Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2022, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 23.02.2022, Blaðsíða 20
Afmælissýningu Leikfélags Keflavíkur, Fyrsti kossinn, lauk um liðna helgi eftir tuttugu og fjórar sýninga sem jafnframt er sýningamet í Frumleikhúsinu. Það er að vera komið hálft ár síðan æfinga- ferlið hófst og áhorfendur eru sammála um að þessi sýning hafi verið algjörlega frábær og eigi fullt erindi í atvinnuleikhúsin. Því var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, sammála en hann mætti á sýningu um liðna helgi og skemmti sér konunglega. Guðni kom baksviðs að lokinni sýningu og hrósaði sýningunni og leikurunum í hástert og sagðist hafa átt skemmtilega kvöldstund í Frumleik- húsinu. Þetta er reyndar í annað sinn sem forsetinn kemur á sýningu en áður kom hann með fjöl- skylduna á Dýrin í Hálsaskógi. „Auðvitað er okkur mikill heiður sýndur þegar sjálfur forsetinn gefur sér tíma til þess að kíkja á leiksýningar hjá okkur og erum stolt af því,“ sögðu leikararnir og nefndu um leið á að textahöfundurinn Þorsteinn Eggertsson og meðlimir Hljóma og Trúbrots þeir Gunnar Þórðarson og Erlingur Björnsson hefðu einnig mætt og fundist stórkostlegt að heyra og sjá þetta tímamótaverk sem hefur að geyma lög sem Rúnar heitinn Júlíusson gerði ódauðleg. Sýningin er eins og áður sagði sett upp í tilefni 60 ára afmæli Leikfélags Keflavíkur og skrifuð af þeim Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaugi Ómari Guðmundssyni. Sýningin er jafnframt sú 100. frá stofnun Leikfélags Kefla- víkur ef rétt er talið. Leikfélagar vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem gáfu sér tíma til þess að kíkja á sýninguna í Frumleikhúsinu og studdu þannig við öflugt starf félagsins. Forseti Íslands sá Fyrsta kossinn hjá Leikfélagi Keflavíkur Deildir Dagsetning Dagur Tími Staður 1. deild 3. mars 2022 Fimmtudagur Kl. 17:00 Krossmóa 4, 5. hæð Keflavík norðan Aðalgötu 2. deild 3. mars 2022 Fimmtudagur Kl.17:00 Krossmóa 4, 5. hæð Keflavík sunnan Aðalgötu 3. deild 3. mars 2022 Fimmtudagur Kl. 17:00 Krossmóa 4, 5. hæð Njarðvík, Hafnir, Vogar 4. deild 1. mars 2022 Þriðjudagur Kl. 17:00 Sjómannastofan Vör Grindavík 5. deild 2. mars 2022 Miðvikudagur Kl. 18:00 Efra Sandgerði Sandgerði 6. deild 2. mars 2022 Miðvikudagur Kl. 17:00 Réttarholtsvegi 13, Garði Garði 8. deild 28. febrúar 2022 Mánudagur Kl. 17:00 Nettó – Miðvangi 41, Hafnarfirði Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes, Reykjavík FUNDABOÐ AÐALFUNDIR DEILDA KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA VERÐA HALDNIR SAMKVÆMT SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS SEM HÉR SEGIR: Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409 20 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.