Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 6
Eru tengsl milli Breiðdals- víkur og Suðurnesja? Suðurnesjamenn geta verið ansi sáttir með aprílmánuð sem nú er lokið, því mikið líf var í höfnunum þremur og afli góður. Mest var um að vera í Grindavík. Eftir að hrygningarstoppinu lauk fór allur línubátaflotinn sem var við veiðar utan við Sandgerði til Grindavíkur og hefur verið þar. Veiði bátanna var góð og skal hérna litið á nokkra. Rétt er að hafa í huga að bát- arnir lönduðu bæði í Sandgerði og Grindavík. Hafrafell SU með 289 tonn í 23 róðrum og Sand- fell SU með 279 tonn í 23 róðrum. Ansi mikill afli hjá þessum tveimur bátum sem eru í eigu Loðnuvinnsl- unar á Fáskrúðsfirði. Öllum afla af bátunum var síðan ekið til vinnslu á Fáskrúðsfirði. Kristján HF með 263 tonn í 20 róðrum. Auður Vésteins SU með 232 tonn í 23 róðrum. Gísli Súrsson GK með 199 tonn í 22 róðrum. Ind- riði Kristins BA með 191 tonn í átján róðrum. Háey I ÞH með 165 tonn í ellefu veiðiferðum og öllu landað í Grindavík. Daðey GK með 152 tonn í sextán róðrum. Sævík GK með 134 tonn í sextán, báðir líka í Grindavík. Dragnótabátar Nesfisks réru lítið í apríl, enda var mikill fiskur í boði á markaði og Nesfiskur keypti fiskinn þar í staðinn, enda er kvóti bátanna orðinn lítill. Tveir dragnótabátar sem réru frá Sandgerði fóru yfir 100 tonnin. Maggý VE var með 114 tonn í níu róðrum og Aðalbjörg RE sem var með 106 tonn í tíu. Hjá netabátum var Erling KE langhæstur af bátunum frá Suður- nesjunum. Hann var með 308 tonn í tuttugu róðrum og mest öllu landað í Sandgerði. Bátarnir hans Hólmgríms réru í apríl en Grímsnes GK réri reyndar aðeins til 11. apríl. Var hann þá búinn að landa 79 tonnum í níu róðrum. Öfugt við undanfarin ár þar sem að Grímsnes GK hefur stundað netaveiðar allt árið og verið með aflahæstu neta- bátum landsins þá mun svo ekki vera núna í ár, því ákveðið hefur verið að Grímsnes GK muni fara á rækjuveiðar og þá leggja upp hjá Meleyri á Hvammstanga, en það fyrirtæki á Nesfiskur. Grímsnes GK hefur haft rækjuheimild og fékk úhlutað um 97 tonnum af rækju núna en báturinn hefur ekki verið á rækju síðan árið 2016. Talandi um þennan bát , Grímsnes GK, sem við höfum nokkuð oft minnst á í þessum pistlum mínum, að núna er ég stað- settur á Breiðdalsvík og það snjóar og snjóar. Hélt að það væri komið sumar. Hmm. Næsti bær við Breið- dalsvík heitir Stöðvarfjörður. Árið 1963 kom þangað nýr bátur sem hét Heimir SU og var sá bátur gerður út að mestu til síldveiða fram til ársins 1967, þegar að nýr og stærri Heimir SU kom. Gamli Heimir SU var seldur til Hnífsdals og fékk þar nafnið Mímir ÍS. Með því nafni var báturinn gerður út í sjö ár, fram til 1974 þegar að báturinn var aftur seldur austur og þá til Eskifjarðar. Hét þá Hafalda SU. Báturinn kom til Suðurnesja árið 1978 þegar að Ásgeir hf. í Garði kaupir bátinn og fékk hann þá nafnið Ásgeir Magn- ússon GK. Árið 1981 fékk hann nafnið Árni Geir KE og 1985 kom nafn Happasæls KE á bátinn. Með því nafni var báturinn gerður út til 2001. Áður en báturinn fékk nafnið Grímsnes GK árið 2005, þá hét bát- urinn Sædís HF og Mímir ÍS. Sem sé, ég næ svo sem næstum því að tengja staðinn sem ég er á núna við Suðurnesin, og reyndar hefur það verið þannig síðustu ár að minni línubátarnir frá