Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2022, Page 2

Víkurfréttir - 19.10.2022, Page 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Viðamiklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu tvö árin við endurgerð á flugbrautum á Keflavíkur- flugvelli og við viðbyggingu til austurs en hún er stærri en flugstöðin var þegar hún var opnuð árið 1987. Heildarkostnaður þessara tveggja stóru verkefna nemur um 26 milljörðum króna. Framkvæmdum á akbrautum á að ljúka 2023 en þegar fyrsta áfanga austurbyggingar verður lokið 2024 verður hægt að ráðast í nýja tengibyggingu á milli norður- og suðurbygginga. Áætlað er að kostnaður við þá stóru framkvæmd muni nema um 40 milljörðum króna eða nærri tvöfalt meira en við þessar tvær. Páll Svavar Pálsson, forstöðumaður flugvallarþróunar og uppbyggingar hjá Isavia, segir að til að halda Kefla- víkurflugvelli samkeppnishæfum og tryggja öryggi þurfi að sjá til þess að innviðum sé viðhaldið og líf- tími þeirra hámarkaður því þeir séu mjög dýrir. Bæting innviðanna eykur einnig rekstraröryggi vallarins. Nú í sumar hóf Isavia nýframkvæmd á akbraut sem sem liggur norðri til suðurs og kallast „Mike“. Sú fram- kvæmd tengist við eina flugbraut og þrjár akbrautir. „Akbrautin er fyrsta nýja ak- braut fyrir flugvélar sem gerð er á Keflavíkurflugvelli í langan tíma. Akbrautin er um 1.500 metrar að lengd og 23 metrar að breidd með sjö metra axlir beggja vegna, þannig að þessi framkvæmd er töluvert um- fangsmikil. Með framkvæmdinni er verið að auka bæði öryggi og flæði. Framkvæmdin mun einnig hjálpa mikið til með viðhald til framtíðar á öðrum akbrautum og einfalda rekstur,“ segir Páll Svavar. „Þegar við erum að vinna við teng- ingar eða þveranir þá þurfum við óhjákvæmilega að loka akbrautum og beina flugvélum aðra leið en hefðbundið vinnulag er. Í vor og nú í haust hefur því verið meiri flugum- ferð og ónæði yfir Reykjanesbæ en við reynum að lágmarka þann tíma sem það tekur. Verktakarnir Ístak og Colas hafa verið mjög liprir og samvinnan góð í að skila góðu verki. Í sumum verkþáttum hefur verið unnið allan sólarhringinn og þegar veðrið hefur ekki leikið við okkur þá hafa verkþættir verið framkvæmdir um helgar eða að nóttu. Ljóst að veðrið hefur ekki leikið við okkur í sumar og stefnir því í að verkið þurfi að ljúka næsta vor,“ segir Páll Svavar. Að jafnaði eru um fimmtíu starfsmenn við verkið en fara upp í um eitthundrað á þeim dögum sem malbikun á sér stað. Umfangsmeiri framkvæmdir við viðhald Eftir að Varnarliðið fór frá Íslandi árið 2006 var lítið fjármagn til við- halds á flugbrautum í Keflavík og akbrautum og flugbrautum var ekki viðhaldið í fullri breidd. „Það hefur aðeins verið að bíta okkur núna þannig að framkvæmdir sem farið er í núna eru umfangsmeiri og taka meiri tíma. Þetta verður flóknara og erfiðara en það hefði þurft að verða. Árin 2017-2018 fórum við í endur- gerð á flugbrautunum hjá okkur og það eru stífar reglur á svoleiðis fram- kvæmdum og uppfylla þarf alla nýja staðla.