Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2022, Page 11

Víkurfréttir - 19.10.2022, Page 11
Ronja fer á kostum í Frumleikhúsinu Leikfélag Keflavíkur frumsýndi barna­ og fjölskylduleikritið Ronju ræn­ ingjadóttur síðasta föstudag. Að vanda var húsfyllir á frumsýningu og er óhætt að segja að áhorfendur hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Ekki kæmi á óvart þó aðsóknarmeti yrði ógnað en það eiga Dýrin í Hálsaskógi sem félagið sýndi fyrir nokkrum árum. Ronja ræningjadóttir er aðalper- sóna samnefndrar barnabókar eftir hinn kunna sænska höfund, Astrid Lindgren, en bókin kom fyrst út árið 1981 og hefur verið þýdd á yfir fjörutíu tungumálum. Það er því ljóst að Leikfélag Keflavíkur var ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur en verkið hefur m.a. verið sýnt í Þjóðleikhúsinu og víðar. Söguþráðurinn er skemmtilegur og gott dæmi um mikla vináttu sem verður á milli Ronju og Birkis en þau eru börn sitt hvors ræningjaforingjans í Matthíasarskógi. Mikil illindi ríkja á milli ræningjaflokkanna sem pabbar þeirra stýra, þeir Matthías og Borki. Í upphafi ríkir heldur engin vinátta á milli Ronju og Birkis en það breytist þegar hún bjargar honum úr háska. Óvæntir hlutir gerast og vinátta þeirra hefur mikil áhrif á framhaldið í Matthíasarskógi. Tara Sól Sveinbjörnsdóttir leikur Ronju en Tara mætir hér á sviðið annað leikverkið í röð hjá LK í aðalhlutverki. Það er alveg ljóst að hún er ein af efnilegri leikkonum Suðurnesja. Hún fer mjög vel með hlutverk Ronju og nær persónu ræningjastelpunnar sérlega vel, er vel áberandi á sviðinu og skýrmælt. Almar Örn Arnarson leikur Birki og stendur sig líka vel. Allur hópurinn er mjög flottur á sviðinu, bæði fólk í stærri hlutverkum sem og þeim minni. Sumir eru með meiri reynslu en aðrir í leikhópnum og einhverjir eru á sviði í fyrsta sinn. Það er virki- lega áhugavert að sjá svona marga, m.a. nokkra unga leikara, fara svona vel með textann, dansinn, sönginn og sín hlutverk. Meðal þeirra sem setja líka svip sinn á sýninguna eru tipplandi grádvergar og rass- álfar. Litlir þættir í stóru myndinni í Matthíasarskógi en hafa áhrif. Leikfélagið er áhugafélag en maður gleymir því oft því þetta rúllar svo flott, eitthvað sem maður gerir ráð fyrir í atvinnuleikhúsum en ekki endilega hjá áhugaleikfélögum. Leikmyndin er líka góð. Þá er lifandi tónlist frá hljómsveit félagsins undir stjórn Sigurðar Smára Hanssonar í leikritinu enn einn gæðastimpillinn. Sá sem þetta ritar var með sex ára tvíburaafastelpur með sér á sýningunni. Þær fylgdust vel með allan tímann og höfðu mjög gaman af, eitthvað sem afinn var ekki viss um fyrirfram. Ein leikkonan er vin- kona þeirra úr Njarðvíkurskóla og þeim fannst það svolítið skrítið að sjá hana svona allt öðruvísi en dags daglega. Enda leikur hún Skalla-Pésa sem er frekar ófrýnilegur. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikstjóri, kom á svið eftir sýninguna og hrósaði í hástert leikhópnum og öllum í félaginu sem koma að sýn- ingunni. Þeir eru fleiri en bara leikar- arnir. Undir það er hægt að taka en við sendum líka hrós á leikstjórann sem hefur greinilega unnið flott verk með hópnum. Þá er bara að hvetja Suðurnesja- fólk að mæta í Frumleikhúsið. Það verður enginn svikinn af því. Þetta er skemmtileg sýning og söngleikur sem ætti að ná til fólks á öllum aldri þar sem vináttan á sviðið. „Stefnan mín fyrir framtíðina er líklega að halda áfram í tónlist og fara í nám í viðskiptafræði,“ segir Magnús Már en hann æfir og kennir á trommur. Auk þess spilar hann í hljómsveit og æfir fótbolta. Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Skólamatar og fá að vera í tíma með öllum vinum mínum. Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Aðallega til að vera í skóla í sama bæjarfélagi og ég bý í. Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn er hvað það tekur stuttan tíma að komast í skólann. