Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Page 16

Víkurfréttir - 04.05.2022, Page 16
Fyrir gjaldfrjálsar skóla- máltíðir í Reykjanesbæ Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi, skipar 1. sæti Umbótar X-U. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sam- þykkti árið 2020 að innleiða Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í fram- haldi undirritaði bærinn síðan sam- starfssamning um Barnvænt sveitar- félag. Í samningnum segir: „Að sveitar- félag innleiði Barnasáttmálann þýðir að það samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í sínu starfi og að for- sendur sáttmálans gangi sem rauður þráður gegnum starfsemi þess“. Í grein tvö segir „öll börn eru jöfn“ jafnræði - að horft sé til réttindi barna. Í grein 27 segir „næring föt og heimili“. Að öll börn séu jöfn þýðir að öll börn eiga að geta neytt matar í skólum Reykjanesbæjar óháð efnahag foreldra. Undirrituð hefur ítrekað lagt fram fyr- irspurnir, bókanir og tillögur varðandi gjaldfrjálsan eða niðurgreiddan skóla- mat fyrir fjölskyldur í Reykjanesbæ. Tillögum mínum hefur verið mætt af áhugaleysi og jafnvel hroka af hálfu, Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar. Hins vegar hefur árangur náðst um systkinaafslátt þegar kemur að þriðja barni og aukin niðurgreiðsla eftir fjölda barna. Kjarnafjölskyldur Reykjanesbæjar eiga tvö börn og því þurfa þau að greiða fullt gjald. Það á að stíga skrefið til fulls. Það lýtur að jafnræði barna í skólakerfinu að hafa aðgang að hollum skólamat óháð efna- hag. Meirihlutinn innleiðir Barnasátt- málann og á vefsíðu Reykjanesbæjar er fjallað um að skólamatur sé lýðheilsu- mál. Á sama tíma hefur meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar ítrekað fellt tillögur mínar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunn- skólabörn. Hverjum treystir þú best til að innleiða gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Reykjanesbæ? Fáránleg fyrirsögn Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ og situr í 15. sæti á lista Beinnar leiðar. Mér finnst gaman að sterkum fyrir- sögnum en finnst líka að þá þurfi eitt- hvað marktækt að vera á bak við þær. Guðbergur Reynisson skrifar ágætis grein um skoðanir sínar á umferðar- málum í Reykjanesbæ og hvernig hann sjái fyrir sér hvernig hægt væri að bæta úr. Ekki er ástæða til að gera athuga- semd við þann hluta greinarinnar en full ástæða til að fjalla aðeins um val hans á fyrirsögn og sanngirnina sem að baki henni liggur. Ekkert verið framkvæmt í 10 ár Það er ljóst að með auknum íbúafjölda hefur álagið á umferðarmannvirki bæj- arins aukist og hætturnar um leið. Við getum öll sameinast um að eitt af stóru verkefnunum framundan er að gera gatnakerfið okkar sem öruggast og ef- laust eru margar hugmyndir Guðbergs gott innlegg í þá umræðu en að ekkert hafi verið gert undanfarinn 10 ár er beinlínis rangt og í meira lagi ósann- gjarn málflutningur. Fyrirsögnin er því miður bara pólitísk keila, án innihalds. Hvað hefur verið gert? Burtséð frá uppbyggingu nýrra hverfa í bænum er ljóst af ársreikningum bæjar- ins að hundruðum milljóna hefur verið varið til styrkingar umferða kerfisins í og við bæinn, hluti af þeim framkvæmdum hefur verið unnið í samvinnu við Vega- gerðina, sem hefur fjármagnað þær framkvæmdir að stærstum hluta en með mótframlagi frá Reykjanesbæ. Því miður hefur fjárhagsgeta bæjarins ekki verið sú að unnt hafi verið að ráðast í allar þær framkvæmdir sem svo æskilegt hefði verið, af ástæðum sem Guðbergi ættu að vera vel kunnugar. • Byggt hefur verið hringtorg á mótum Aðalagötu og Reykjanes- brautar (Aðaltorg). • Byggt hefur verið hringtorg á mótum Þjóðbrautar og Reykjanes- brautar. • Byggð hafa verið undirgöng við Fitjar, nýtt hringtorg við Fitjar, og nýr vegur frá því hringtorgi upp að Ásbrú og með tengingu við Reykjanes. • Unnið hefur verið að endurbótum á Hafnargötu, þar þurft hefur að skipta út skrauthellum íhaldsins fyrir varanlegt gatnaefni. • Unnið hefur verið að viðhaldi gatnakerfisins. • Unnið hefur verið að umferðar- greiningu fyrir bæjafélagið, með framtíðarbreytingar í huga. • Unnið hefur verið að uppbyggingu hjóla og göngustíga, sem