Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2022, Síða 23

Víkurfréttir - 09.06.2022, Síða 23
101 Íslandsmet Katla Ketilsdóttir setti fjórtán Íslandsmet á Evrópumótinu í ólympískum lyftingum. Að þessu sinni var mótið haldið í Tírana í Albaníu og fór fram dagana 28. maí til 5. júní. Katla keppti í -64 kg flokki kvenna og lenti hún í ellefta sæti. Þyngsta lyfta Kötlu í snörun var 88 kg en hún lyfti þyngst 106 kg í jafnhendingu og fékk hún allar sínar lyftur gildar. Auk þess að hafa sett fjöldann allan af Íslandsmetum á mótinu hlaut hún einnig „elite pin“ viðurkenninguna. Elite pin er viðurkenning sem veitt er þeim sem ná ákveðnum árangri eftir stöðlum Norðurlandanna og hafa staðist öll lyfjapróf á ferlinum. Þeir sem hafa hlotið viður- kenninguna fá beinan aðgang á öll mót Norðurlandanna. Katla er sjötti Íslendingurinn til að hljóta slíka viðurkenningu. Þess má geta að Katla hefur sett 101 Íslandsmet síðan hún byrjaði í íþróttinni. Katla náði markmiðum sínum fyrir mótið en hún segir lang- tímamarkmið sitt vera að komast á Ólympíuleikana. Aðspurð hvað taki við eftir mótið segir hún: „Ég er að fara inn á smá undirbúningstímabil núna fyrir EM Junior og heimsmeistara- mótið í haust.“ Keflavík Íslandsmeistari á dýnu Íslandsmótið í hópfimleikum var haldið þann 29. maí í íþrótta- húsinu Ásgarði í Garðabæ. Fimmtán stúlkur á aldrinum ellefu til þrettán ára frá Keflavík kepptu í þriðja flokki stúlkna og varð liðið íslandsmeistari á dýnu. Alls kepptu níu lið í flokknum lenti liðið í fjórða sæti samanlagt á áhöldum. Bikarmótið í áhaldafim- leikum var að einnig haldið þessa sömu helgi og kepptu þær Alísa Myrra Bjarnadóttir, Helen María Margeirsdóttir, Lovísa Gunnlaugsdóttir, Íris Björk Davíðsdóttir og Jóhanna Ýr Ólafs- dóttir í frjálsum æfingum. Góður árangur iðkenda fimleikadeildar Keflavíkur, bæði í hóp- og áhaldafimleikum, hefur ekki leynt sér en þær Lovísa Gunnlaugsdóttir, Margrét Júlía Jóhannsdóttir og Helen María Margeirsdóttir munu einnig keppa á Íslandsmótinu í áhaldafim- leikum sem haldið verður helgina 11.–12. júní í Gerplu. Bæði lið Borðtennisfélags Reykjanesbæjar upp um deild Borðtennisfélag Reykjanesbæjar (BR) tók í vetur í fyrsta sinn þátt í deildarkeppni Borðtennissambands Íslands (BTÍ) en fé- lagið var stofnað á síðasta ári. Árangur félagsins hefur verið framúrskarandi á tímabilinu og sendi BR tvö lið til keppni, BR-A og BR-B. BR-A varð deildarmeistari í 3. deild og hafði því þegar tryggt sér sæti í 2. deild að ári en BR-B, sem lenti í öðru sæti deildar- innar, átti að leika umspilsleik við lið Samherja, liðinu í fimmta sæti. Lið Samherja mætti ekki til leiks og því leika bæði lið BR í 2. deild á næsta keppnistímabili. Í 2. deild eiga því eftirtalin lið keppnisrétt á næsta keppnis- tímabili: Akur-A, BR-A, BR-B, HK-B, HK-C og KR-B. 3. flokkur Keflavíkur í hópfimleikum og þjálfarar. Katla Ketilsdóttir hefur sett 101 Íslandsmet í ólympískum lyftingum. Mynd af Instagram-síðu Kötlu Glæstur árangur á sterku kvennamóti Fyrir skemmstu fóru þær Hildur Ósk Indriða- dóttir og Margrét Guðrún Svavarsdóttir úr Hnefaleikafélagi Reykjaness (HFR) á stærsta hnefaleikamót kvenna sem er haldið árlega í Svíþjóð. Mótið nefnist á Golden Girl og tekur á móti öflugum stelpum frá öllum heimshornum. Hildur lenti á móti mjög reyndum hnefa- leikara frá Svíþjóð, Feliciu Jacobsen, í 69 kg flokki. Felicia er bæði bæði hávaxin og örv- hent, sem reynist andstæðingum oft erfitt. Hildi tókst vel á fara inn á vinstri hliðina á Sví- anum en þegar allt kom til alls vantaði aðeins herslumuninn til að vinna bardagann. Felicia endaði á að vinna mótið. Margrét keppir í +81 flokki og átti tvo stór- góða bardaga á mótinu. Eftir harða baráttu við öflugar stelpur þá snýr Margrét aftur með gullið í sínum flokki. Virkilega flottur árangur hjá stelpunni. Með HFR foru með tvær stelpur frá hnefa- leikafélaginu Þór. Þrátt fyrir öflugar baráttur duttu þær báðar út í fyrstu umferð, reynslunni ríkari. Bríet Sif Hinriksdóttir gengin til liðs við Íslandsmeistarana „Rúnar heillaði mig upp úr skónum,“ segir Bríet Sif Hinriksdóttir sem samdi við Ís- landsmeistara