Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Page 17

Víkurfréttir - 04.05.2022, Page 17
Gerum góðan bæ enn betri Sverrir Auðunsson, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Grindavík. Grindavík! Sjávarbærinn sem nær ekki að bjóða sjómönnum sínum örugga innsiglingu á erfiðum vetrardögum þegar öldurnar láta til sín taka. Íþrótta- bærinn sem bíður sínum iðkendum upp á heimaleiki í meira en 40 km fjar- lægð þar sem fótboltavellir bæjarins eru undir ákveðnum regluviðmiðum. Fjölskyldubærinn sem fælir fjölskyldur til nærliggjandi sveitarfélaga til þess að eiga notalega stund saman í barnvænu, öruggu og hlýju sundumhverfi. Ársreikningar Grindavikurbæjar árið 2021 sýnir glögglega hagstæðu af- komu bæjarins enn eitt árið. Nokkrir bæjarstjórnarmenn gengu nýlega í pontuna og lýstu yfir stolti sínu á ársreikningnum – réttilega að mínu mati. En það eigum við einnig, kæru Grindvíkingar, að vera og það af okkur sjálfum og starfsmönnum bæjarins sem láta verkin tala og sýna aðgát í rekstri með okkar framlagi til Grinda- víkurbæjar. Grindavíkurbær er fjölmennasti atvinnurekandi í Grindavík og það án þess að vera með starfsgildið mann- auðsstjóra. Því þurfum við að breyta, við þurfum sviðstjóra sem sýnir mann- auðsmálum bæjarins jafn mikla athygli og fjármálastjóri sýnir kostnaðarliðum. Það eru starfsmenn bæjarins sem tryggja og framkvæma m.a. lögbund- inni þjónustu til bæjarbúa. Við þurfum að hlúa betur að starfsmönnum bæj- arins með því að auka fjárfestingu í þeirra starfsumhverfi, starfsþróun og starfsgildum. Ég trúi að fjárfestingarnar í mann- auð Grindavíkurbæjar sé lykillinn í að bæta þjónustu og innviði bæjar- ins. Við erum með örugga höfn sem veitir framúrskarandi þjónustu til stærstu atvinnugreinar Grindavíkur en með aðstoð ríkisins er nauðsyn- legt að við séum að skoða leiðir sem tryggir öruggari innsiglingu fyrir alla báta og skip sem vilja sækja höfnina í Grindavík. Við höfum verið að fjár- festa í íþróttamannvirkjum á svæðinu en það er ljóst að það er enn verk að vinna svo allir heimaleikir séu leiknir í Grindavík og sundlaugarsvæðið sam- ræmist væntingum bæjarbúa. Samfélagið okkar samanstendur af mörgum ólíkum einstaklingum sem allir hafa sína sögu að segja en það er einmitt þessi fjölbreytileiki sem gerir okkar samfélag bara litríkara. Margir af þessum einstaklingum kjósa að standa á hliðarlínunni á meðan aðrir gefa kost á sér í verkin. Þrátt fyrir það er mikil- vægt að við tryggjum að við virðum hvoru tveggja og sýnum hvert öðru virðingu. Þó svo að okkar hugmyndir, skoðanir og/eða aðferðir séu ólíkar er ég viss um við eigum sameiginlega sýn og það er að bæta Grindavíkurbæ. Framundan eru breytingar á bæjar- stjórninni og langar mig að þakka þeim sem frá hverfa fyrir sitt framlag, þið eigið hrós skilið fyrir vel unnin störf. Takk! Ef ég er svo lánsamur að taka sæti í bæjarstjórn fyrir hönd Fram- sóknar mun ég þurfa aðstoð. Ég mun biðja um hjálp, ég vona að hjálparhönd verði mér veitt þegar ég bið um hana. Ef ég er ekki að skilja málefnið nógu vel má útskýra það aftur fyrir mér svo ég geti öðlast betri skilning. Við munum ekki alltaf vera sammála en ég mun bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Þegar góðir hlutir gerast mun ég hrósa þeim sem koma að málinu og jafnframt veita uppbyggilega endurgjöf til þeirra þegar hlutirnir ganga hægt eða hreinlega ekki upp. Ég hleyp ekki frá ábyrgð, ég hef og er ávallt tilbúinn að axla og fagna ábyrgð. Mig langar að vera virkur og taka þátt í að bæta okkar samfélag, verum saman í liði, það þarf heilt samfélag til að gera Grinda- vík að enn betri bæ. Stuðningur við jaðarsetta hópa Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Þegar unnið er með fólk og jafnvel inni á þeirra heimilum er mikilvægt að starfsfólk finni hversu mikils virði það er og fái þjálfun í mannlegum sam- skiptum. