Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Side 2

Víkurfréttir - 04.05.2022, Side 2
Sveitarfélagið stóðst áraun heimsfaraldurs Bókun vegna ársreiknings Reykjanesbæjar og stofnana fyrir árið 2021 „Þessi síðasti ársreikningur kjör- tímabilsins sýnir að sveitarfélagið hefur staðist þá áraun sem heims- faraldur hafði í för með sér og er tilbúið til að standa undir þeirri þjónustu sem veita þarf til fram- tíðar,“ segir í bókun meirihluta Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem lögð var fram á fundi hennar þriðju- daginn 3. maí. Þar segir jafnframt: „Heildartekjur samstæðu (A og B hluta) voru 28,1 milljarður og rekstr- argjöld 23,2 milljarðar. Að teknu tilliti til afskrifta, fjármagnsliða og skatta var niðurstaðan jákvæð um 317 milljónir en í áætlun hafði verið gert ráð fyrir 2,5 milljarða halla á samstæðu sveitarfélagsins. Heildartekjur bæjarsjóðs (A hluta) voru 21,8 milljarður og rekstrargjöld bæjarsjóðs námu 18,2 milljörðum. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 3,6 milljarða en að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan jákvæð um 2,1 milljarð, en í áætlun hafði verið gert ráð fyrir 2,9 milljarða halla á bæjar- sjóði. Það sem skýrir þessa jákvæðu niðurstöðu er að í ársreikningi er reiknuð einskiptis tekjufærsla vegna yfirtöku eigna frá Eignar- haldsfélaginu Fasteign yfir í bæjar- sjóð. Einnig má nefna að gjaldfærð lífeyrirskuldbinding var talsvert hærri en ráð var fyrir gert og hefur hún einnig veruleg áhrif á endanlega niðurstöðu. Hins vegar er með réttu hægt að halda því fram að sveitarfélagið standi sterkt þrátt fyrir að atvinnu- leysi á Suðurnesjum hafa farið í 24,5%. Atvinnuleysið minnkar hins vegar hratt þessa dagana og væntingar um að staðan verði orðin ásættanleg með fjölgun ferðamanna nú í sumar. Eiginfjárstaða sveitarfélagsins hefur batnað verulega og má þar nefna að árið 2014 ár er hrein eign bæjarsjóðs 2,1 milljarður en er nú 12,6 milljarðar. Hrein eign samstæðu eru nú 28,3 milljarðar en var 7,5 milljarðar í árslok 2014. Þess má geta að á þessum tíma hafa skuldir HS Veitna aukist um rúma 7 milljarða og hefur það áhrif á útreikning skuldahlut- falls/skuldaviðmiðs þrátt fyrir að það muni á engan hátt hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Skuldaviðmið er skv. reikningi 102% hjá bæjarsjóði og 120% í sam- stæðu sem er langt undir þeim við- miðunarreglum sem gilda um fjármál sveitarfélaga. Það er því ljóst að vel hefur tekist við að halda jafnvægi í rekstri um leið og lagt hefur verið í verulegar fjárfestingar án lántöku. Hin nýja og glæsilega bygging Stapa- skóli er gott dæmi um það. Þar sem nú er komið að lokum þessa kjörtímabils viljum við kjörnir fulltrúar Beinnar leiðar, Framsóknar- flokks og Samfylkingar nota tæki- færið og þakka öllum samskiptin, bæði samstarfsfólki í bæjarstjórn og starfsmönnum öllum. Þá hefur nefndarfólk unnið af kostgæfni við að láta hlutina ganga og viljum við þakka fyrir alla þá vinnu sem þau hafa lagt af mörkum. Nú tekur við nýr kafli og viljum við óska þeim velfarnaðar í störfum sínum sem taka við keflinu og stýra skútunni áfram en við erum stolt af þeim verkum sem við höfum fengið að vinna að og erum þess fullviss að framtíð Reykjanesbæjar er björt.“ FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Starfsmenn Brunavarna Suður- nesja hjálpuðu þremur einstakl- ingum út úr íbúð þar sem kraumaði reykur frá potti sem hafði gleymst á eldavél í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú klukkan korter yfir sex á sunnu- dagsmorgun. Reykkafarar fóru inn og fundu pott sem gleymst hafði á eldavél og fóru með hann út. Fólkinu var svo hjálpað við að komast út og íbúðin var reykræst. Reykur í íbúð frá potti á eldavélinni Lyfsalinn ehf. hefur samið við Aðaltorg ehf. um bygg- ingu nýs apóteks undir nafni Lyfjavals á reitnum við Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ. Apó- tekið verður bílaapótek, auk þess sem þar verður hefð- bundið apótek sem gengið er inn í. Apótek Suðurnesja flytur starfsemi sína í þetta nýja og glæsilega húsnæði undir lok árs. Apótek Suðurnesja var stofnað 1996 en hefur verið rekið sem hluti af Lyfjavali til fjölda ára. Við þessi tímamót mun apótekið verða rekið undir nafni Lyfja- vals. Lyfsalinn á og rekur þrjú apótek undir merkjum Lyfsalans og þrjú undir merki Lyfjavals. „Þetta eru mjög svo ánægjulegir tímar fyrir okkur starfsfólkið þar sem bílaapótekið verður án efa til þess að auka þjónustu okkar við íbúa á Reykjanesinu öllu. Okkur þykir staðsetningin einstaklega spennandi þar sem þetta svæði er svo miðsvæðis fyrir svo marga, ferða- menn og heimamenn í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ, “ segir Tanja Veselinovic, lyfsöluleyfishafi í Apóteki Suður- nesja. Hún hefur unnið sem lyfsali í Apóteki Suðurnesja í um tíu ár og segir að vissulega verði eftirsjá að fyrri stað- setningu og gamla húsinu en þessi breyting sé til hags- bóta fyrir alla. Stefnt er að því að Lyfjaval muni bjóða upp á lengri opnunartíma en hingað til á svæðinu. Gert er ráð fyrir opnun apóteksins undir lok árs. Ingvar Eyfjörð er framkvæmdastjóri Aðaltorgs. Hann segist hæst ánægður með að fá Lyfjaval inn á torgið sem byggist nú hratt upp. „Við erum ánægðir með að fá bílaapótek inn á torgið. Lyfjaval hefur mikla reynslu af því að reka bílaapótek og þessi þjónusta mun smellpassa inn í það þjónustu- framboð sem þarna er að byggjast upp og tilkynnt verður um á næstu vikum,“ segir Ingvar. Hann segir að eins og áður komi allir verktakar framkvæmdarinnar af Suður- nesjum. HUG Verktakar ehf. sjá um byggingu apóteksins ásamt Lagnaþjónustu Suðurnesja ehf., Nesraf ehf. og Ellerti Skúlasyni ehf. en hönnunin var í höndum Arkís Arkitektar og Verkís. Lyfjaval opnar bílaapótek í Reykjanesbæ Svavar Valgeirsson frá Lyfjavali tók fyrstu skóflustunguna á stórri jarðvinnuvél frá Ellerti Skúlasyni. Fulltrúar allra sem koma að framkvæmdinni standa við vélina. VF-mynd/pket. 2 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.