Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Side 14

Víkurfréttir - 04.05.2022, Side 14
Katrín Freyja Ólafsdóttir er nítján ára og kemur frá Njarðvík. Hún hefur gaman af líkamsrækt og þjálfar frjálsar íþróttir hjá íþróttafélaginu Nes. Katrín stefnir á að fara í lýðháskóla í Danmörku eftir útskrift og langar að verða innanhússarkitekt. Katrín Freyja er FS-ingur vikunnar. Á hvaða braut ertu? Ég er á fjölgreinabraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn við FS er allt skemmtilega fólkið og félagslífið. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Róbert Andri veður frægur leikari, hann var geggjaður í leikritinu Grease. Skemmtilegasta sagan úr FS: Þegar nemendafélagið fór saman í bústaðarferð og fórum í vatnsblöðrustríð. Hver er fyndnastur í skólanum Svava Ósk er fyndnust. Hver eru áhugamálin þín? Mín áhugamál eru líkams- rækt og að ferðast. Hvað hræðistu mest? Ég hræðist mest að missa ein- hvern nákominn. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Þau eru svo mörg en hlusta mikið á Aron Can. Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er að ég er jákvæð og réttsýn. Hver er þinn helsti galli? Að vera sein er minn helsti galli. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum Ég nota TikTok mest. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Ég myndi segja jákvæðni og góður húmor. Hver er stefnan fyrir fram- tíðina? Ég stefni á að fara í lýðháskóla í Danmörku eftir útskrift en langar að verða innanhússarkitekt og einka- þjálfari í framtíðinni. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Hress. FS-ingur vikunnar: Katrín Freyja Ung(m enni) vikunnar: Óskar Kristinn Stefnir á að fara í lýðháskóla Þúsundir fylgjenda á TikTok Óskar Kristinn Vignisson, oftast kallaður Kiddi, er fimmtán ára og kemur frá Keflavík. Hann hefur gaman af fótbolta og líkamsrækt. Í frítíma hans býr hann til TikTok-myndbönd en Kiddi er með nokkur þúsund fylgjendur á forritinu. Óskar Kristinn er ung- menni vikunnar. Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? Heiðarskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Fer á fótboltaæfingar, ræktina eftir skóla en þegar ég er heima spila ég tölvuleiki og geri TikTok video. Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir og árshá- tíðar leikritið en skemmti- legasta bóklega fagið er enska. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Persónulega ég, vegna þess að ég er með nokkur þúsund TikTok fylgjendur frá mörgum löndum. Ef ég ætti að velja annan en mig þá væri það örugglega Sóley Halldórsdóttir því hún er með marga fylgj- endur líka. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Það var skemmtilegast og fyndnast á sýningu á leikritinu þegar eiginlega allt klúðraðist. Þrátt fyrir það skemmtum við okkur vel. Hver er fyndnastur í skól- anum? Það er Hildir Hrafn, þó djókin hans séu léleg þá er hann alltaf fyndinn! Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti, TikTok og fara út með strákunum, ekki spurning. Hvað hræðistu mest? Ég hræðist mest hunda og að sjá ekki botninn í vatni og sjó. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Starlight - Dave. Hver er þinn helsti kostur? Þegar það kemur að fót- boltanum hleyp ég hratt. Annars finnst mér ég vera skemmtilegur. Hver er þinn helsti galli? 100% vera óþolinmóður, sérstaklega í tölvunni. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Mest notuðu forritin eru TikTok en ég nota Snapchat og Insta ansi mikið. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er ekki feimið og þegar ég get talað lengi við fólk án þess að leiðast. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Klára framhaldsskóla og verða fasteignasali. