Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2022, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 23.02.2022, Qupperneq 22
Þetta er í fyrsta skiptið sem unglingamótaröð af þessu tagi er spiluð á Íslandi og greinilegt að þörfin er mikil enda var þátttaka í þessu fyrsta móti frábær og fór langt fram úr væntingum. Alls mættu 26 keppendur til leiks en keppt var í drengja- og stúlknaflokkum níu til tólf ára og þrettán til átján ára. Fjórar umferðir verða spilaðar á þessu ári og verður næsta umferð spiluð þann 9. apríl. Eftir mótið var haft eftir Matthíasi Erni, forseta ÍPS, á vefsíðu ÍPS (dart.is) að framtíðin væri svo sannarlega björt í pílukasti. „Það er mjög mikilvægt að hlúa vel að yngstu iðkendum íþróttarinnar því þau eru fram- tíðin. Það var magnað að horfa á þau kasta í dag og sjá hversu góð þau eru og hvað þau geta orðið góð ef þau halda áfram að æfa sig. Eins verður að þakka foreldrum sem stóðu sig með prýði og aðstoðuðu við að skrifa leiki og hrósa og hugga eftir því sem gekk í mótinu. Einnig vill ég þakka Pílufélagi Reykjanesbæjar sem tóku gríðarlega vel á móti okkur, gáfu öllum keppendum mat og drykki og voru alltaf til staðar.“ Njarðvíkingar sigursælir Bikarglíma Íslands ásamt Bikarglímu Íslands sextán ára og yngri voru haldin í íþróttamiðstöð Hvolsvallar um síðustu helgi. Voru það fyrstu glímumót ársins en fresta þurfti mótum í janúar vegna þágildandi sam- komutakmarkana. Njarðvíkingingar urðu í þriðja sæti liða en Þjótandi sigraði þetta árið og Dímon hlaut annað sætið. Bikarmeistaramót unglinga og fullorðina: Njarðvíkingar hafa látið til sín taka í fangbragðaíþróttum að undanförnu og var deildin sú stærsta á landinu á síðasta ári. Miklar framfarir hafa orðið hjá deildinni og til að mynda átti Njarðvík glímukonu ársins 2021, Heiðrúnu Fjólu Pálsdóttur, að mati Glímusambands Íslands. Heiðrún var hins vegar fjarri góðu gamni þetta árið en stórt skarð var hoggið í hóp flestra keppnisliða vegna Covid- smita. Þrátt fyrir fjarveru bestu glímu- konu Íslands stóðu Njarðvíkingar sig ótrúlega vel. Gunnar Örn Guð- mundsson, glímumaður Reykjanes- bæjar, sigraði -80 kg flokk unglinga og í stað þess að keppa í -80 kg flokki fullorðinna valdi hann að keppa í opnum flokki en þar var léttasti keppandinn 20 kg þyngri en hann. Gunnar glímdi vel og hlaut þriðja sætið í þeim flokki. Jóhannes Pálsson, júdómaður Reykjanesbæjar, sigraði svo -80 kg flokk fullorðina en drengurinn er að- eins sautján ára gamall. Jóel Helgi Reynisson átti frábærar glímur og var þetta hans besta mót til þessa. Hann varð annar í +80 kg flokki unglinga en sótti í sig veðrið og sigraði -90 kg flokk karla. Í lok dags höfðu Njarðvíkingar landað sex bikarmeistaratitlum, fernum silfurverðlaunum og einum bronspeningi. Bikarglíma sextán ára og yngri: Þrír bikarmeistarar barna Sjö Njarðvíkingar kepptu í flokkum sextán ára og yngri, einn drengur og sex stúlkur. Þess má einnig geta að þessir keppendur eiga rætur sínar að rekja til sex mismunandi landa. Lena Andrejenko og Nderina Sopi urðu bikarmeistarar tólf ára stúlkna og Mariam Badawy varð bikarmeistari fjórtán ára stúlkna. Helgi Þór Guð- mundsson varð annar í flokki fjórtán ára drengja og Rinesa Sopi varð önnur í flokki fimmtán ára stúlkna. Shoukran Aljanabi varð svo þriðja í flokki sextán ára stúlkna. Árangurinn kemur ekki að sjálfu sér Þessi árangur er enn ein skraut- fjöðurin í hattinn hjá glímudeildinni. Góð æfingaaðstaða, styrkir frá fyrir- tækjum, sterk stjórn og stuðningur Reykjanesbæjar eiga stóran þátt í vexti og árangri deildarinnar og vexti glímunnar á öllu landinu. DEILDARSTJÓRI FRÆÐSLUÞJÓNUSTU SUÐURNESJABÆJAR Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar óskar eftir öflugum og skapandi leiðtoga í starf deildarstjóra fræðsluþjónustu. Suðurnesjabær er næst stærsta sveitafélagið á Suðurnesjum með um 3.800 íbúa og um 280 starfsmenn. Í sveitarfélaginu eru tveir leikskólar, tveir grunnskólar og tónlistarskólar. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Þá sinnir fjölskyldusvið einnig félags- og fræðslumálum fyrir sveitarfélagið Voga á grundvelli samnings, þar sem er einn leikskóli og einn grunnskóli. Helstu verkefni og ábyrgð ■ Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi fræðsludeildar. ■ Eftirfylgni með lögum og reglugerðum um leik-, grunn- og tónlistaskóla. ■ Eftirlit og umsjón með aðbúnaði, skipulagi og árangri skólastarfs í samvinnu við skólastjórnendur. ■ Stuðningur og ráðgjöf við að- ila skólasamfélagsins. ■ Tengiliður skóla m.a. við mennta- og barnamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. ■ Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. ■ Teymisvinna þvert á deildir og stofnanir sveitarfélagsins. ■ Starfsmaður fræðsluráðs. Menntunar- og hæfniskröfur ■ Leyfi til að nota starfsheitið kennari. ■ Framhaldsnám í stjórnun eða menntunarfræðum. ■ Farsæl reynsla af grunnskólakennslu, stjórnun og mannaforráðum. ■ Haldbær reynsla af áætlunargerð og greiningum. ■ Þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu er æskileg. ■ Leiðtogahæfni og góð færni í mannlegum samskiptum. ■ Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. ■ Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2022. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf deildarstjóra fræðsluþjónustu. Umsjón með starfinu hefur Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang gudrun@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is Daníel varð afmælis- mótsmeistari JSI Afmælismót JSI fór fram síðustu helgi en 40 keppendur frá átta klúbbum tóku þátt í mótinu. Daníel Dagur Árnason úr Judo- félagi Reykjanesbæjar vann til gull- verðlauna á mótinu í undir 21 árs -66 kg flokki þegar hann vann allar sínar viðureignir á Ippon. Þá vann Zofia Dreksa úr júdó- deild Grindavíkur einnig til gull- verðlauna í undir fimmtán ára flokki stúlkna. „Það er mjög mikilvægt að hlúa vel að yngstu iðkendum íþróttarinnar því þau eru framtíðin,“ – sagði Matthías Örn Friðriksson, for- maður Íslenska pílukastsambandsins, að lokinni fyrsta umferð unglinga- mótaraðar ÍPS og PingPong.is sem var spiluð síðasta laugardag í að- stöðu Pílufélags Reykjanesbæjar að Keilisbraut 755, Ásbrú. Mikill fjöldi ungra pílukastara reyndi fyrir sér á fyrsta stigamóti unglingamótaraðar ÍPS og PingPong.is. Allir skemmtu sér hið besta eins myndirnar sýna. VF: JPK Matthías Örn, formaður ÍPS. sport

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.