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það er einnig hverjum manni hollt að líta í eigin barm og skoða hvort maður sé ekki sjálfur með bjálk- ann í eigin auga þegar flís náungans er skoðuð. Mér fannst a.m.k. rosaleg sú naflaskoðun sem ég þurfti sjálf að fara í en ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að ég væri sjálf með fordóma gagnvart örorku enda sjálf 60% öryrki eftir vinnuslys sextán ára gömul. Ég, undirrituð, gerði eigindlega MA- rannsókn árið 2015 þar sem ég skoð- aði hvernig öryrkjar upplifðu félags- lega kerfið og sjúkratryggingar Íslands (TR) Það kemur og fram í viðtölunum hversu mikilvægt það er að allar stofn- anir samfélagsins, skólakerfið og heil- brigðiskerfið vinni saman að heill og hamingju einstaklinganna. Sú stífni sem virðist endurspeglast í sam- skiptum við stofnanir hlýtur að vera eitthvað sem ráða þarf bót á enda held ég að kerfið hafi átt að þjónusta fólk en ekki snúast upp í andhverfu sína. Það þarf að koma til hvatning frá kerfinu til fólksins til þess að bæta stöðu sína en ekki ætti að vera ætlunin að refsa fólki fyrir sjálfsbjargarviðleitni enda hlýtur það að verða hagur alls samfélagsins að hjálpa sem flestum að komast út á vinnumarkað, hjálpa fólki til þess að hjálpa sér sjálft og verða fullgildir sam- félagsþegnar. Atvinnuleysi og jafnvel í framhaldi þess, örorka fólks hefur í för með sér töluvert minni fjárráð, fólk sem fær bætur til þess að komast af hefur ekki efni á því að stunda nám í framhaldsskóla, hefur jafnvel ekki tök á námslánum þar af leiðir er þessi staða fólks hindrun þegar kemur að því að reyna að bæta stöðu sína með menntun við hæfi. Þeir sem eru með geðrænan vanda og fá endurhæfingu innan heilbrigðiskerfisins eru oft taldir skorta getu til að taka eigin ákvarðanir eða taka „rétta“ ákvörðun að mati sér- fræðinga. Skjólstæðingar fá því ekki að taka þátt í ákvörðunum um eigin meðferð, fá kannski að ákveða mat- seðil sinn en ekki meðferðarforminu. Þessi afstaða sérfræðinga heldur skjól- stæðingunum í enn lengra sambandi við sérfræðingana/stofnanir þar sem þeir læra ekki færni til að taka eigin ákvarðanir. Það getur enginn orðið sjálfstæður ef hann öðlast ekki færni til að taka mikilvægar ákvarðanir er snerta líf þeirra sjálfra. Merkingar- bært val er ekki aðeins val um „ham- borgara eða pylsur“ eða „heita pottinn eða sund“. Ef skjólstæðingurinn vill salat eða fá að fara á bókasafn er hann óheppinn, hefur ekki val um annað en það sem sérfræðingarnir bjóða. Í not- endastýrðri þjónustu þar sem valdefl- ing er lykilatriði fær skjólstæðingurinn einmitt það val að taka ákvörðun sem hann vill og hentar honum, þarf ekki að taka mið af óskum sérfræðinganna. Von er mikilvægur þáttur í skil- greiningu á valdeflingu. Sá sem er von- góður trúir á mögulegar breytingar í framtíðinni og eigin árangur, án vonar getur það virst tilgangslaust að reyna. Skjólstæðingar sem tjá reiði sína eru oft greindir af sérfræðingum, að vera „í kvíðakasti“ eða „stjórnlausir“. Jafnvel þegar reiði er lögmæt og myndi teljast svo hjá „heilbrigðum“ einstaklingi og er enn eitt dæmið um það hvernig jákvæð gæði verður neikvætt þegar maður greinist með geðrænan vanda. Skjól- stæðingar þurfa tækifæri til að læra um reiði, til að tjá hana á öruggan hátt og til að viðurkenna takmarkanir sínar. Mikilvægur þáttur í skilgreiningu okkar er að tilheyra hóp. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að valdefling er ferli sem hefur að gera með að upplifa tengsl við annað fólk. Það er ekki að- eins einn sem kemur og „lagar allt“ og hverfur svo á braut heldur er það sam- eiginlegt verkefni hópsins. Valdefling er meira en bara „tilfinning“ eða „líðan“, hún er undanfari breytinga. Þegar skjólstæðingurinn upplifir meira vald, finnst honum eða henni vera meira ör- yggi og upplifir meiri færni. Þessi staða leiðir til aukinnar getu til að stjórna eigin lífi, sem leiðir til enn meiri og betri sjálfsmyndar. Við höfum úrræði fyrir takmarkaðan hóp fólks með geðrænan vanda sem er Björgin en sá staður hentar ekki öllum þeim einstaklingum sem þurfa sérstakt