Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2022, Side 14

Víkurfréttir - 09.06.2022, Side 14
SAFNSKIPIÐ ÓÐINN TIL GRINDAVÍKUR Á SJÓMANNADAGSHELGINNI Gamla varðskipið og nú safn- skipið Óðinn verður til sýnis á sjómannadagshelginni í Grindavík. Ákveðið er að Óðni verði siglt laugardaginn 11. júní til Grindavíkur og komið til hafnar þar um hádegisbil. Forseta Íslands, Guðna Th. Jó- hannessyni, hefur verið boðið með í siglinginguna til Grinda- víkur og hefur hann boðað komu sína. Í Grindavík verður athöfn við komu Óðins í höfn. Ávarp forseta Íslands. Ávarp Gunnars Tómassonar. Forstjóri japönsku skipasmíðastöðvarinnar, sem gaf Óðni nýtt formastur, flytur ávarp og mastrið verður afhjúpað. Þá flytur Guðmundur Hallvarðsson þakkarávarp fyrir hönd Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins. Flutt verður sjóferðabæn Odds V. Gíslasonar og séra Elín Gísladóttir blessar skipið. Eftir athöfnina verður Óðinn opinn almenningi til sýnis til klukkan 17:00. Óðinn siglir svo aftur til Reykjavíkur undir kvöld á laugardagskvöldinu. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG) er stéttarfélag sem á sér langa sögu en uppruninn er stofnun Verkalýðsfélags Grinda- víkur, árið 1937. Það voru nokkrir verkamenn sem stóðu að stofnun félagsins en eftir nokkur ár þótti eðlilegast að mynda sérstaka deild utan um sjómennina og það var svo árið 1956 sem sú deild klauf sig alfarið út úr Verkalýðsfélaginu og SVG var stofnað. Sú hefð hefur myndast í gegnum árin, að sjómannafélögin á landinu hafa gefið út sérstakt sjómannablað sem er þá gefið út í kringum sjálfan sjómannadaginn. Grindvíkingar tóku þessa hefð þó ekki upp fyrr en árið 1989 þegar fyrsta blaðið kom út. Í þessum pistli verður fjallað um sögu Sjómannadagsblaðs Grindavíkur og sat núverandi ritstjóri, sá sem hefur haft pennann lengst á lofti, Óskar Sævarsson, fyrir svörum. Óskar er starfsmaður skrifstofu SVG og fagnar 10 ára ritstjóraaf- mæli sínu á þessu ári en hægt er að nálgast öll fyrri blöð inni á vef SVG; https://svg.is/sjomannadagsbladid/ Fyrsta blaðið árið 1989 var ekki með eiginlegum ritstjóra, heldur ritnefnd og skipuðu Kjartan Kristó- fersson, Borgþór Baldursson og Ölver Skúlason fyrstu nefndina. Að- alhvatamaðurinn að útgáfu blaðsins var Björn Gunnarsson. Árið eftir tóku Pétur Vilbergsson og Hinrik Bergsson við stjórninni en það er óþarfi að rekja þetta í öllum blöðum, hægt að nálgast upplýsingarnar á vef SVG eins og áður sagði. Óskar tók við ritstjórninni árið 2013. „Það urðu kaflaskil í útgáfu blaðsins þegar Kristinn Bene- diktsson tók við ritstjórninni en Kiddi var frábær blaðamaður og ekki síst, ljósmyndari. Blöðin öðluðust í raun nýtt líf þegar Kiddi kom með allar sínar frábæru myndir inn í blöðin en eftir hann liggur ógrynni frábæra ljósmynda af sjómennsk- unni. Áður en Kiddi tók við þá voru vinnubrögðin í kringum svona blaða- útgáfu allt öðruvísi, ekkert „digital“ og það þurfti að setja myndir inn á annan máta en gert er í dag. Efnis- tökin hafa nú oftast verið af svip- uðum toga, allt sjómannatengt að sjálfsögðu en eins og ég segi, blöðin færðust upp um nokkur „level“ þegar Kiddi kom með sínar myndir. Því miður veiktist Kiddi og rétt náði að klára