“ Nú er verið að vinna í „mast- erplani“ fyrir Keflavíkurflugvöll og hvernig á að byggja upp flugvöllinn. Meðal annars er núna verið að vinna í hugmyndavinnu fyrir aðrar ak- brautir sem munu liggja frá austri til vesturs. Þá er einnig verið að skoða sérstakt afísingarsvæði fyrir flug- vélar. Fyrsti áfangi austurbyggingar stærri en upphaflega flugstöðin Stjórnendur Isavia voru bjartsýnir á endurheimtur á Keflavíkurflug- velli eftir kórónuveirufaraldurinn en endurheimtur virðast ætla að ganga hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir og vöxturinn er hraðari en menn áttu von á. Til að bregðast við auknum vexti hófust framkvæmdir við austurbyggingu flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar 2021. Um er að ræða flug- stöðvarbyggingu sem er um 22.000 fermetrar sem er t.a.m. stærri bygging en upphafleg norðurbygging flugstöðvarinnar sem tekin var í notkun árið 1987. Framkvæmda- kostnaður er áætlaður 17 milljarðar króna og heildarkostnaður um 22 milljarðar. Þá fara um tveir milljarðar króna í flughlöð við bygginguna sem áætlað er að opna sumarið 2024. Ákveðnir hlutar þeirrar byggingar verða þó teknir í notkun fyrr, eins og t.a.m. aðstaða fyrir farangurs- flokkunarkerfi og stærri töskusalur og afkastameiri töskubönd. Þá er sá hlutu austurbyggingarinnar sem nú er í smíðum aðeins um fjórðungur þess sem byggingin verður fullbyggð. Þegar fyrsta áfanga austurbygg- ingar verður lokið verður hægt að ráðast í nýja tengibyggingu á milli norður- og suðurbygginga og leysir af hólmi ranann svokallaða, sem er hluti af upphaflegu flugstöðvarbygg- ingunni. Nánar er fallað um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli í Suðurnesja- magasíni vikunnar á fimmtudags- kvöld kl. 19:30 á Hringbraut og vf.is. Nærri 40 manns vildu í forstjóra- stól HS Veitna Páll Erland hef ur v e r i ð r á ð i n n nýr for stjóri HS Ve i t n a . H a n n tek ur við af Júlí­ usi Jóni Jóns syni sem mun láta af störf um í lok árs eft ir 40 ára farsælt starf fyr ir fé lagið. Starfið var aug lýst í ág úst og sóttu tæp lega 40 manns um starfið. Páll er fram kvæmda stjóri Sam- orku, en áður var hann fram- kvæmda stjóri Orku nátt úr unn ar. Hann mun hefja störf á nýju ári. – Framkvæmdir fyrir nærri 30 milljarða. Árið 2024 verður hafist handa við tengibyggingu sem mun kosta um 40 milljarða. Ný akbraut fyrir flugvélar og 22.000 fermetra austurbygging við flugstöðina Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt framkomnar tillögur um styttingu vinnuvikunnar í grunn­ skólum Suðurnesjabæjar sem til­ raunaverkefni til eins árs. Bæjarráð telur að skoða verði hvort skerðing á starfsdögum sem lagt er til komi niður á undirbúningi og eflingu skólastarfs áður en framtíðar­ skipulag styttingar vinnuvikunnar verður ákveðið. Bæjarráð leggur til við deildar- stjóra fræðslumála að skoðað verði hvort aukin samræming skóladaga- tala leik- og grunnskóla sé ekki möguleg fyrir næsta skólaár. Samþykkja styttingu vinnuviku sem tilrauna- verkefni til eins árs Páll Svavar Pálsson, forstöðumaður flugvallarþróunar og uppbyggingar hjá Isavia segir að til að halda Keflavíkurflugvelli samkeppnishæfum og tryggja öryggi þurfi að sjá til þess að innviðum sé viðhaldið . Akbrautin er um 1500 metrar að lengd og 23 metrar að breidd með sjö metra axlir beggja vegna. N Ý S P R A U T U N O G B Í L A K J A R N I N N óska eftir að ráða í eftirtaldar stöður: A F G R E I Ð S L A O G M Ó T TA K A Nýsprautun óskar að ráða starfsmann í afgreiðslu og móttöku í starfsstöð fyrirtækisins að Njarðarbraut 13 í Reykjanesbæ. B Í L A V I Ð G E R Ð A R M E N N Nýsprautun óskar eftir að ráða til starfa bifvélavirkja og bílasmið. Umsóknir sendist á netfang: sverrir@nysprautun.is Nýsprautun ehf er bíla-, réttinga- og sprautuverkstæði, Bílakjarninn ehf er bílasala en félögin eru samrekin bílaþjónustufyrirtæki í Reykjanesbæ, m.a. samstarfsaðilar Heklu hf. 2 // vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.