Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 11
Þökkum viðskiptavinum okkar til fjörutíu ára kærlega fyrir viðskiptin og góð samskipti. Óskum Nýsprautun, nýjum rekstraraðila hjólbarðaverk- stæðisins til hamingju og góðs gengis í framtíðinni. Björn Marteinsson og Þórður Ingimarsson. Hvernig gekk að reka sveitarfélagið í heimsfaraldri með tilheyrandi áskorunum? „Í febrúar 2020 skall á heimsfar- aldur Covid 19 með afleiðingum sem öllum eru kunnar, miklum takmörk- unum og gríðarlegu atvinnuleysi m.a. vegna mikils samdráttar á flugvell- inum. Að undanförnu hefur ástandið lagast mikið og atvinnuleysi sem fór mest í 26% komið niður fyrir 10% og fer hratt lækkandi. Samfélagið er að komast í svipað horf og fyrir faraldur með miklum vexti í ferða- þjónustu og öðru. Við höfum rætt mikið að það þurfi að fjölga tæki- færunum í atvinnumálum og það er stöðugt verið að skoða þau mál. Ofan í heimsfaraldur urðu svo miklar jarðhræringar á Reykjanesi sem enduðu með því að eldgos hófst í Fagradalsfjalli í mars 2021. Eld- gosið reyndist síðan mikil auglýsing fyrir Ísland og ferðamenn flykktust til landsins til að skoða það. Vegna áskorana vegna jarðhræringa í að- draganda eldgoss settum við á lagg- irnar Neyðarstjórn Reykjanesbæjar og mikið púður fór í störf Almanna- varna Suðurnesja en starfi bæjar- stjóra fylgir formennska í báðum nefndunum.“ Eftir mögur ár frá árunum 2014 til 2018 þar sem framkvæmdir voru ekki miklar í bæjarfélaginu fóru hjólin fóru að snúast á kjörtíma- bilinu sem nú er að ljúka, er það ekki? „Já, framkvæmdir hófust við bygg- ingu Stapaskóla í ársbyrjun 2019 og fyrsti áfangi skólans var tekinn í notkun haustið 2020. Bygging 2. áfanga, sem hýsa mun nýtt glæsi- legt íþróttahús og sundlaug, er hafin og bygging 3. og síðasta áfangans fyrir leikskólastigið hefst á næsta ári 2023. Þá hefur skólalóð Stapa- skóla vakið mikla athygli og er nú unnið að undirbúningi þess að upp- færa allar skólalóðir grunnskólanna á næstu árum. Við höfum fjármagnað framkvæmdir við Stapaskóla úr bæjarsjóði, án þess að taka lán en heildarkostnaður mun nema um 5 til 6 milljörðum króna þegar yfir lýkur. En við gerðum meira. Við opnuðum nýjan gervigrasvöll á síðasta ári, bættum inniaðstöðu golfklúbbsins og nýtt borðtennisfélag fékk glæsi- lega aðstöðu svo eitthvað sé nefnt. Einnig var haldið áfram að byggja upp gamla og nýja göngustíga og útsvæði Sundmiðstöðvarinnar við Sunnubraut fékk andlitslyftingu. Annað sem hefur einkennt þetta kjörtímabil er stefnumörkun í mörgum málaflokkum. Meginstefna sveitarfélagsins, sem ber yfirskriftina „Í krafti fjölbreytileikans“, var sam- þykkt í lok árs 2019 og er ætlað að varða veginn til 2030. Auk þess höfum við mótað stefnur í mörgum öðrum málaflokkum svo sem um- hverfis- og loftslagsmálum og nýrri menntastefnu sem ber yfirskriftina „Með opnum hug og gleði í hjarta“. Kjartan segir að í lok síðasta árs, 2021, voru íbúar orðnir 20400 og skuldaviðmiðið komið niður í 120%. „Þetta hefur gengið vonum framar og ástæða til bjartsýni.“ Hvað bíður nýrrar bæjarstjórnar? „Fyrst og fremst skemmtilegir tímar og spennandi verkefni. Starf- semin á Keflavíkurflugvelli er óðum að komast í samt horf og áhugi á svæðinu fer hratt vaxandi og margt í pípunum og atvinnu. Það eru fjöl- mörg áhugaverð verkefni fram- undan við þéttingu byggðar m.a. í Grófinni, á nokkrum svæðum við Hafnargötuna, á Vatnsnesi, í 2. og 3. áfanga Hlíðahverfis og í Dalshverfi III. Auk þess verður unnið að fjölgun atvinnutækifæra t.d. í Njarðvíkur- höfn, í fyrrum kerskálum Norðuráls í Helguvík, úti á Reykjanesi og á nær- svæðum flugvallarins í samvinnu Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, ISAVIA og Kadeco. Við þurfum að auka fjölbreytni í atvinnulífi og þannig dreifa eggjunum í fleiri körfur. Til þess að það sé hægt þarf íbúum að fjölga enn meira og það verður áframhaldandi áskorun að halda í við þá fjölgun með uppbyggingu innviða eins og leik- og grunnskóla en nú er undirbúningur að byggingu þriggja nýrra leikskóla hafinn m.a. í Hlíða- hverfi og Dalshverfi III. Þá mun ríkið byggja nýja heilsu- gæslustöð í Innri Njarðvík og nýtt hjúkrunarheimili á Nesvöllum í sam- vinnu við Reykjanesbæ. Á komandi kjörtímabili þarf einnig að innleiða margvíslegar stefnur og verkefni þeim tengdum m.a. grípa til mark- vissra aðgerða í loftlagsmálum, inn- leiða farsældarlögin svokölluðu og menntastefnuna. Þannig að það verður nóg að gera hjá nýrri bæjar- stjórn og starfsfólki Reykjanebæjar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri. Páll Ketilsson pket@vf.is Það var góð samstaða í bæjarstjórn um að taka þyrfti á málum af mikilli festu. Það skipti sköpum og var mikil samstaða um flestar hagræðingaraðgerðir sem ráðist var í hjá bæði meiri- og minnihluta... Kjartan Már hefur reglulega hitt nýja íbúa í hinni miklu fjölgun. Hér er hann með 18. þúsundasta íbúanum. Nú eru íbúarnir tæplega 21 þúsund. Hjörtur Zakaríasson, þáverandi bæjarritari fylgdi Kjartani fyrstu skrefin þegar hann mætti fyrsta daginn í starfi bæjarstjóra. Kjartan Már sat sinn 300. fund í bæjarstjórn í nóvember 2021. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar afhenti honum blóm í tilefni tímamótanna. Kjartan Már og Jóna Guðjónsdóttir kona hans með forsetahjónunum sem komu í opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar 2019. Kjartan Már mætir í sundlaugina flesta daga. víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.