Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2022, Page 8

Víkurfréttir - 19.10.2022, Page 8
Mikil gróska hjá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ vinnur mikilvægt og óeigingjarnt starf. Hjálpræðisherinn er trúfélag og er starfið í Reykjanesbæ aðallega byggt upp af sjálfboðaliðum. Nú á dögunum opnaði Hertex, ný verslun Hjálpræðishersins, á Ásbrú. „Það er ákveðinn partur af virkni meðal þeirra sem leita til okkar og við teljum það vera partur af eflingu sjálfstrausts og sjálfsvirðingar,“ segir Bergrún Ólafsdóttir, verkefnastjóri Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ. Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með Bergrúnu og Ástu Kristínu Guð- mundsdóttur, teymisstjóra alþjóða- teymis Reykjanesbæjar. Ásta segir aðsókn að þjónustu Hjálpræðis- hersins hafa aukist mikið á síðustu misserum og segir Reykjanesbæ jafnframt taka á móti um þriðjung fólks sem kemur til landsins í alþjóð- legri vernd en sú tala hefur farið hækkandi á síðastliðnu ári. „Þetta eru stórar tölur. Við hjá Reykjanesbæ erum að sinna móttöku á hátt í 350 einstaklingum eins og er, þegar ég byrjaði fyrir ári síðan var sú tala í kringum 50. Það er mikil aukning á einu ári,“ segir Ásta. Starfið ákveðinn stökkpallur Aðspurðar hvers vegna starf Hjálp- ræðishersins sé mikilvægt í fjöl- menningarsamfélagi eins og Reykja- nesbæ segir Bergrún: „Vegna þess að einn þriðji af fólkinu sem kemur til landsins kemur hingað, við verðum að grípa þau og vera til staðar fyrir þau.“ Ásta tekur undir með henni og segir: „Virkni leiðir af sér meiri virkni. Það er grundvöllurinn, ef fólk byrjar að draga sig til hlés inni í nýju samfélagi er ennþá erfiðara að koma sér inn í það. Við viljum að þau sem koma hingað séu virkir þátttakendur í samfélaginu og séu einnig sýnileg í samfélaginu okkar því þetta fólk hefur margt gott fram að færa. Við viljum gefa þeim aukin tækifæri og þau vilja líka gefa til baka. Með þessu starfi erum við að valdefla þau og gefa þeim aukin tækifæri.“ Bergrún segir starfið vera ákveðinn stökk- pall út í samfélagið. „Þau vilja vinna og láta gott af sér leiða. Í samveru okkar erum við að veita þeim vett- vang eða stökkpall út í lífið á Íslandi,“ segir hún. „Það er mikil aukning hjá okkur og það hefur verið mikið að gera. Ég ákvað því að sækja um styrk hjá félagsmálaráðuneytinu fyrir verkefni tileinkað börnum í sumar. Ég heyrði í Bergrúnu og athugaði hvort við gætum ekki sett upp eitt- hvað samstarf þar sem við gætum notað styrkinn í skipulagða starfsemi á þeirra vegum,“ segir Ásta en Hjálp- ræðisherinn bauð upp á leikjanám- skeið fyrir börn og ungmenni í sumar og er það verkefni sem er komið til að vera innan veggja Hjálpræðis- hersins. Virkni er mikilvæg Ásta og Bergrún segja virkni vera stóran þátt í að koma aðkomufólki í samfélagið og út á vinnumarkaðinn. Hjálpræðisherinn býður upp á svo kölluð virkni námskeið fyrir fólk í alþjóðlegri vernd og hafa þau vakið mikla lukku. „Þetta er hugsað til þess að efla virkni til starfs. Það er mikilvægt að þau fái smá reynslu og rétta nálgun á okkar menningu. Það er ekki hægt að koma til Íslands og vera bara í sínum hópi eða sinni menningu, auð- vitað fylgir hún fólkinu alltaf en það verður líka að aðlagast íslensku sam- félagi. Það verður að aðlagast okkar menningu, hvernig við högum hlut- unum, hvernig við vinnum og við erum hérna til að hjálpa þeim í því ferli,“ segir Bergrún. Næsta verkefni á dagskrá hjá „hernum“ er að bjóða upp á mismunandi virkninámskeið, meðal annars í smíðavinnu. „Við erum með mikið af eldri mönnum hérna sem eru einir og vantar virkni, því erum við að fara að búa til smíðaverkstæði. Það mun koma gámur hérna fyrir utan hús Hjálp- ræðishersins, sem verður rafmagns- tengdur og nú vantar verkfæri,“ segir Bergrún og Ásta bætir við: „Þetta er smá ákall til samfélagsins til að fá aðbúnað fyrir virkninámskeið. Það vantar skrifborð, stóla, hillur, efnisbúta, saumavélar, verkfæri og fleira sem sem fólk getur losað sig við. Vörumóttakan hjá Hjálpræðis- hernum er opin alla virka daga frá 12 til 17.“ Ný glæsileg verslun Ný verslun Hertex opnaði við hliðina á húsi Hjálpræðishersins í september og segir Bergrún viðtökurnar hafa verið góðar. „Viðtökurnar hafa verið algjörlega frábærar. Þessi verslun er virkilega það sem samfélagið hérna þurfti. Það er eitthvað sem við gerum okkur grein fyrir í þessu samfélagi sem við erum með versl- unina í,“ segir Bergrún. Þær Bergrún og Ásta hvetja alla sem geta til þess að losa sig við föt sem sitja kyrrt í skápum heima fyrir. „Hver einasti poki sem kemur hér inn er flokkaður, með því að vera með virkninámskeið í svokölluðu „redesign“ þá minnkum við útflutning hjá okkur og náum betur að nýta þær flíkur sem koma hérna inn. Redesign er í raun bara endurnýjun á flíkum. Þannig að ef það eru göt á flíkunum þá eru þau löguð eða ef þær eru alveg ónot- hæfar þá er jafnvel hannað eitthvað nýtt úr efninu,“ segir Bergrún. Versl- unin er opin alla virka daga milli 11 og 17 og frá klukkan 12 til 16 á laugar- dögum. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Bergrún Ólafsdóttir og Ásta Kristín Guðmundsdóttir í Hertex. Dagný Kjærnested, starfsmaður Hertex. Húsnæði Hertex, verslunar Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ. Þar er hægt að koma með fatnað sem fólk vill losna við. Séð inn í verslunina. 8 // vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.