Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 18
Byggjum upp atvinnulífs- kjarna í Reykjanesbæ Sighvatur Jónsson, 6. sæti B-lista Framsóknar í Reykja- nesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Við fjölskyldan fluttum í Dalshverfi í Innri-Njarðvík sumarið 2018 skömmu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Eitt af síðustu verkunum á æskuslóð- unum í Vestmannaeyjum þá var ein- mitt að kjósa. Þegar við komum til Reykjanesbæjar blasti enn við kynn- ingarefni Framsóknar fyrir kosning- arnar. Brosmild og einbeitt andlit fram- bjóðenda horfðu til mín undir slagorð- inu: „Við getum gert það!“ Ekki datt mér í hug þá að tæpum fjórum árum síðar yrði mér boðið að taka sæti á lista með þessu sama fólki og fleiri öflugum fulltrúum Framsóknar í Reykjanesbæ. Þegar leitað var til mín fyrr í vetur spurði ég mig að tvennu: Hvað hef ég lært af því að búa í Reykja- nesbæ og hvað hef ég fram að færa til starfa fyrir sveitarfélagið? Kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf Þegar ég flutti til Reykjanesbæjar vann ég á útvarpsstöðinni K100 og síðar sem fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Ég fjallaði um málefni Reykjanesbæjar og kynntist öflugu at- vinnulífi við Keflavíkurflugvöll sem getur að sama skapi verið viðkvæmt, samanber áhrifin af falli flugfélagsins WOW air og heimsfaraldurs kórón- uveirunnar. Í málefnaskrá Framsóknar á nýjum vef okkar www.framsoknrnb.is kemur fram að við viljum styrkja tengslin við sjávarútveginn með landeldi á Reykja- nesi og tryggja að Njarðvíkurhöfn verði nýtt enn frekar til viðhalds skipaflota landsins. Þá umræðu þekki ég vel frá Eyjum þar sem skipalyfta er of lítil fyrir stærstu skip flotans. Atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ Ég mun leggja áherslu á að atvinnu- lífskjarni í Reykjanesbæ verði að veru- leika. Ég hef verið mjög spenntur fyrir slíkum hugmyndum frá árinu 2008 þegar ég flutti aftur til Vestmannaeyja eftir tölvunarfræðinám í Danmörku. Undanfarin ár hef ég fylgst með um- ræðu um nýsköpunarsetur, skrifstofu- hótel og ýmsa möguleika við tækni- störf á landsbyggðinni. Eftir Covid- faraldurinn eru störf án staðsetningar skyndilega orðin algengari en áður. Atvinnulífskjarni í heimabyggð styður við einstaklinga sem vinna fjarri vinnustaðnum að hluta. Sjálfur vinn ég fyrir hugbúnaðardeild Marel, ýmist í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ eða að heiman. Aftur vísa ég til frambjóðenda Fram- sóknar á auglýsingaskiltunum í Reykja- nesbæ sumarið 2018 og slagorðsins: „Mengandi stóriðju burt!“ Margt hefur áunnist varðandi kísilverið í Helguvík á yfirstandandi kjörtímabili en málinu er ekki lokið. Framsókn í Reykjanesbæ vill enga mengandi stóriðju í Helguvík. Gerum gott samfélag enn betra. Gott samfélag fyrir alla Laufey Erlendsdóttir, skipar 2. sæti á Bæjarlistanum í Suðurnesjabæ. Öll viljum við að börnin okkar vaxi og dafni vel og lifi við velferð, heilsu og hamingju. Ef foreldrar eru spurðir hvers þeir óska fyrir börn sín, eru það þættir eins og hamingja, heilbrigði, siðferði og að geta tekið virkan þátt í lífinu og samfélaginu sem foreldrum þykja mikilvægastir. Að mínu mati þurfa uppalendur, skólar og samfélagið að vinna saman að mótun einstakl- ingsins. Horfa þarf á þætti sem hjálpa ungmennum að dafna, eins og