Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Page 13

Víkurfréttir - 04.05.2022, Page 13
„Upptökur á þriðju þáttarröð Ófærðar áttu sér stað í miðjum faraldri en með lagni og ótrúlegum sveigjanleika og skipulagi gekk það allt saman upp, við vorum hitamæld á hverjum morgni og sett í okkar hólf og allra smitvarna vel gætt, fórum reglulega í próf og ef upp kom smit var strax brugðist við því. Þess á milli komu tilslakanir og svo aftur hertar aðgerðir og ekki auðvelt verk að vera framleiðandi við slíkar að- stæður. Það segir sig sjálft að hringla með tökuplan fram og til baka vegna óviðráðanlegra aðstæðna er meira en að segja það, að flytja heilt stóð af mótorhjólum milli landshluta, að fljúga leikurum og starfsfólki hingað og þangað og koma þeim öllum fyrir á hótelum, að panta mat fyrir 90 manns, að afpanta mat fyrir 90 manns, að panta gistingu og afpanta svo daginn eftir vegna sóttkvíar og einangrunar. En á einhvern ótrú- legan hátt gekk þetta allt upp að lokum og úr varð mikið ævintýri. Ófærð er fyrir löngu orðin fastur punktur í íslenskri þáttagerð og ekki að ástæðulausu og von á seríunni á Netflix innan skamms. Annars fann ég satt best að segja minna fyrir þessu en margir. Ég starfa einnig mikið við talsetningu og lestur hljóðbóka og það er ein- faldara og auðveldara í sniðum. Hjá Storytel er ég einn og innilokaður í litlu hljóðveri og þarf ekki að hitta sálu frekar en ég vil, er nettengdur við tæknimann sem situr með heyr- artólin sín í stúdíoíbúð í Berlín eða í bílskúr raðhúss í Kópavogi. Sviðslistafólk landsins fann þó vel fyrir þessum lokunum og fjöldatak- mörkunum, meira en margar aðrar stéttir því eins og við vitum var öllu skellt í lás í langan tíma með tilheyr- andi röskunum og tekjutapi.“ Rannsóknarlöggan í Danaveldi Hvernig er svo staðan hjá þér á næstunni, hvað er framundan? „Nú hef ég nýhafið lestur á bókum danska metsöluhöfundarins Jussi Adler-Olsen um Deild Q fyrir Storytel og Forlagið. Þetta eru átta bækur talsins, hver annarri betri. Með hækkandi sól mun ég því loka mig af í myrkvuðum upptöku- klefa og sökkva mér dýpra og dýpra ofan í harðan heim rannsóknarlög- reglunnar í Kaupmannahöfn,“ sagði Davíð. Páll Ketilsson pket@vf.is Bak við tjöldin. Rvk studios Gufunesi. Tökur á Ófærð í Sandvík og á Siglufirði. Guðbjörg Huldís, gervahönnuður, græjar Davíð í Ófærð. Berdreymi, heimsfrumsyning, rauði dregilinn í Berlin. Leikhúsferð Félags eldri borgara verður farin laugardaginn 7. maí 2022. Farið verður í Borgarleikhúsið að sjá „9 líf Bubba Morthens“ Farið frá Nesvöllum kl. 18.30. Leikhúsnefnd AÐALSAFNAÐARFUNDUR KEFLAVÍKURSÓKNAR OG KIRKJUGARÐA KEFLAVÍKUR verður haldinn þriðjudaginn 10. maí klukkan 17:30 í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Dagskrá fundarins: Venjulega aðalfundarstörf . Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og Kirkjugarðanefnd Kirkjugarða Keflavíkur Skólaforðun var til umræðu á síðasta fundi fræðsluráðs Reykja- nesbæjar þar sem Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir málinu. Lögð var fram samantekt grunnskólafulltrúa og yfirsálfræðings skólaþjónustu vegna fyrirspurnar frá kjörnum fulltrúa í fræðsluráði um umfang og ástæður skólaforðunar nemenda í grunnskólum. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: „Í aðalnámsskrá grunnskóla er fjallað um jöfn tækifæri barna til náms. Eins og Umboðsmaður barna benti á árið 2018 og með til- liti til Barnasáttmála og skólaskyldu innan aðildarríkjanna, er mikilvægt að skoða hvað við getum gert til að halda börnum inni í skólasam- félaginu. Með spurningum mínum var markmiðið að skoða hvort frekar væri um að ræða börn með ein- hverfu, geðrænan vanda eða aðrar raskanir sem mæti ekki í skólann svo mánuðum skipti og geti þá verið upphaf að enn stærri vanda. Það er von mín að þetta sé aðeins upphaf á því að skólastjórnendur hafi rýnt hópinn sinn og að fræðslu- svið taki þessa vinnu áfram. Mikil- vægt er að við notum tæknina og það sem þarf til að hvetja börn til skólasóknar.“ Fræðsluráð Reykjanesbæjar hvetur til þess að lögð verði enn meiri áhersla á þverfaglegt samstarf allra sem koma að menntun og vel- ferð barna til að sporna við skóla- forðun nemenda í grunnskólum. Ennfremur er lagt til að við fjár- hagsáætlunargerð fyrir árið 2023 verði gert ráð fyrir stöðugildum skólafélagsráðgjafa. Lögð verði enn meiri áhersla á þverfaglegt samstarf allra Starfsmaður á velferðarsviði Suð- urnesjabæjar er grunaður um að hafa dregið að sér að minnsta kosti eina og hálfa milljón frá tveimur þroskaskertum bræðrum sem búa í sjálfstæðu búsetuúrræði á vegum bæjarins. Málið hefur verið kært til lögreglu. Fréttablaðið greinir frá þessu. Bjarney Annelsdóttir, yfirlög- regluþjónn á Suðurnesjum, stað- festir í samtali við Fréttablaðið að lögreglan sé að rannsaka málið og miðar rannsókninni ágætlega fram. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suð- urnesjabæjar, segir að bærinn hafi brugðist við um leið og málið kom upp. Starfsmanninum hefur verið sagt upp störfum. Kærður fyrir fjárdrátt í sjálfstæðu búsetuúrræði víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 13

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.