Víkurfréttir - 04.05.2022, Side 21
Alfreð hóf þjálfaraferilinn með GG
árið 2006 og hefur þjálfað lið Ægis
í Þorlákshöfn, ÍBV, BÍ/Bolungarvík
og síðustu fimm ár var hann með
kvennalið Selfoss sem hann gerði
meðal annars að bikarmeisturum
árið 2019. Nú má segja að Alfreð sé
kominn heim en hann gerði þriggja
ára samning við Grindavík síðasta
haust og segir undirbúningstímabilið
hafa gengið mjög vel.
„Ég er bara brattur fyrir tímabilið,
þetta er það sem við erum búnir
að vera að æfa fyrir í allan vetur
og erum fullir eftirvæntingar fyrir
fyrsta leik,“ sagði Alfreð þegar Víkur-
fréttir heyrðu í honum en keppni í
Lengjudeildinni hefst nú í vikunni.
„Liðið er að slípast til og verið að
fínstilla. Við erum búnir að vera að
prófa alls kyns útfærslur og leikmenn
í vetur en nú held ég að þetta sé að
smella saman.“
Hver eru markmið sumarsins hjá
ykkur Grindvíkingum?
„Markmiðið er að verða betra lið í
hverri viku, bæta okkur sem leik-
menn og lið. Þú færð mig ekki til að
segja hvort við ætlum upp eða niður.
Við munum einblína á okkur, leggja
okkur fram við að bæta eigin leik,
gera okkar besta og svo teljum við
upp úr pokanum í haust.“
Vilja endurspegla bæinn sinn
Þið hljótið nú að stefna á sæti í
efstu deild, er Grindavík ekki lið
sem á heima þar?
„Jú, að sjálfsögðu finnst okkur að
Grindavík sé lið sem eigi heima í
efstu deild og við munum gera okkar
besta til að tryggja Grindavík sæti
þar. Við viljum endurspegla bæjar-
félagið okkar og sýna vinnusemi, ein-
beitingu og dugnað.“
Alfreð segir að stemmningin í
bænum sé mjög jákvæð og hann
skynji mikinn stuðning. „Við héldum
stuðningsmannakvöld um daginn,
vorum með sameiginlegt fyrir karla-,
kvennaliðið og GG. Það er í fyrsta
sinn í langan tíma sem við höldum
þetta saman og það heppnaðist mjög
vel, var vel sótt og fólk skemmti sér
vel saman.
Ég hef ekki fundið fyrir neinu
nema góðvild og hlýju frá bæjar-
búum sem hlakka til tímabilsins
eins og við. Svo þegar við byrjum
að vinna leikina þá fjölgar í fallegu
stúkunni okkar.“
Nú mætið þið Aftureldingu á úti-
velli í fyrsta leik. Hvernig leggst sá
leikur í þig?
„Bara vel, við erum fullir tilhlökk-
unar að byrja – það verður gaman að
sækja þrjú stig í Mosfellsbæ,“ segir
Alfreð að lokum.
Betra lið í hverri viku
Við viljum endur-
spegla bæjarfélagið
okkar og sýna vinnusemi,
einbeitingu og dugnað [...]
Svo þegar við byrjum að vinna
leikina þá fjölgar í fallegu
stúkunni okkar ...
Jóhann Páll Kristbjörnsson
johann@vf.is
Nýliðakynning hjá Golfklúbbi Suðurnesja
VILTU KYNNA ÞÉR GOLF OG FÁ AÐ PRÓFA?
Þann 9. maí hefjast nýliðakynningar hjá Golfklúbbi
Suðurnesja. Sigurpáll Geir Sveinsson, PGA golfkennari og
íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, ásamt leiðbeinanda,
mun kynna golfíþróttina fyrir áhugasömum ásamt því
að fara yfir grunn atriði golfsveiflunnar ásamt púttum og
vippum. Námskeiðin miða að þeim sem langar að prófa
golf eða eru að skríða sín fyrstu skref í íþróttinni.
Miðað er við nýliða og þá sem hafa ekki náð 35 í forgjöf.
Námskeið 1. 9. og 10. maí kl. 19.30–20.30.
Námskeið 2. 9. og 10. maí kl. 20.30–21.30.
Námskeið 3. 16. og 17. maí kl. 19.30–20.30.
Námskeið 4. 16. og 17. maí kl. 20.30–21.30.
Námskeið 5. 23. og 24. maí kl. 19.30–20.30.
Námskeið 6. 23. og 24. maí kl. 20.30–21.30.
Námskeiðið kostar aðeins 7.000 kr. og eru kúlur og áhöld innifalin.
Fyrir þá sem síðan ganga í golfklúbbinn fæst gjaldið endurgreitt.
Skráning er hafin á www.sportabler.com/shop/gs
Takmarkað sætaframboð!
Markaskorarinn Sigurður Bjartur Hallsson skipti yfir í KR eftir síðasta
tímabil og Alfreð segir að eðlilega muni Grindvíkingar sakna krafta hans.
„Hann skoraði sautján mörk í fyrra, næstum helming allra marka liðsins
– en nú þurfa aðrir leikmenn að stíga upp og taka boltann. Við þurfum
að dreifa mörkunum á fleiri – ekki treysta á einhvern einn.“
GOLFSKÓDAGAR
SÉRFRÆÐINGUR VERÐUR Á STAÐNUM
FIMMTUDAGINN 5. MAÍ
Í SKÓBÚÐINNI HAFNARGÖTU 29
% AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM GOLFSKÓM20
5.-7. MAÍ
Alfreð ásamt þjálfarateyminu á þessari leiktíð.
F.v: Maciej Majewski, Milan Stefán Jankovic, Alfreð Elías
Jóhannsson, Vladimir Vuckovic og Óttar Guðlaugsson.
víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 21