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Fyndinn. KENNARAR UM ALDAMÓTIN 1900 Í tveimur síðustu þáttum var sagt frá 5 fyrstu kennurunum við Thorkilliibarnaskólann í Vatns- leysstrandarhreppi (í daglegu tali nefndur Suðurkotsskóli) og hvað um þá varð er þeir hurfu til annarra starfa. Þeir stoppuðu stutt við skólann, kenndu aðeins 1 eða 2 vetur hver. Hér segir frá þeim næstu, sem flestir stoppuðu lengur við. Sjötti kenn- arinn var Skag- firðingurinn Pétur Pétursson (f.1842), kenndi hér í 6 ár, 1877- ’83. Hann hafði stundað verslun- arnám í Kaup- mannahöfn og lokið prófi 1867. Náði hann vel til bæði nemenda og foreldra, náði mjög góðum árangri, að sögn séra Stefáns Thorarenssen í skýrslu um skólann. Pétur varð síðar bókhaldari, lögregluþjónn og loks bæjargjaldkeri í Reykjavík 1891 - 1907. Pétur var faðir Helga Pjeturs, náttúrufræðings og heim- spekings (f.1872), en eiginkona Pégurs og móðir Helga var Anna Sigríður Vigfúsdóttir Thorarensen, píanókennari og frænka sr. Stefáns Thorarensen. Helgi lauk doktors- prófi í jarðfræði 1905, fyrstur Ís- lendinga og varð landsfrægur, setti m.a. fram sérstakar kenningar um framhaldslíf á öðrum hnöttum. Steingrímur Scheving (f.1859) var kennari 1883-’84. Hann var prestlærður og vel látinn gáfu- maður. Faðir hans, Sveinbjörn Hallgrímsson, var aðstoðarprestur á Kálfatjörn um 1850 og bjó þá í Halakoti, en varð síðar fyrsti ritstjóri Þjóðólfs og Ingólfs, og þjóðfundarmaður, og að endingu prestur í Eyjafirði. Steingrímur varð um tíma geðbilaður, að sögn Ágústs í Halakoti sem var nemandi í skólanum á þessum árum. Hann flutti síðar til Ameríku. Guðmundur Þorsteinsson 1884-’86, ”ættaður frá Haugi í Flóa, prýðilegur kennari og gáfumaður. Hann fluttist síðan til Ameríku 1885, bjó þar á Gimli í Nýja Íslandi og stundað lækningar, að sögn Ágústs. Guðni Felixson mun hafa kennt við skólann 1884-’85 og Snæbjörn Jónsson 1885-’86, en finnast ekki heimildir um þá. Sigurjón Jónsson var Rang- æingur, f.1848. Var hann kennari við Suðurkots- skóla 1886-’98, samfellt í 12 ár, svo lengi sem hann lifði. Hann var að auki trésmiður og sóknarnefndar- maður og bjó í Minni-Vogum. Hann átti ríkan þátt í smíði núverandi kirkju að Kálfa- tjörn. Hann var einn af stofnendum stúkunnar Díönu 1896. Árni Theódór Pétursson var kennari 1889-’91, aftur 1897-’98, og skólastjóri 1910- ’20 og nokkur ár oddviti. Hann fæddist í Nýjabæ í Vogum 1871, bjó um tíma í Hvammi ásamt konu sinni, Önnu Daníelsdsóttur frá Nýlendu, en reif Hvamm og flutti að Hábæ 1921. Það ár hætti hann bæði sem oddviti og kennari, bjó í Hábæ í 5 ár og stundaði sjó, skildi þá við konuna og flutti til Hafnarfjarðar. Árni var heimiliskennari að Kálfatjörn 1885-´89 og hélt einka- skóla í Vogum 1891-’97. Hann var kennari í Miðneshreppi 1898-1908 og í Njarðvík 1908-´10. Hann hafði ekki kennarapróf, en góð meðmæli frá fyrrgreindum stöðum, þegar hann var ráðinn hér skólastjóri / kennari 1910. Hann gengdi því starfi í áratug og segir frá því siðar. Hann sagði til börnum og ungl- ingum flesta vetur til 1951. Jón Gestur Breiðfjörð kenndi 1898-1903. Hann var fæddur 1875, sonur Jóns J. Breiðfjörð hreppstjóra og útgerðarmanns á Efri-Brunna- stöðum. Jón Gestur lauk námi við Lærða skólann í Reykjavík 1893 og kenndi síðan í hreppnum, fyrst í Norðurkoti, svo í Suðurkoti, þar til hann lést 27. apríl 1903, öllum harmdauði. Jón Gestur Bene- diktsson í Suðurkoti, Vogum, hét eftir honum. Guðmundur Guðmundsson í Landakoti, sonur Guðmundar Brandssonar alþingis- og þjóð- fundarmanns, var organisti í Kálfa- tjörn í 40 ár og kenndi á orgel og söng við skólann frá upphafi. Hann stofnaði stúkuna Díönu, ásamt Lárusi hómópata og fleirum, og var laginn við lækningar. Þegar séra Stefán Thorarensen lét af prestskap og skólanefndar- formennsku sumarið 1886, tók við hvoru tveggja séra Árni Þor- steinsson (f.1851). Hann var for- maður skólanefndar til 1910 og prestur til dánardags 1919. Hann tók við því amstri Stefáns að afla styrkja, skrifa skýrslur og ráða kennara, í samráði við oddvita. Auk þess kenndi Árni söng og leikfimi og í nokkur ár almenna kennslu í Norðurkotsskóla. Hann var síðasti presturinn sem bjó á Kálfatjörn. Lengi vel var enginn titlaður skólastjóri við skólann, en frá 1884 eru oftast tveir kennarar að störfum samtímis, enda er þá farið að kenna á tveimur stöðum, í Þóru- staða- og Kálfatjarnarhverfi, auk Suðurkots, og síðar á Vatnsleysu. Segir frá því í næsta þætti. Heimildir: Greinar í Faxa 1982 og 1990 ; bók Guðm.Björgvin bls.412 ; bók Ágústs í Halakoti; alt- hingi.is ; Kennaratal á Íslandi, o.fl. Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 18. ÞÁTTUR Thelma Hrund Hermannsdóttir thelm a.h.h ermanns dott ir@gmail.co m 14 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.