Njarðvíkur í byrjun vikunnar um að leika með liðinu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð. Bríet sem lék með Haukum á síðasta tímabili er uppalin í Keflavík en býr í Njarðvík, hefur verið að vinna á leikskóla í Njarðvík og á kærasta sem er Njarðvíkingur. Í viðtali við vefmiðil umfn.is segir hún að það hafi efalaust haft áhrif á ákvörðunina en henni hafi litist vel á klúbbinn og það starf sem er unnið hjá Njarðvík – svo hafi Rúnar heillað hana með fagurgala og hún sé komin til að vinna titla með Njarðvík. Tilkynning frá körfuknattleiksdeild UMFN: Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa samið við bakvörðinn Bríeti Sif Hinriksdóttur og mun því Bríet klæðast grænu á næstu leiktíð í Subwaydeild kvenna. Hvalreki á fjörur Njarð- víkinga sem þegar hafa mátt sjá á eftir Vil- borgu Jónsdóttur og Helenu Rafnsdóttur í háskólanám í Bandaríkjunum. Bríet Sif lék með feiknasterku liði Hauka í vetur og mætti Njarðvík í magnaðri úrslita- seríu. Bríet var með 9,7 stig, 2,8 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Haukum í deildinni á síðustu leiktíð. „Rúnar heyrði í mér og seldi mér þetta rosa- lega vel. Þetta er flottur klúbbur. Ég bý hérna í Njarðvík þannig að þetta hentaði mér ágæt- lega, en hann heillaði mig eiginlega upp úr skónum hann Rúnar,“ sagði Bríet í samtali við UMFN.is í dag þegar hún skrifaði undir nýja samninginn. Bríet lék með Haukum gegn Njarðvíkingum í úrslitum Subwaydeildarinnar en hún segir það ekki setja strik í reikninginn þó tekist hafi verið á í þeirri rimmu. „Það er bara inni á vell- inum. Utanvallar eru þetta örugglega æðislegar stelpur og ég hlakka til að kynnast þeim. Ég hef engar erfiðar tilfinningar gagnvart þeim og er bara ógeðslega spennt fyrir komandi tímabili.“ Bríet er alin upp í Keflavík og hún viður- kennir að það hafi gert henni aðeins erfitt fyrir varðandi ákvörðun hennar. „Mér fannst það alveg smá erfitt. Ég var alltaf að hugsa hvað hefði 10 ára Bríet sagt? Hún hefði bara rang- hvolft augunum og sagt hvað ertu að hugsa? Svo þroskast maður bara og reynir að sjá þetta í víðara samhengi. Mér fannst því fyrir þetta tímabil þetta vera minn besti kostur.“ Bríet sem hefur verið sigursæl í gegnum tíðina er kokhraust þegar kemur að markmiðum fyrir næsta tímabil. „Ég ætla að vinna, við erum að fara að vinna. Það þýðir ekkert að vinna og gera svo ekkert tímabilið á eftir.“ Bríet að kljást við Helenu Rafnsdóttur og Aliyah Collier í oddaleik Hauka og Njarðvíkur um Íslandsmeistaratitilinn. VF-mynd: JPK Kylfingur við 18. flötina á Hólmsvelli Kylfingur, listaverk eftir Helga Valdimarsson, listamann úr Suðurnesjabæ, var settur upp á Hólmsvelli í Leiru í síðustu viku. Kylfingur horfir yfir 18. flötina og út á Hólmsvöll en hann trónir á klettahól við flötina og klúbb- húsið og tekur á móti kylfingum þegar þeir ljúka leik. Listaverkið er gefið af Páli Ketilssyni og fjöl- skyldu en hann fékk golfbakteríuna á Hólms- velli fyrir fimmtíu árum og hefur verið félagi í Golfklúbbi Suðurnesja alla tíð. Páll er eigandi Víkurfrétta og hluti af miðlum VF er golfsíðan kylfingur.is. GS félagarnir Örn Bergsteinsson og Gísli Grétar Björnsson aðstoðuðu Pál við upp- setningu listaverksins. Þeir steyptu stall undir Kylfing svo hann gæti staðið hátt og verið vel sýnilegur en hann sést vel frá flestum brautum og einnig þegar Garðvegurinn er ekinn vestan við golfvöllinn. Kylfingurinn horfir yfir 18. flötina og Hólmsvöll Helgi Valdimarsson hefur gert mörg listaverk úr steypu og nokkur þeirra má sjá í hans heimabæ, Garðinum í Suðurnesjabæ. Hér er hann að setja lokahönd á verkið. Það var gott að hafa fleiri hendur þegar steypa þurfti stall undir listaverkið og síðan að koma því á staðinn. F.v.: Örn, Vigfús, Helgi, Páll og Gísli Grétar. Nota þurfti öflugan kranabíl til að koma styttunni, sem er um 400 kg, á sinn stað. Það gekk vel og nú fylgist Kylfingur með kylfingum ljúka leik á Hólmsvelli og hvetur þá til að taka mynd af sér við hann og setja myllumerkið #kylfingur VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum // 23

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.