er mikil- vægur hlekkur í umferðaröryggi barna og ungmenna, um leið og þeir skapa fjölbreytta möguleika til útivistar. Nú geta sumir sagt þessar hluti þessar framkvæmda sé á forræði Vegagerðar- innar og greiddar af þeim. Það er ekki rétt þar sem við hvert og eitt þess- ara hringtorga hefur bærinn þurft að greiða sinn stút út úr hverju hringtorgi af takmörkuðu framkvæmdarfé sem hefur því miður verið í kringum 200– 300 milljónir á ári. Hvað er framundan? Það er ljóst að eitt af stóru verkefnum framtíðarinnar er að ná tökum á stöð- ugt vaxandi umferðarþunga, sem bæði orsakast af fjölgun ferðamanna og fjölgun íbúa. Við eigum að samein- ast um að leysa það svo vel sem unnt er um leið og við tölum ekki niður það sem vel hefur verið gert. Að byggja upp gott samfélag þar sem öryggi allra er gætt er langtímaverkefni þar sem stöðugt þarf að bregðast við. Það hefur verið gert. Sameinumst um að hafa umræðuna málefnalega og forðumst umræðu sem ekki á við rök að styðjast. Með sumarkveðju. Vissir þú þetta um Innri-Njarðvík? Sverrir Bergmann Magnússon, skipar 3. sæti S-lista Samfylkingarinnar og óháðra. Sigurrós Antonsdóttir, skipar 4. sæti S-lista Samfylkingarinnar og óháðra. Vissir þú að á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka var Stapaskóla byggður, glæsi- legur skóli og byggður á hagkvæman hátt, í raun ódýrasti skóli sem byggður hefur verið undanfarin ár á Suðvest- urhorninu? Skóli með flott útisvæði sem allir íbúar bæjarins geta sannar- lega verið stoltir af. Og vissir þú að við tókum ekki lán til að byggja hann? Bærinn átti fyrir honum! Vissir þú að nú er í byggingu við Stapaskóla íþróttahús með frábærri aðstöðu til íþróttaiðkunar, með lög- legum velli fyrir körfubolta með plássi fyrir 1.200 áhorfendum í sæti? Íþrótta- félagið á eftir að ná fleirum áhorf- endum inn á körfuboltaleiki til að afla meiri tekna. Vissir þú að sundlauginni sem verið er að byggja við Stapaskóla var breytt og hún stækkuð frá upprunalegum hugmyndum? Sundlaugin verður 25 metra löng sem stuðlar að frekari upp- byggingu okkar annars frábæra hóps ungs íþróttafólks hér í Reykjanesbæ. Hún verður hverfislaug með heitum pottum – opin fyrir almenning og auð- vitað fyrir fólkið í hverfinu. Hverfismiðstöðin Stapaskóli Vissir þú að Stapaskóli verður okkar þjónustumiðstöð í hverfinu með íþróttahúsi, almenningssundlaug og bókasafni sem verður opið öllum? Vissir þú af uppbyggingunni í Dals- hverfi 3 þar sem hönnun og skipulag er til fyrirmyndar, með djúpgámum fyrir endurvinnslu og blágrænu ofanvatns- lausnum? Mikil aðsókn var í lóðirnar og hverfið greinilega eftirsóknarvert fyrir fólk að búa í – eins og Innri-Njarð- vík öll! Vissir þú að nú er tækifæri til að tengja hverfið okkar við útivistarp- aradísina Sólbrekkuskóg við Seltjörn? Á teikniborðinu er hjóla- og göngu- stígur frá enda Strandleiðarinnar til Seltjarnar og búið er að tryggja 70 milljónir frá Vegagerðinni. Það verður frábært fyrir okkur að taka göngutúr eða hjólatúr þangað. Vissir þú að grenndarstöðvar eru í öllum hverfum þar á meðal tvær í Innri-Njarðvík en Reykjanesbær brenndi allt rusl þegar við Jafnaðar- menn tókum við árið 2014? Fleiri leikskólapláss í Innri Njarðvík Vissir þú að við höfum fest kaup á leikskóla sem rís snemma árs 2023 í Dalshverfi 3 og að auka á við leik- skólapláss við leikskólann Holt – og við munum klára að byggja leikskólann við Stapaskóla á næstu árum? Vissir þú líka að fyrir átta árum voru hvatagreiðslurnar 7.000 kr. en hafa hækkað í 45.000 kr. og við ætlum að hækka enn meira þessa tölu? Allt fyrir börnin okkar og eldri borgara en við ætlum að koma á hvatagreiðslum fyrir þá líka. Vissir þú að við viljum hafa hlutina í lagi? Framtíðaraðstaða við Afreksbraut Eva Stefánsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar og skipar 18. sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Afreksbrautin er íþróttamiðja bæjar- ins og býður upp á mikil tækifæri til uppbyggingar fyrir íþróttahreyfing- una. Árið 2019 var framtíðin björt og stefnumótun íþrótta- og tómstunda- ráðs leit dagsins ljós, fyrst á dagskrá var gervigrasvöllur bak við Reykja- neshöllina sem heppnaðist með ein- dæmum vel. Á sama tíma voru teknar