Víkurfréttir - 09.06.2022, Síða 4
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
TJÓNASKOÐUN
BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR
BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR
INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI
MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR
Bolafæti 3 – Njarðvík
Sími 421 4117
bilbot@simnet.is
Sílið hefur snúið aftur eftir að makríllinn hætti að koma
Júní mættur á svæðið, þó ekki tog-
arinn júní heldur þessi mánuður.
Það voru reyndar gerðir út togarar
sem hétu þessu nafni, Júni GK, og
voru þeir frá Hafnarfirði. Fyrst síðu-
togari og síðan skuttogari.
Allavega þá byrjar þessi mánuður
mjög rólega fyrir útgerð frá Suður-
nesjunum. Sturla GK kom með 50
tonn til Grindavíkur. Enginn neta-
bátur hefur landað og dragnótabát-
arnir eru enn á veiðum. Nesfisk-
sbátarnir munu róa til 9. júní og fara
síðan í stopp í sjö vikur.
Reyndar fóru bæði Siggi Bjarna
GK og Sigurfari GK vestur utan við
Patreksfjörð og þegar þessi pistill
er skrifaður þá voru þeir ennþá á
veiðum þar og því ekki kominn afli.
Reyndar er þetta þriðji túrinn hjá
Sigurfara GK þarna vestur, því hann
fór í túr snemma í júní og náði þá
tuttugu tonnum en þurfti að koma
fyrr í land því það varð smá bilun í
vírastýri á spili bátsins.
Það er eiginlega helst í gangi frá
Suðurnesjunum utan við dragnóta-
bátanna eru handfærabátarnir, en
þeir eru nokkuð margir á veiðum og
skiptast þeir má segja í tvo flokka,
strandveiðibátana og bátana sem
eru að veiða ufsann. Ragnar Alfreðs
GK og Addi Afi GK komu báðir með
svo til jafn mikinn afla í land, Addi
Afi GK kom með 5621 kg og af því
var ufsi 5,5 tonn, Ragnar Alfreðs
GK kom með 5679 kr í land og af
því var ufsi 3,3 tonn. Auk þeirra
var Hrappur GK með 3,5 tonn í
tveimur róðrum og af því ufsi 2,1
tonn í Grindavík, Stakasteinn GK
2,3 tonn í tveimur og af því ufsi eitt
tonn, Snorri GK 2 tonn í einum og
af því var ufsi 1,9 tonn, Snorri GK
hét áður Brynjar KE, og Von ÓF 1,9
tonn í einum og af því ufsi 1,8 tonn.
Mikið líf er í sjónum hér fyrir
utan og eftir að makrílinn hætti að
koma þá hefur sílið komið aftur og
með því hefur þorskurinn verið að
eltast með. Tala sjómenn um það að
nú sé mjög stór og mikill þorskur á
veiðast á handfærin og það stefnir
því í að sumarið verði gott hjá
handfærabátunum frá Sandgerði
og Grindavík.
Annars er ég staddur núna í
Grundarfirði og þar hefur verið
mikill uppgangur í útgerð og sem og
hafnarstarfsemi. Margir togarar frá
Reykjavík og 29 metra togararnir
frá Grindavík hafa landað þar og er
aflanum þá ekið suður til vinnslu.
Reyndar er bátur sem heitir Ísey
EA núna gerður út frá Sandgerði og
sá bátur á ansi sterka tengingu við
Grundarfjörð. Ísey EA var smíðaður
á Seyðisfirði árið 1976 og hét fyrst
Langanes ÞH, hann var seldur
1978 til Grundarfjarðar og fékk þar
nafnið Farsæll SH 30. Í Grundarfirði
var báturinn í átján ár, eða til 1996,
þegar að hann var seldur til Stykkis-
hólms og þaðan til Ólafsvíkur.
Stakkavík ehf. í Grindavík kaupir
bátinn árið 2007 og fékk hann þá
nafnið Gulltoppur GK 24, Stakkavík
gerði bátinn út til 2018 og þá á
dragnót og línu með bölum. Síðan
2019 hefur báturinn heitið Ísey EA
(var reyndar fyrst Ísey ÁR) og skip-
stjórinn á bátnum er Grétar Þor-
geirsson sem var í 25 ár skipstjóri
á bátnum Farsæli GK frá Grindavík
sem faðir hans átti.