þraut- seigju, uppbyggileg áhugamál, hæfi- leika, persónuleikastyrkleika auk ut- anaðkomandi þátta eins og stuðnings frá fjölskyldunni og góðra fyrirmynda. Að stunda reglulega hreyfingu hefur víðtæk áhrif á líðan einstaklingsins eins og við þekkjum flest. Hún hefur áhrif á andlega og líkamlega líðan, gæði svefns, sjálfstraust og hefur verndandi áhrif gegn þunglyndi og kvíða. Það er einnig mjög mikilvægt fyrir alla að eiga vini, tilheyra hópi og finna sig velkom- inn í hópnum. Þetta á við um fólk á öllum aldri. Því eiga allir aldurshópar að hafa aðstæður og hvatningu til að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag og snýst það um að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Auk þess á heilsa og líðan íbúa að vera í fyrirrúmi í stefnu- mótun og aðgerðum á öllum sviðum. Við þurfum því öll að leggjast á eitt við að skapa heilsueflandi samfélag. Foreldrar og aðrir uppalendur þurfa að vera góðar fyrirmyndir, hvort sem um ræðir í hreyfingu, mataræði, heil- brigðum lifnaðarháttum, uppbyggi- legum samskiptum eða öðrum at- höfnum. Besta forvörnin felst í því að læra af eigin reynslu í gegn um gleði og leik. Það er því gott að börn og ung- menni læri það snemma á lífsleiðinni að það felur í sér vellíðan að huga vel að heilsunni. Það er mun einfaldari leið en að predika um holla lifnaðarhætti. Bæjaryfirvöld þurfa hinsvegar að taka þátt í að skapa umhverfið. Aðstæður þurfa að vera góðar og hvetjandi fyrir alla að rækta útivist, hreyfingu og sam- veru. Því er mikilvægt að umhverfið sé vel skipulagt og hvetjandi með góðum og öruggum göngu- og hjólastígum, grænum svæðum og góðum leikvöllum. Þar kemur til ábyrgðar sveitarfélagsins. Við á Bæjarlistanum viljum setja í forgang góðar aðstæður í bæjarfélag- inu okkar og auka forvarnir og hvatn- ingu til allra aldurshópa um heilsu- eflandi lifnaðarhætti. Við viljum auka framboð íþróttagreina, styðja vel við íþróttafélögin í bænum, efla almenn- ingsíþróttir og fjölga heilsueflandi úr- ræðum fyrir eldri borgara. Bæjarlistinn stendur fyrir faglega forystu og heilsu- eflandi samfélag. X-O. Eflum Suðurnesjabæ í ferða-, safna-, og menningarmálum Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, 3. sæti D-listans í Suðurnesjabæ. Göngustígur á milli hverfa var mikil lyftistöng fyrir samfélagið og var það undirstaða sameiningu bæjarbúa. Göngustígurinn mun halda áfram allan hringinn, yfir í Reykjanesbæ og þar með verður það góð samgöngubót fyrir göngu- og hjólreiðafólk. Í Suðurnesjabæ höfum við söfn sem fræðir okkur á allan hátt, byggðasafnið segir sögu okkar bæjarbúa, bókasafnið veitir okkur upplýsingar og Þekking- arsetrið rannsakar umhverfið. Við verðum að standa vörð um söfnin okkar og eigum við að vera stolt af um- hverfi okkar, sögu og menningu. Við búum í fjölmenningarsamfélagi og ætlum við að auka fjölbreytni í lista- og menningarmálum svo sem tónlistar- hátíð, myndlistahátíð og íþróttahátíð. Efla íbúa okkar af erlendum uppruna til að kynna sína menningu og hvetja þau til að halda viðburði. Við viljum að Samkomuhúsið í Garði verði lagfært og gert að menn- ingarmiðstöð sveitarfélagsins og Sam- komuhúsið í Sandgerði verði haldið við svo það missi ekki sjarma sinn svo stórir sem smáir viðburði geti notið sín í því húsi. Umhverfið á Garðskaga í heild er heillandi fyrir ferðamenn og fjöldinn allur