Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 10
„Ég er tilbúinn að starfa áfram sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar ef eftir því verður leitað. Þetta er skemmtilegt og lifandi starf sem hefur verið mjög gefandi síðustu átta ár. Það hafa skipst á skin og skúrir en framtíðin er mjög björt í mest vaxandi sveitarfélagi á Íslandi,“ segir Kjartan Már Kjartans- son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar en hann hefur verið bæjarstjóri í 8 ár. Hvað einkenndi kjörtímabilið 2014-2018? Kjartan segir að það hafa verið áskorun og stórt verkefni sem beið nýs meirihluta og hans sem bæjar- stjóra árið 2014 en þá var fjárhags- staða Reykjanesbæjar slæm. „Endurskipulagning efnahags og fjármála Reykjanesbæjar tók 90% af tíma og orku stjórnenda m.a. við- ræður við kröfuhafa og mikil sam- skipti við eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga. Það var góð samstaða í bæjarstjórn um að taka þyrfti á málum af mikilli festu. Það skipti sköpum og var mikil samstaða um flestar hagræðingaraðgerðir sem ráðist var í hjá bæði meiri- og minni- hluta.“ Bæjarbúar þurftu líka að taka þátt í baráttunni með því að greiða hæstu álögur og þá þurftu starfsmenn einnig að taka þátt í hagræðing- unni, er það ekki? „Langflestir starfsmenn og íbúar sýndu hagræðingaraðgerðum skilning auk þess sem íbúar tóku á sig auknar álögur í formi aukaálags á útsvar og hærri fasteignaskatta. Samtímis var mikill uppgangur í flugumferð á Keflavíkurflugvelli, flugfélagið WOW Air stækkaði hratt og næg atvinna var fyrir alla sem vildu og gátu unnið. Allt þetta hjálpaði til við að rétta fjárhaginn af með auknum tekjum.“ Síðla árs 2016 hóf kísilver United Silicon starfsemi sem, eftir mikla hrakfallasögu, endaði með stöðvun starfseminnar um mitt ár 2017. Kjartan segir að enginn áhugi sé hjá Reykjanesbæ að þessi starfsemi fari í gang á nýjan leik. Horfa þurfi til nýrra leiða í Helguvík, m.a. með svo- kölluðum grænum leiðum. Á árunum 2014 til 2018 var mikil íbúafjölgun, m.a. út af útþennslu ferðaþjónustunnar með Keflavíkur- flugvöll á svæðinu. Hvernig gekk að takast á við þessa áskorun? „Erlent vinnuafl streymdi til landsins og íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði úr 14500 í tæplega 19000 eða um 30%. Fjölgunin kallaði á margskonar uppbyggingu t.d. skóla og leikskóla sem gerði okkur erfitt fyrir því sveitarfélagið átti lítið sem ekkert handbært fé, og frekari skuld- setning með lántökum var óheimil.“ Þið voruð með Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga með gler- augun á ykkur á sama tíma og þið voruð í viðræðum við kröfuhafa. Hvernig gekk að takast á við fjár- hagsvandann og ná niður skuldum bæjarins? „Vinna við endurskipulagningu efnahags gekk nokkuð vel á sama tíma og skuldaviðmið samstæð- unnar lækkaði úr 233% í 137% á kjörtímabilinu 2014-2018. Við þurftum að komast niður fyrir 150% skuldaviðmið og það tókst.“ Hvað hefur einkennt kjörtímabilið sem nú er að ljúka þ.e. 2018-2022? „Í upphafi kjörtímabilsins, sum- arið 2018, var útlitið bjart, mikið að gera á flugvellinum, hátt atvinnu- stig og allt á fullu. Íbúum hélt áfram að fjölga. Um haustið fór að halla undan fæti hjá WOW sem fækkaði flugvélum og hóf að draga saman seglin. Sú vegferð endaði með gjald- þroti félagsins í mars 2019. Í kjölfarið hófst erfiður tími fyrir marga íbúa og fjölskyldur, atvinnuleysi jókst hratt en íbúum hélt samt áfram að fjölga með tilheyrandi áskorunum fyrir allt og alla, ekki síst starfsfólk félagsþjónustunnar. Reykjanesbær fagnaði 25 ára af- mæli árið 2019 með ýmsu móti. Meðal annars kom forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í opinbera heimsókn ásamt eiginkonu sinni Elízu Reid. Það var ánægjulegt að geta sýnt forsetahjónunum margt áhugavert og skemmtilegt í ört vaxandi sveitarfélagi þar sem fjórði hver íbúi er af erlendum uppruna. Það er ein af mörgum áskorunum sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir og við brugðumst við með að ráða sérstakan verkefnastjóra fjöl- menningarmála sem sinnir mál- efnum þessara íbúa. Við höfum t.d. verið tvisvar sinnum með pólska menningardaga í samvinnu við pólska samfélagið í Reykjanesbæ. Við þurfum áfram að tengja þennan hluta íbúa við íslenska samfélagið en samvinnan hefur gengið vel þó auð- vitað megi alltaf gera betur.“ Kjartan Már Kjartansson er tilbúinn að starfa áfram sem bæjarstjóri Reykjansbæjar verði eftir því leitað. Endurskipulagning fjármála Reykjanesbæjar tók 90% af tíma og orku stjórnenda árin 2014 til 2018. Horfir til betri vegar á flestum sviðum en áfram áskoranir. Framtíðin björt í ört vaxandi bæjarfélagi Bæjarstjórinn rýnir í símann með Helga Arnarssyni, fræðslustjóra í Duus Safnahúsum en hann er einn af nánum samstarfsmönnum Kjartans á bæjarskrifstofunni. Smelltu á myndskeiðið til að horfa á viðtal við Kjartan í Suðurnesjamagasíni MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA 10 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.