Suðurnesjum eins og t.d. Daðey GK og Sævík GK hafa róið frá Breiðdalsvík yfir sumarið og eitthvað fram á haustið. Annars er framundan 11. maí, sem er lokadagur vetrarvertíðarinnar árið 2022 og mun aðeins verða fjallað nánar um það síðar. aFlaFrÉttir á SuðurNESJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN 7. MAÍ OG SUNNUDAGINN 8. MAÍ KL. 13:00 TIL 16:00 Brunavarnir Suðurnesja bjóða Suðurnesjafólki að koma og skoða nýja slökkvistöð við Flugvelli í Reykjanesbæ ásamt tækjabúnaði laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. maí kl. 13 til 16 báða dagana. Allir velkomnir! Glerfín ljósmyndasýning Ljósmyndir frá Víkurfréttum prýða glerveggi á slökkvistöðinni. Myndirnar eru teknar á starfssvæði Brunavarna Suðurnesja. Njótið! Rétt fyrir klukkan tvö aðfaranótt laugardags kom tilkynning frá neyðarlínu um eld í fjölbýli á annari hæð í Reykjanesbæ. Í upphafi var ekki vitað hvort maður væri innan- dyra svo reykkafarar voru sendir inn í leit til að útiloka það. Mikill reykur og hiti var innan- dyra en slökkvistarf gekk vel. Miklar skemmdir eru á íbúðinni eftir eld og reyk en eldsupptök eru óljós en lög- regla fer með rannsókn málsins. Einn dælubíll og körfubíll voru sendir á vettvang. „Að vakna upp um miðja nótt við það að heimili manns stendur í ljósum logum er skelfileg lífsreynsla. Eins og að vera fastur í hræðilegri martröð sem þú getur ekki vaknað upp af. Það sem vakti mig var svefn- herbergishurðin sem glamraði í hurðarfalsinu, líkt og hún gerði alltaf í jarðskjálftunum síðasta vetur því hún er örlítið laus í faginu. Þess vegna hélt ég í svefnrofanum að það hefði komið skjálfti. En glamrið varð að þungum höggum, ég hrökk upp og spratt fram úr rúminu. Þá fann ég brunalyktina. Ég opna hurðina og kolsvartur reykjarmökkurinn kemur á móti mér. Ég hrópa af öllum lífs og sálar kröftum á strákinn minn en fékk ekkert svar. Náði að komast inn í herbergið hans en hann var ekki í rúminu sínu. Þetta var það skelfi- legasta af öllu - að vita ekki um hann. Þarna sá ég ekki orðið handa minna skil í kolsvörtu reykjarkófinu svo ég reyndi að halda niðrí mér andanum og fetaði mig meðfram veggnum að útidyrahurðinni og náði að komast fram á stigagang. Ég hafði gripið með mér símann af náttborðinu til að geta hringt á hjálp. Stuttu síðar er slökkviliðið komið og neyðarlínan slítur samtalinu. Ég hringi þá í strákinn minn og til allrar Guðs blessunar svaraði hann. Hann hafði ekki verið heima. Allir komust út úr húsinu heilir á húfi. Ég vil þakka nágrönnum mínum hugulsemina fyrir að hlúa að mér og koma mér í föt því ég var hálfnakinn þegar ég komst út. Sérstaklega vil ég þakka frábæra starfsfólkinu sem tók á móti mér á HSS fyrir alúðlega að- hlynningu um nóttina. Og lögregl- unni og slökkviliðinu fyrir vel unnin störf,“ skrifar náttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson í færslu á fésbókar- síðu sinni en eldsvoðinn varð í íbúð hans en eldsupptök munu hafa verið í fjöltengi í stofunni. Ellert þakkar jafnframt fólkinu sínu, fjölskyldu og vinum sem hafa umvafið hann með hlýju og kærleik og hjálpað að komast yfir versta áfallið. Miklar skemmdir á íbúð eftir eld og reyk Frá vettvangi brunaútkallsins. Íbúðin er mikið skemmd eftir brunann. 6 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.