blaðið árið 2012 áður en hann féll frá og þá tók ég við. Ég vissi það nú reyndar ekki þegar ég mætti á aðalfund SVG en stungið var upp á mér sem næsta ritstjóra að mér for- spurðum, standandi lófatak á fund- inum og ég gat ekki vikist undan þessu. Hóf fljótlega störf á skrifstofu félagsins og þetta tvennt vann vel saman, að reka skrifstofuna og sanka að mér efni fyrir næstu blaðaútgáfu.” Það eru nokkrir mikilvægir póstar í sögu útgáfu Sjómannadagsblaðsins. „Þau eru nokkur hryggjarstykkin í sögu þessa blaðs og fyrstan skal nefna Svavar Ellertsson í Stapa- prenti en hann hefur lengst af brotið blaðið um og prentað, en annar eins öðlingur er vandfundinn. Afskap- lega gott að vinna með honum og okkar samstarf hefur alltaf verið gott. Ég naut líka góðs af því á þessum bernskusporum mínum sem ritstjóri, að ég hafði aðgang að öllu ljósmyndasafni Kidda Ben og eins voru nokkrar greinar sem Kiddi var byrjaður á. Annað hryggjarstykki sem vert er að minnast á er Ólafur Rúnar Þorvarðarson en eftir hann liggur sömuleiðis ógrynni ljósmynda, allt til svarthvítra mynda og fjölda greina. Við efnisöflun koma margir til hjálpar, velvild greinarhöfunda og ljósmyndara hér í víkinni er til fyrir- myndar. Á fyrstu árunum tíðkaðist að ganga í hús og selja Grindvíkingum blaðið en í COVID breyttist það og Grindavíkurbær samþykkti að styrkja blaðið þannig að það yrði borið í hvert hús í Grindavík - end- urgjaldslaust. Þó svo að aðkomu Grindavíkurbæjar sé lokið hvað það varðar, þá ætlar að SVG að halda þessu formi áfram og geta Grind- víkingar og þeir 50-60 utan bæjar- markanna sem fá blaðið sent heim til sín, farið að láta sig hlakka til.“ En hver eru efnistök blaðsins í ár? „Það eru fastir liðir eins og venju- lega, formannspistillinn, en for- maður SVG, Einar Hannes Harð- arson, er í samninganefndinni og ég ætlaði að hafa langt viðtal um gang viðræðnanna en Einar sagði að það væri ekkert… að frétta… Ég tek viðtal við Kjartan Viðarsson hjá Vísi og Hrannar Jónsson hjá Þor- birni vegna nýsmíði fyrirtækjanna og kaupa fiskiskipa í flotann, en von er á nýjum glæsilegum skipum í flota Grindvíkinga. Hér áður fyrr var aldrei hægt að fjalla um svona nýsmíði því það var ekkert slíkt í gangi. Mér finnst athyglisvert eitt umfjöllunarefnið en hafin er smíði á svokölluðu „Grindavíkurskipi“ en um er að ræða tíróinn, áttæring í fullri stærð. Umrætt skip þótti sér- stakt á sínum tíma, var frábrugðið öðrum áraskipum, en skipasmiður hefur hafið smíði á þessu skipi og er ég mjög spenntur að sjá útkomuna. Flott grein með flottum myndum. Það er fullt af fleiri áhugaverðum greinum með flottum myndum, ég lofa góðu blaði.“ Myndirnar eru úr safni Valdimars Jónssonar, loftskeytamanns, og voru birtar á vef Landhelgisgæslunnar í tilefni af 50 ára afmæli skipsins árið 2010. Sjómannadagsblað Grindavíkur 2020 Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur SjómannadagsblaðGrindavíkur 201930 ára Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Óskar Sævarsson, ritstjóri Sjómannadagsblaðs SVG, í viðtali Nokkrar forsíður Sjómannadagsblaðs Grindavíkur. „Þau eru nokkur hryggjarstykkin í sögu útgáfu blaðsins“ 14 // VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.