sem leggur leið sína þangað til að njóta þessara einstöku náttúruperlu sem við höfum upp á að bjóða. Bæta þarf umhverfið þar til muna svo við getum verið stoltari af því svæði. Auka þarf tengingar betur sem til dæmis væri hægt með göngustíg frá gamla Garðskagavita að Ósabotnum. Þar yrði sögunni með ströndinn gerð betur skil með skemmtilegum söguskiltum á leið- inni svo íbúar og gestir fræðist betur um sögur samfélagsins okkar. Suðurnesjabær hefur að geyma mikla sögu og menningu. Þar felast mörg atvinnutækifæri fyrir ferðaþjón- ustufyrirtæki í afþreyingu, gistingu og veitingarekstri. Svo sveitarfélagið okkar geti blómstrað í þessum mála- flokkum er samvinna við íbúa mikil- vægur þáttur. Hvatning og þátttaka er grunnurinn til að gera gott samfélag enn betra. Þessi málefni eru mér efst í huga, ég óska eftir þínum stuðningi. Hreyfing og lýðheilsa Ásdís Ragna Einarsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Reykjanesbæ. Dagleg hreyfing er mikilvæg til þess að auka líkamlegan og andlegan styrk og vellíðan svo að fólki gangi betur að takst á við verkefni daglegs lífs. Það að hreyfa sig reglulega hefur fjölþættan ávinning fyrir heilsuna eins og rann- sóknir staðfesta. Hreyfing minnkar líkurnar á flestum langvinnum sjúk- dómum meðal annars líkurnar á að fá kransæðasjúkdóma, heilablóðfall, sykursýki af tegund 2, sumar tegundir krabbameina, stoðkerfisvandamál og geðröskun. Ávinningurinn af því að hreyfa sig takmark- ast ekki við að fyrirbyggja sjúkdóma eða halda þeim í skefjum heldur eykur hreyfing líkamshreysti, vellíðan og lífsgæði almennt. Auk beinna áhrifa á heilsu og líðan geta lifnaðarhættir, sem fela í sér daglega hreyfingu, skapað tækifæri til að mynda og styrkja félagsleg tengsl. Hreyfing er einnig tengd öðrum heilbrigðum lífsháttum svo sem góðu mataræði og reykleysi og getur hjálpað til við aðrar jákvæðar breytingar á lífsháttum. Kyrrseta getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu og fjárhag fólks og það er ekki síður mikið í húfi fyrir samfélagið í heild. Rann- sóknir benda til þess að meira en helmingur fullorðinna Íslendinga hreyfi sig ekki í samræmi við hreyfiráðlegg- ingar. Tímaskortur og þreyta eru algengar skýringar fyrir lítilli hreyfingu hjá fullorðnum. Því er lögð sérstök áhersla á að hreyfingin þurfi ekki að vera tímafrek eða erfið, til að hafa jákvæð áhrif á heilsu og stuðla að vellíðan nægir að stunda miðlungserfiða hreyfingu daglega í samtals hálftíma. Æskilegast er að stunda hreyfingu reglulega alla ævi en það er aldrei of seint að byrja. Umfram allt er mikilvægt að velja hreyfingu í stað kyrrsetu í daglegu lífi t.d. með því að velja göngu eða hjólreiðar sem ferða- máta eins oft og mögulegt er, þrífa heimilið, velja stigann í stað lyftunnar, ganga rösklega, synda eða skokka rólega og sinna garðvinnu. Kostir þess að takmarka kyrrsetu og stunda reglubundna hreyfingu eru ótvíræðir fyrir al- menna heilsu og vellíðan. Möguleikar til hreyfingar og útivistar eru víðsvegar á Suðurnesjum og má þar nefna heilsustíga og fjölda gönguleiða í fallegri náttúru Reykjaness. Einnig er að finna fjórar hreyfistöðvar í Reykjanesbæ með fjöl- breyttum útiæfingatækjum sem taka á öllum vöðvum lík- amans og henta bæði fyrir unga sem aldna. Laugardaginn 7. maí næstkomandi milli klukkan 11 og 12 verður boðið upp á kennslu