Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 4
Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.isá timarit.is Verzlun Þorláks Benediktssonar, sem rekin var í Akurhúsum í Garði frá árinu 1921 til ársins 1972, hefur gengið í endurnýjun líf- daga. Innréttingar verslunarinnar hafa verið settar upp í hlöðunni í Byggðasafninu á Garðskaga og allt umhverfi verslunarinnar endur- skapað. Gamla verslunin fær nú hlutverk móttöku byggðasafnsins og þar verður jafnframt safnbúð. Byggðasafnið á Garðskaga hefur nú verið opnað að nýju eftir tals- verðar endurbætur og endurskipu- lagningu. Við opnunina var skálað í appelsíni með lakkrísröri og var það í anda Verzlunar Þorláks Bene- diktssonar. Í þau 51 ár sem verslunin var rekin í Akurhúsum í Garði var það hápunkturinn hjá ungdómnum í Útgarðinum að fara í búðina og fá Egils appelsín í gleri með lakkrísröri. Ef það var ekki í boði þá voru í það minnsta keyptar karamellur. Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðu- maður Byggðasafnsins á Garð- skaga, Tanja Halla Önnudóttir, safn- vörður byggðasafnsins, og Jóhanna Kjartansdóttir, sem starfað hefur fyrir byggðasafnið í vetur, tóku á móti gestum í opnunarhófinu með framangreindum veitingum, sem í minningu Garðmanna einkenndu verslunina. Áður en gestum var boðið að skoða endurgerða verslunina var boðið upp á menningardagskrá í móttöku safnsins. Meðal annars léku nemendur og kennarar Tón- – við opnun Verzlunar Þorláks Benediktssonar í Byggðasafninu á Garðskaga Skálað í appelsíni listarskólans í Sandgerði á forláta hljóðfæri sem eru í safnkosti byggða- safnsins, rafmagnsgítar frá árinu 1965 og orgel sem talið er frá því í kringum aldamótin 1900. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, afhenti Byggða- safninu á Garðskaga einnig síðasta stimpil bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs og verður hann varðveittur á safninu. Fram kom í máli Margrétar, for- stöðumanns safnsins, að með opnun á endurgerðri Verzlun Þorláks Bene- diktssonar væri að opna sýning í mótun sem ætti að segja versl- unarsögu Garðs og Sandgerðis en á veggjum er að finna bæði myndir og texta sem segja frá verslunarsögu sveitarfélaganna sem nú eru Suður- nesjabær. Bætt verður inn munum með reglulegum hætti næstu vikur og mánuði, þannig að gestir geta komið aftur og aftur og séð breyt- ingar og nýja muni. Sumaropnun Byggðasafnsins á Garðskaga frá maí til september verður kl. 10–17 alla daga. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, afhenti Byggðasafninu á Garðskaga einnig síðasta stimpil bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs. Tanja Halla Önnudóttir, safnvörður, tók stimpilinn til varðveislu á safninu. Við opnunina var leikið á hljóðfæri úr safnkosti byggðasafnsins. Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins á Garðskaga, Tanja Halla Önnudóttir, safnvörður byggðasafnsins, og Jóhanna Kjartansdóttir, sem starfað hefur fyrir byggðasafnið í vetur, tóku á móti gestum í opnunarhófinu. Sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 14. maí 2022 KJÖRSTAÐIR Í SUÐURNESJABÆ Kjörfundur fyrir kjósendur í póstnúmerum 245 og 246 Sandgerði er í Sandgerðisskóla. Kjörfundur fyrir kjósendur í póstnúmerum 250 og 251 Garður er í Gerðaskóla. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjördagur sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022. Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00. Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Sandgerðisskóla sími 893 3730 Talning atkvæða fer fram á sama stað. Yfirkjörstjórn Suðurnesjabæjar 4 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.