyrún Sif Eggerts- dóttir, forstöðumaður baðstaða og verslana hjá Bláa lóninu. Allt um Reykjanesbæ á einum stað Reykjanesbær hefur opnað heima- síðuna Visit Reykjanesbær þar sem má nálgast margvíslegar upp- lýsingar um Reykjanesbæ og þá afþreyingu sem þar er í boði fyrir börn og fullorðna. Megintilgangur síðunnar er að kynna Reykjanesbæ fyrir ferða- mönnum jafnt sem heimafólki auk þess að vera alhliða vettvangur fyrir verslun og þjónustu. Meðal efnis á síðunni er listi yfir fjöl- breytta veitingastaði og gistingu á svæðinu auk upplýsinga um samgöngur. Sérstakur hluti er svo helgaður útivist og má þar til að mynda finna hinar ýmsu göngu- leiðir á Reykjanesinu. Á síðunni er einnig viðburða- dagatal með yfirliti yfir helstu við- burði sem fram fara í bænum og þar er hægt að senda inn nýja við- burði og uppákomur til birtingar í dagatalinu. „Það er okkar markmið að Visit Reykjanesbær verði í framtíðinni sá staður þar sem hentugast er að nálgast upplýsingar um Reykja- nesbæ þannig að bæjarbúar, gestir og ferðamenn getið notið þess sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða,“ segir í frétt frá Reykja- nesbæ. FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 17

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.