úrræði í endurhæfingu sinn og til þess að losna úr félagslegri einangrun sem það hefur sett sig í vegna úrræðaleysis í heilbrigðiskerfinu utan höfuðborgar- innar, við erum EKKI að sinna öllum sem þurfa sérhæfða heilbrigðisþjón- ustu sem gæti þó verið veitt af þver- faglegu teymi heilbrigðisstofnunar og félagsþjónustu. Ég tel að við eigum að kortleggja stöðu þessa hóps, hvar liggja styrk- leikar þess og er mögulegt að virkja þá og styðja til náms þar sem hæfnin og getan er til staðar. Við í Pírötum og óháðum viljum að þessi kerfi tali saman og kortleggi þarfir þessa hóps og klæðskerasníði úrræði sem hentar fólkinu því það er jú fólkið sem á að nýta þjónustuna en ekki sá sem skipuleggur hana þ.e. sér- fræðingurinn. Þú skiptir máli! KJÖRFUNDUR vegna sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Vogum 14. maí 2022 Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00 Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2, gengið inn frá leikvelli Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga fram að kjördegi. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga Í nútímasamfélagi hefur ákveðinn hluti samskipta og þjónustu færst yfir á netið og samfélagsmiðla og fréttir eru aðgengilegar allan sólarhringinn á net- miðlum. Símar og spjaldtölvur gegna stærra og stærra hlutverki í daglegu lífi okkar og sífellt bætast við nýjar leiðir til samskipta og fréttaflutnings. Þetta er gjörbreyttur veruleiki frá því sam- félagi sem eldra fólk ólst upp við og lifði við á fullorðinsárum sínum. Sjálfur er ég 45 ára og ólst upp við sveita- síma fyrstu ár ævinnar en svo tók sjálfvirki síminn við og við þekkjum framhaldið. Breytingarnar eru ótrú- lega miklar á ekki lengri tíma. Þó svo að meirihluti eldra fólks eigi tölvur eða snjalltæki og noti reglulega þá upplifa sum þeirra aukna einangrun meðal annars vegna þessara samfélagsbreyt- inga. Sumt eldra fólk getur ekki nýtt tæknina eða þá möguleika sem henni fylgja og verður þá af afþreyingu, sam- skiptum við fjölskyldu og vini og getur ekki nýtt sér þá þjónustu sem möguleg er á netinu. Ný námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk Í kjölfar útboðs Ríkiskaupa, höfum við í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu undirritað samninga við átta fræðslu- aðila um allt land um kennslu í tölvu- læsi fyrir eldra fólk. Markhópurinn er fólk eldra en 60 ára sem vill þiggja námskeið í tæknilæsi á snjalltæki, eins og spjaldtölvur og snjallsíma. Um er að ræða sérsniðna kennslu sem hjálpar eldra fólki að nýta sér þjónustu og raf- ræn samskipti á netinu með það að markmiði að draga úr félagslegri ein- angrun, njóta afþreyingar á netinu og auka notkun á þjónustusíðum. Námskeiðin fela þannig í sér kennslu í notkun rafrænna skilríkja og vef- síðna sem nota þau, heimabanka, net- verslun og fræðslu vegna samfélags- miðla og efnisveitna. Þá verður farið yfir notkun á tölvupósti og önnur raf- ræn samskipti. Námskeiðin verða haldin víða og í hverjum landshluta. Gengið hefur verið frá samningi við Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum sem mun annast námskeið á Suðurnesjum. Drögum úr einangrun eldra fólks Ekkert kemur í staðinn fyrir bein samskipti við fólk, en nútímasam- félag býður upp á svo marga fleiri og gefandi samskiptamáta, auk allrar Frá sveitasíma til snjalltækis Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. þeirrar þjónustu, frétta og fróð- leiks sem hægt er að sækja með nýrri tækni, og geta létt okkur lífið. Það er mikilvægt að draga úr einangrun og einmanaleika fólks og ég hvet fólk eindregið til að nýta sér þessa þjónustu til að öðlast meiri færni á tækniöld nútímasamfélags. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin og hvernig við getum lært af þessu verkefni til að draga enn frekar úr félagslegri einangrun eldra fólks. Skil á aðSENdu EFNi í kOSNiNgablað vF Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 17

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.