á útiæfingatækin í Skrúðgarðinum þar sem þjálfari frá Heilsuakademíu Keilis mun kenna bæjarbúum hvernig megi nota útiæfingatækin sér til heilsubótar. Íþróttir sameina samfélög Birgir Már Bragason, skipar 3. sæti á lista Beinnar leiðar í komandi bæjarstjórnarkosningum. Margt gott hefur verið gert á síðasta kjörtímabili er varðar íþrótta- og tóm- stundamál í Reykjanesbæ. Búið er að gera vel heppnaðar endurbætur á úti- svæði sundlaugarinnar, nýr gervigras- völlur orðinn að veruleika og íþrótta- hús í byggingu við Stapaskóla. Þá var Bardagahöll Reykjanesbæjar tekin í notkun, ný aðstaða fyrir Borðtennis- félag Reykjanesbæjar og Golfklúbb Suðurnesja og einnig búið að tryggja siglingafélaginu Knörr aðstöðu við smábátahöfnina. Síðast en ekki síst var komið á fót frístundarútu sem keyrir yngstu börnin á æfingar. En betur má ef duga skal og nú er mikilvægt að vinna að langtímaáætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ í nánu samráði við íþróttafélög bæjarins. Hlúa þarf vel að þeim íþróttagreinum sem þegar eru til staðar og ljúka við þær framkvæmdir sem setið hafa á hakanum. Ég sé fyrir mér að aukið samstarf milli íþróttafélaganna sem starfa hér í Reykjanesbæ geti bætt og aukið fjöl- breytni þess gróskumikla starfs sem við erum svo heppin að búa við nú þegar. Við getum verið stolt af því íþróttastarfi sem er unnið af öflugu fólki sem íbúar njóta góðs af og bæjar- félagið er þekkt fyrir. Fjölnota íþróttahús hafa víða eflt og jafnvel gjörbylt starfi íþróttafélaga. Hugmyndir um tengingu íþróttasvæða Keflavíkur og Njarðvíkur með fjölnota íþróttahúsi sem gagnast myndi fim- leikadeildinni sem beðið hefur lengi eftir betri aðstöðu hugnast okkur hjá Beinni leið vel. Byggja mætti sameig- inleg aðstöðu sem hýsir boltaíþróttir, fimleikadeildina, skotíþróttir, bardaga- íþróttir og stuðla að fjölgun íþrótta- greina til að ná til fleiri iðkenda og gefa minni og óhefðbundnari greinum aukið vægi og svigrúm. Íþróttir eru nefnilega ekki aðeins heilsusamlegar heldur sameina þær fólk og ýta undir félagsleg tengsl allra aldurshópa. Með karla- og kvenna- lið bæjarins bæði í körfu- og fótbolta í toppbaráttu efstu deilda ár eftir ár hefur það sýnt sig og sannað. Markvissar aðgerðir þarf til að stuðla að aukinni vellíðan og bættri andlegri heilsu allra aldurshópa og eru íþróttir og tómstundir stór liður í því. Hvatagreiðslur hafa hækkað jafnt og þétt síðastliðin ár og mikilvægt að halda þeirri vegferð áfram. Einnig þarf að halda áfram hvatningu til eldri kynslóðarinnar um aukna virkni og hreyfingu og sér Bein leið fyrir sér að hvatagreiðslur eigi einnig að ná til þess aldurshóps. Til að styrkja okkar metnaðarfulla íþróttastarf enn frekar þarf að auka fjármagn til málaflokksins. Á meðan Reykjanesbær ver 1,2 m.kr. til íþrótta- og tómstundamála ver Akureyri sem dæmi 2,3 m.kr. til sama málaflokks. Þá er nauðsynlegt að styrkja innviði íþróttahreyfingarinnar með auknum stöðugildum til að tækifæri séu til vaxtar líkt og á Akureyri þar sem 74 starfsmenn vinna að málefninu á meðan 47 sinna því hér. Við hjá Beinni leið viljum samein- ast um að styðja enn frekar við íþrótta- félögin í bænum og á sama tíma efla heilsu og vellíðan íbúa. Áfram Reykja- nesbær! FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 18 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.