stórar ákvarðanir varðandi uppbygg- ingu keppnisvallar og sundlaugar í Innri-Njarðvík, það hyllir undir lok þeirra framkvæmda og stutt í að sam- félagið allt muni njóta þeirra gæða sem felast í því. Í dag er aðstaðan fyrir knattspyrnu- deild UMFN óviðunandi. Mikill vöxtur hefur verið í knattspyrnudeildinni síð- astliðin ár en í sumum tilfellum hefur deildin ekki búningsklefa til afnota fyrir aðkomulið. Þetta þarf að laga. Í Reykjanesbæ er einnig starfandi fimleikahús sem er löngu hætt að sinna þörfum sívaxandi deildar. Húsnæðið uppfyllir ekki kröfur Fimleikasambands- ins fyrir Íslandsmót og hindrar tekju- möguleika deildarinnar. Afleiðingarnar eru meira álag á sjálfboðaliða sem þurfa að afla tekna á annan máta. Þessar tvær deildir eru ekki með að- stöðu til framtíðar. Á næstu mánuðum þarf leggja áherslu á framtíðarsýn og klára deili- skipulag svæðisins. Hættum að ræða hlutina og byrjum að framkvæma. Af leikskólamálum Jónína Magnúsdóttir, skipar 1. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ. Fyrrverandi formaður skólanefndar Garðs 2014–2018. Núverandi aðalmaður í fræðsluráði Suðurnesjabæjar. Ástæðan fyrir því að við fullorðna fólkið erum beðin um að setja súrefnis- grímuna á okkur fyrst í flugvél áður en við setjum hana á börnin er einföld, ef þú ert ekki með súrefnið þá er líklegra að þú getir ekki hjálpað barninu. Líðan og aðstæður fullorðna hafa áhrif á börn meðvitað og ómeðvitað. Umönnunar- stéttir eins og kennarar og hjúkrunar- fræðingar eru líklegri til að brenna út í starfi. Miklar kröfur eru gerðar til starfs- fólks í leikskólum. Til þess að ráðast að rótum vandans er mikilvægt að draga úr kröfum sem gerðar eru á starfsfólk, því of miklar kröfur draga úr stjórn við- komandi á starfinu. Ein meginástæða þess að fólk brennur út í starfi er að það finnur að það hefur ekki stjórn. Því er mikilvægt að gefa fólki fleiri mögu- leika og aðstæður þar sem það getur haft stjórn á starfi sínu. Síðast en ekki síst er mikilvægt að veita starfsfólki stuðning í starfi. Ef þú finnur fyrir samkennd og tilfinningalegum stuðn- ingi ertu líklegri að finnast þú frekar vera við stjórn. Það er hagsmunamál fyrir börnin okkar að starfsfólki líði vel í starfi og geti þar af leiðandi sinnt gæðamenntun og þjónustu við börnin okkar. Hags- munir starfsfólks og barna fara saman að þessu leyti. Mönnun hefur ávallt verið áskorun fyrir leikskólastigið og nú er svo komið að hann er orðinn raunverulegur og á sumum stöðum á landinu farinn að bitna verulega á þjónustunni. Þá þurfum við að horfast í augu við að mögulegar ástæður mönnunarvanda geta verið starfsaðstæður og álag. Við á Bæjarlistanum viljum sjá raun- verulegan stuðning við starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar í formi gagnvirkrar handleiðslu. Við höfum sett það í stefnuskrá okkar að vinna að því í samstarfi við stjórnendur stofn- ana að skoða í hvernig formi sá stuðn- ingur gæti komið hvað best út fyrir starfsfólk. Einnig að koma á vinnuhópi sem finnur leiðir til að fjölga fagmennt- uðu starfsfólki leikskólanna ásamt því að greina starfsaðstæður og bæta úr þeim. Með því erum við ekki að segja að starfsaðstæður og líðan starfsfólks séu slæmar. Þessar leiðir sem hér eru nefndar eru til þess fallnar að vera fyrirbyggjandi og draga úr mönnunar- vanda. Að því sögðu viljum við einnig koma því á framfæri að við viljum finna leiðir til að veita dagvistunarpláss frá því að fæðingarorlofi lýkur. Við á Bæjarlistanum leggjum mikla áherslu á fræðslumál í okkar stefnu- skrá. Við höfum þekkingu, hæfni og forystu til að halda vel utan um þann málaflokk í Suðurnesjabæ. Málfundafélagið Faxi í Reykjanesbæ hélt framboðsfund í Stapa í samstarfi við Víkurfréttir og Reykjanesbæ sl. mánudagskvöld. Þar kynntu öll framboð í Reykjanesbæ framboð sín og fyrir hvað þau standa. Hraðaspurningar voru lagðar fyrir frambjóðendur um ýmis kosningamál og þá gafst frambjóðendum einnig tækifæri til að spyrja mótframbjóðendur um hin ýmsu mál. Fundurinn tókst vel en hann stóð í tvær klukkustundir og var streymt á vefsíðu Víkurfrétta og á fésbókinni. Snjöll leið til að horfa á fundinn! 16 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.