Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.2022, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 09.11.2022, Qupperneq 4
Krissi átti 35 ára starfsafmæli þann 1. nóvember síðastliðinn og í tilefni dagsins veitti Samtakahópurinn, þverfaglegur forvarnarhópur sem vinnur að forvörnum fyrir ungmenni í Reykjanesbæ, honum blóm- vönd, viðurkenningu og veitingar fyrir vel unnin störf. „Þetta var virkilega skemmtilegt og óvænt, ég var pínu meyr. Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig persónulega en þakklæti er mér fyrst og fremst efst í huga,“ segir Krissi. Krissi hefur starfað sem lögregla á Suðurnesjum í 35 ár og flestir bæjar- búar Reykjanesbæjar þekkja hann best með Lúlla löggubangsa sér við hlið. Forvarnarmál eru honum hug- leikin og hefur hann verið í Samtaka- hópnum frá því hann var stofnaður. Hann segir mikið hafa breyst á þeim árum sem hann hefur starfað sem lögregla. segir Kristján Freyr Geirsson, eða Krissi lögga eins og hann er oftast kallaður Löggustarfið er lífsstíll Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Hvers vegna ákvaðst þú að fara í lögregluna til að byrja með? „Ég var tvítugur ungur forvitinn maður með sítt að aftan – langaði bara að prófa.“ Ef þú horfir til baka, hvað stendur helst upp úr eftir allan þennan tíma í þessu starfi? „Þakklæti fyrir að hafa ákveðið að prófa. Lögreglustarfið er allskonar og mikil lífsreynsla sem felst í því að starfa við þetta. Löggustarfið er þannig að maður veit ekki hvað hver dagur ber í skauti sér. Annars er það líka að gefa af sér til samfélagsins og láta gott af sér leiða.“ Hafa orðið einhverjar breytingar á starfinu á þessum 35 árum? „Lögreglustarfið hefur á þessum tíma tekið miklum breytingum. Í dag er miklu meira í boði, meira áreiti, hraði, harka og heimurinn er gal- opinn fyrir öllu - sem er bæði gott og slæmt. Það er allt öðruvísi að alast upp í þessum heimi í dag en var hér áður þegar ég var að alast upp.“ Hver er lykillinn, hvað þarf til þess að endast í starfi eins og þessu? „Þetta er hugsjónarstarf. Lögg- ustarfið er lífsstíll, en til að endast svona í starfi þá er lykillinn sá að hafa brennandi áhuga á vinnunni sinni og að finna að þú sért að gera eitthvað rétt og láta gott af þér leiða. Ef þú finnur það á samstarfsfólkinu þínu og samfélaginu þá líður þér vel í hjartanu.“ Með leikskólabörnum við leikskólann Gimli í Njarðvík í maí árið 1996. Krissi lögga á mótorhjólinu árið 2007. Krissi lögga og Lúlli löggubangsi hafa átt samleið í mörg ár. Betsý Ásta Stefánsdóttir veitti Krissa viðurkenningu fyrir hönd ungmennaráðs Reykjanesbæjar og Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima, og Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, gáfu Krissa blóm fyrir hönd Samtakahópsins. HAFNARGÖTU 29 / SÍMI 421 8585 Skóbúðin er 20 ára Við erum í afmælisskapi og bjóðum 20% afslátt af öllum skóm og 40% af völdum vörum dagana 10. til 12. nóvember. Kaffi á könnunni og allir viðskiptavinir fara í pott sem við drögum út gjafabréf í Skóbúðinni. 4 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.