Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 20
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari karlaliðs Grindavíkur, segist vera brattur fyrir átökin í Lengjudeildinni í sumar. Alfreð tók við Grindavík síðasta haust en hann er sjálfur uppalinn Grindvíkingur, lék um 40 leiki í efstu deild með félaginu og skoraði fimm mörk. Vel heppnuð vorferð Suðurnesjadeildar FKA Sextíu konur í Suðurnesjadeild Félags kvenna í atvinnulífinu Atvinnurekendadeild Félags kvenna í atvinnulífinu (AFKA) fór í sína árlegu vorferð á dögunum sem heppnaðist mjög vel í alla staði og var áfangastaðurinn Suðurnesin þetta árið. „Það er ekkert annað en magnað að fylgjast með lands- byggðadeildum FKA springa út. Þessi vegferð kvenna á Suðurnesjum er einstök og virkilega gaman að fá að taka þátt í að skapa og endur- skapa og ekki síst kortleggja tæki- færin í deild sem telur hátt í sextíu konur og stækkar hratt,“ segir Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður FKA Suðurnes, fyrsti kvenformaður stjórnar HS Veitna, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og hjúkrunarfræð- ingur. Nýjasta deild FKA er á Suðurnesjum Nýjasta deild FKA er á Suðurnesjum og þar er lögð áhersla á nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra kvenna á svæðinu með jákvæðni, seiglu og útsjónarsemi. „Með því að efla þátt kvenna í samfélaginu, eflum við okkur öll,“ segir Guðný en með henni er Fida Abu Libdeh varafor- maður FKA Suðurnes í forsvari með félagsdeildina. Styrkleikar í fjölbreytileikanum Dagskráin var þétt sem náði yfir tvo daga og gisti hópurinn á Hótel Keflavík. Viðburðurinn er hugsaður sem tengslamyndun og vettvangur til að styðja við kvenleiðtoga í að sækja fram og auka þátttöku og sýnileika í atvinnulífinu. Farið var í heimsóknir í fjölmörg fyrirtæki á Suðurnesjum, m.a. í Grindavík og Reykjanesbæ þar sem hópurinn fékk kynningu á starfsemi þeirra. Nokkrir stjórnendur og sérfræðingar hjá sveitarfélaginu Reykjanesbæ tóku á móti hópnum í bíósal Duus húsa í lok dags á laugardeginum og kynntu sín störf og helstu verkefni. „Við þurfum að nýta okkur styrk- leikana sem felast í fjölbreytileika samfélagsins á Suðurnesjum með því að styðja konur í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku,“ segir Guðný. Atvinnusköpun og tækifærin „Það var frábært að fá félagskonur af landinu í Reykjanesbæ og deildin hér á Suðurnesjum þakkar AFKA konum kærlega fyrir heimsóknina og frábæra ferð,“ segir Guðný Birna. Félagskonur FKA heimsóttu konur, kynntust og áttu góða daga saman og skemmtilegt kvöld. Það voru þær Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir verkefnastjóri gæðamála, Ásdís Ragna Einarsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála, Ásta Kristín Guð- mundsdóttir, teymisstjóri alþjóð- legrar verndar og samræmdrar mót- töku flóttafólks, Eydís Rós Ármanns- dóttir verkefnastjóri Velferðarnets – Sterkrar framlínu, Halldóra G. Jóns- dóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála og Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðu- maður Súlunnar verkefnastofu sem allar eru félagskonur í FKA. Félags- konur FKA voru að sögn Guðnýjar heillaðar af útgeislun hópsins, þeirri sýn sem kynnt var og þeirri heild- rænu nálgun þar sem unnið með margbreytileikann. Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica og varaformaður FKA Suðurnes, og Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður FKA Suðurnes. Það voru þær Aðalheiður Júlírós, Ásdís Ragna, Ásta Kristín, Eydís Rós, Halldóra, Hilma og Þórdís Ósk, sem allar eru félagskonur í FKA, sem kynntu heilsueflandi og metnaðarfulla heildarsýn á verkefni í Reykjanesbæ, sem höndlar með margbreytileikann og ferskar nálganir. Hópurinn heimsótti fjölmörg fyrirtæki og félagskonur m.a. Paloma, Vigt, Bryggjan, VP Verkstæði, Benchmark Genetics, Torfæru og Rallycross útgerðin, Orkustöðina, HS veitur, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum MSS, Trendport og Duus hús. Betra lið í hverri viku 20 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM sport

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.