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mér finnst félagslífið mjög gott, það var ekki mikið að gerast síðustu tvö ár vegna Covid en nú fer þetta allt að koma aftur. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég hef trú á að minn maður Logi Þór muni fara langt í pólitíkinni. Hver er fyndnastur í skólanum? Það eru nokkrir en ég held Eiður Orri taki titilinn í þetta skiptið. Hvað hræðist þú mest? Ekki neitt. Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Öll tónlistin hans Daniils er heit núna en það er kalt að það sé búið að hækka verðið á KFC box tilboðinu um 100 krónur. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Þau eru ansi mörg en get nefnt Flauelsmjúk með Valdimar og Sweet/I thought you wanted to dance með Tyler The Creator. Hver er þinn helsti kostur? Ég er hjálpsamur og jákvæður. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Spotify og Instagram. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan mín fyrir framtíðina er líklega að halda áfram í tónlist og fara í nám í viðskipta- fræði. Hver er þinn stærsti draumur? Minn stærsti draumur er líklega að búa í Bandaríkjunum. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Jákvæður, ég reyni alltaf að líta á björtu hlið- arnar. „Ég er mikið í tónlistarskólanum, þar er ég að æfa á píanó og fiðlu. Síðan er ég að vinna í Ísbúð Huppu, ég er leiðtogi í KFUK og í ungmennaráði Reykjanes- bæjar og unglingaráði Fjörheima. Það er hægt að segja að ég sé eiginlega að gera of mikið,“ segir Hildigunnur Eir að- spurð hvað hún gerir utan skóla. Hvert er skemmtilegasta fagið? Ég elska að vera í íþróttum því þar get ég verið að öskra og láta öllum illum látum en samfélagsfræði er númer eitt því ég er mjög góð í henni. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Freysteinn bekkjarbróðir minn er klikkað góður í fótbolta og er 99.9999% viss um að hann verði atvinnumaður. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar ég keypti vatnsbyssu í frítíma og var að leika mér að sprauta á alla. Síðan tók vinur minn hana af mér og sprautaði á Jó- hann kennara og lenti í vandræðum. Hver er fyndnastur í skólanum? Ég og vinahópurinn minn erum mjög fyndin og erum alltaf hlæjandi. Maður fær stundum harðsperrur í magann af hlátri. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Brotlentur með Valdimar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Butter chicken sem pabbi gerir er svo góður. Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Bibi blocksberg er uppáhaldsbarnæsk- umynd en annars dýrka ég báðar Mamma Mia!-myndirnar. Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Fjölskylduna, eldhús og nóg af borðspilum. Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög hugmyndarík, fyndin og ófeimin. Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi vilja getað „teleportað“. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Elska þegar fólk er ófeimið og vill kynnast manni. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég stefni á því að fara í Kvennó og langar í skiptinám. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ef ég þyrfti að lýsa mér í einu orði þá væri það skellibjalla. Reynir alltaf að líta á björtu hliðarnar FS-ingur vikunnar: Nafn: Magnús Már Newman Aldur: 18 ára Námsbraut: Listnámsbraut á tónlistarlínu. Áhugamál: Tónlist, trommuleikur og fótbolti Ungmenni vikunnar Nafn: Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir Aldur: 15 ára Skóli: Njarðvíkurskóli Bekkur: 10. bekk Áhugamál: Píanó, fiðla og félagsstörf Hugmyndarík skellibjalla Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Aðalleikararnir fremst á fjörlegu sviðinu. Páll Ketilsson pket@vf.is vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 11

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.