Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.2022, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 09.11.2022, Qupperneq 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Pólsk menningarhátíð verður haldin í Reykjanesbæ dagana 10. til 13. nóvember næstkomandi. Hátíðinni í ár er verkefnastýrt af Sylwiu Zajkowsku ásamt föngulegu teymi sjálfboðaliða. Fjölbreytt dagskrá verður í boði þar sem fjölbreytileikanum verður fagnað og innsýn gefst í pólska menningu með skemmtilegum hætti. Hátíðin verður sett í Bókasafni Reykjanesbæjar á laugardaginn kl. 13:00. Við það tilefni mun pólska sendiráðið gefa Reykjanesbæ veg- lega bókagjöf og flutt verða atriði af börnum í pólska móðurmáls- skólanum. Helstu viðburðir hátíðarinnar verða í Bókasafni Reykjanesbæjar, í Fjörheimum og gamla SBK húsinu í Grófinni 2. Fjörheimar hafa skipulagt pólska menningarviku og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá. Í SBK húsinu verður listasýning alla dagana og á laugardeginum verður líflegur markaður þar sem hægt verður að kynna sér fjöl- breyttar vörur en einnig verður pólskri matargerð gert hátt undir höfði sem gestum býðst að smakka. Aðrir viðburðir sem vert er að nefna er núvitundargönguferð um Njarðvíkurskóga með pólskri og íslenskri leiðsögn um jógastöðvar sem leikskólinn Gimli hefur komið fyrir á svæðinu. Þar hefur Bókasafn Reykjanesbæjar komið fyrir pólskum ljóðum á íslensku og pólsku sem og við heita potta í sundlaugum Reykja- nesbæjar. Á sunnudeginum verður boðið upp á leiksýninguna Tíst, tíst í Duus Safnahúsum fyrir yngri kynslóðina. Sýningin er sýnd á þremur tungu- málum, íslensku, ensku og pólsku. Í SBK húsinu verður boðið upp á vinnustofur fyrir börn og fullorðna ásamt candyflossi og snyrtistofu fyrir börn þar sem hægt verður að fá andlitsmálningu og hárgreiðslu svo eitthvað sé nefnt. Bæjarbúar eru hvattir til að fjöl- menna á pólska menningarhátíð. Nánari dagskrá má finna á ís- lensku, ensku og pólsku á www.visitreykjanesbaer.is Reykjanesbær hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfi- aflsverkefni FKA (Félags kvenna í atvinnurekstri) en hún var afhent 12. október. Viðurkenningin var afhent á ráð- stefnunni sem félagið stóð fyrir og bar heitið „Jafnrétti er ákvörðun“. Þar kynnti Eliza Reid, forsetafrú, viðurkenningarhafa Jafnvægisvogar- innar en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar (framkvæmda- stjórn). Auk Reykjanesbæjar hlutu 59 fyrirtæki, ellefu opinberir aðilar og fimm sveitarfélög viðurkenningu. Þetta er í annað sinn sem Reykja- nesbær hlýtur þessa viðurkenningu. „Þetta er mikilvæg viðurkenning fyrir okkur og er einn liður í jafn- réttisstarfi okkar hjá Reykjanesbæ. Jafnrétti er ákvörðun,“ sagði Kristinn Óskarsson, mannauðsstjóri, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Reykjanesbæjar. Bláa lónið og HS veitur eru meðal fyrirtækja sem fengu sömu viðurkenningu í ár. Hagur ferðaþjónustunnar hefur vænkast hratt og er útlitið gott í þeim geira. Spáð er 1,7 milljónum ferðamanna til landsins á þessu ári og tveimur milljónum á næsta ári. Fjöldinn verður þá orðinn svip- aður og var fyrir sex árum þegar mest var. Þetta er meðal þess sem fram kom á morgunverðarfundi Íslandsbanka í Hljómahöll nýlega. Í máli sérfræðinga Íslandsbanka kom fram að útlit sé fyrir að ferða- þjónustan verði helsti vaxtabroddur útflutningstekna þjóðarinnar á næst- unni. Fundur Íslandsbanka var vel sóttur og fróðleg erindi á boð- stólnum. Una Steinsdóttir fram- kvæmdastjóri bankans opnaði fundinn, en Sighvatur Ingi Gunn- arsson útibússtjóri var fundarstjóri. Efnahagur í aðlögun Jón Bjarki Bentsson og Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingar í grein- ingardeild bankans fóru yfir það helsta í nýrri þjóðhagsspá bankans. Þannig er því spáð að verðbólga hafi náð hámarki og lækki með hægari hækkun á íbúðaverði og stöðugra innflutningsverðlagi. Spenna verður áfram á vinnumarkaði og því spáð að kaupmáttur launa vaxi á nýju ári. Spáð er að stýrivextir fari í allt að sex prósent fyrir árslok en fari svo hægt lækkandi frá miðju ári 2023. Íbúðaverð mun kólna allhratt á næstu mánuðum samkvæmt spá Greiningar Íslandsbanka en verði vonandi komið í jafnvægi um mitt næsta ár. Spáð er 11,6% hækkun íbúðaverðs á þessu ári sem er að mestu komin fram og raunverðs- hækkun á næsta ári verði um 0,8%. Spá bankans í heild sinni má nálgast á heimasíðu bankans, islandsbanki. is. Vöxtur hjá Blue Car Rental Á fundinum fór Magnús Sverrir Þor- steinsson, forstjóri Blue Car Rental, yfir rekstur félagsins undanfarin ár. Í dag er Blue Car Rental með um 2.500 bíla í rekstri og er því ein sú stærsta á landinu. Um hundrað manns starfa hjá félaginu á fimm starfsstöðvum, í Reykjanesbæ og í Reykjavík. Félagið rekur viðgerða- og þjón- ustuverkstæði ásamt dekkjaverk- stæði, sprautuverkstæði og rúðu- verkstæði. Í vor var svo opnuð ný þvottastöð við Blikavelli en félagið tekur á móti vel yfir 100.000 ferða- mönnum á hverju ári. Fram kom í máli Magnúsar Sverris að Blue Car Rental skilgreini sig sem stórfyrirtæki í ferðaþjónustu enda hafi mikil sérþekking myndast hjá fé- laginu. Félagið hafi skapað sér skýra sýn á hvað það vill standa fyrir. Þar er viðskiptavinurinn settur í fyrsta sæti, en til marks um það hafi fyrir- tækið meðal annars fjárfest gríðar- lega í snertilausum- og stafrænum lausnum til að hámarka jákvæða upplifun viðskiptavina. Covid-19 gerði félaginu erfitt fyrir og fór Magnús yfir þær fjölmörgu áskoranir sem félagið stóð frammi fyrir í mjög flóknu rekstrarumhverfi. En þrátt fyrir erfið ár var Magnús bjartsýnn á komandi tíma, sér í lagi í ljósi spá Greiningar Íslandsbanka um fjölgun ferðamanna á næsta ári. Líflegar umræður voru á morgunverðarfundi bankans í Hljómahöll. Íbúðaverð og verðbólga munu lækka. Fjörlegar umræður á efnahagsfundi Íslandsbanka í Reykjanesbæ. Páll Ketilsson pket@vf.is Ferðaþjónustan verður helsti vaxtarbroddurinn Reykjanesbær hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022 Pólsk menningar- hátíð í Reykjanesbæ 10. til 13. nóvember 2022 Hátíðin verður sett í Bókasafni Reykjanesbæjar á laugardaginn 2 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.