Það má geta þess að árið 2021
fiskaði Ísey EA um 1.143 tonn yfir
árið og var þetta mesti ársafli sem
að Grétar hafði náð en núna í ár hóf
báturinn ekki veiðar fyrr en í enda
apríl.
Áfram er hægt að finna teng-
ingu því núverandi Farsæll SH
er 29 metra togari sem var áður í
Grindavík og hét þar Áskell EA – og
reyndar er 29 metra togari gerður
út frá Grundarfriði sem heitir
Sigurborg SH en sá togari hét áður
Vörður EA. Vörður EA og Áskell EA
voru báðir í eigu Gjögurs en viku
fyrir nýrri 29 metra togurum sem
heita Vörður ÞH og Áskell ÞH.
aFlaFrÉttir á SuÐurnESjum
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Tvenn hjón úr Sandgerði hafa keypt húsnæði og rekstur veitinga-
hússins Vitans í Sandgerði af hjónunum Stefáni Sigurðssyni og
Brynhildi Kristjánsdóttur. Þau höfðu rekið Vitann í nær fjóra áratugi,
hófu rekstur 1982 en Vitinn hefur verið lokaður síðustu tvö ár vegna
heimsfaraldurs Covid-19.
Stefán og Brynhildur hafa verið
síðustu mánuði á Kanaríeyjum og
notið heitara loftlags. Stefán hefur
þó ekki alvega sagt skilið við potta
og pönnur, hann hefur m.a. verið að
kokka á hinum kunna Klörubar. Í
samtali við Víkurfréttir segist Bryn-
hildur eiga eftir að sakna Vitans.
Stefán sagðist ekki sammála henni
þar og ætlaði að njóta þess að vera
sestur í helgan stein.
Nýir eigendur Vitans eru tvenn
hjón úr Sandgerði. Arna Björk Unn-
steinsdóttir og Símon Haukur Guð-
mundsson annarsvegar og Bergljót
Bára og Elfar Logason hinsvegar. Í
samtali við Víkurfréttir sögðust þau
ætla að glæða Vitann lífi að nýju.
„Við munum nýta gamalt og gott en
einnig setja okkar brag á staðinn. Hér
er góður grunnur og gott að byggja
ofan á hann,“ sögðu þau aðspurð um
hvort ráðist yrði í miklar breytingar.
Vitinn var með matseðil í há-
degi og á kvöldin þegar þau Stefán
og Brynhildur ráku staðinn. Nýir
eigendur ætla að hafa opið allan
daginn alla daga. Vitinn hafði skapað
sér sérstöðu með því að bjóða upp
á grjótkrabba sem alinn var lifandi
í kerjum við veitingahúsið. Grjót-
krabbinn mun aftur rata á matseðil
staðarins.
Frá því Vitinn lokaði fyrir tveimur
árum hefur ekki verið rekið veit-
ingahús í Sandgerði og segjast nýir
eigendur vera að auka þjónustu við
bæjarbúa. Þá er einnig markmið
nýrra eigenda að sækja á ferða-
mannamarkaðinn og fá ferðamenn,
bæði íslenska sem erlenda, til að
stoppa í Sandgerði og gera vel við
sig í mat.
Formleg opnun Vitans hefur ekki
verið tímasett en hún verður bráð-
lega og vonandi fyrir haustið.
Nýir eigendur taka
við rekstri Vitans
Brynhildur Kristjánsdóttir og Stefán
Sigurðsson á Vitanum á upphafsárum
Vitans. Mynd úr safni Víkurfrétta
- Grjótkrabbinn verður aftur í boði
F.v.: Elfar Logason, Bergljót Bára, Stefán Sigurðsson, Brynhildur Kristjánsdóttir, Símon Haukur Guðmundsson
og Arna Björk Unnsteinsdóttir. Á myndinni að neðan má sjá krabba- og skelfiskveislu í anda Vitans.
vf is
4 // VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum