Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.2022, Síða 6

Víkurfréttir - 09.11.2022, Síða 6
Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Ökuskóli allra landsmanna Finndu næsta námskeið inn á www.aktu.is Allir réttindaflokkar Verkleg kennsla í boði víða um land Bókleg kennsla á netinu MEIRAPRÓF Fjarkennsla Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS Gengur hratt á kvótann Þá er nóvembermánuður gengin í garð og hann byrjar bara nokkuð vel því að nokkuð hefur þeim fjölgað línubátunum sem róa frá Suðurnesjum. Reyndar er enginn af 30 tonna bátunum kominn suður og þeir eru flestir á Austfjörðum, t.d allir Einhamarsbátarnir. Óli á Stað GK er fyrir norðan á Siglufirði. Október var mjög góður hjá línu- bátunum og tveir stóru línubátar frá Grindavík náðu yfir 500 tonnin, Sighvatur GK var með 519 tonn í fjórum róðrum og Fjölnir GK 510 tonn í fimm. Reyndar var Sighvatur GK ekki aflahæstur því Tjaldur SH frá Rifi var hæstur með 576 tonn í fimm róðrum. Valdimar GK var með 480 tonn í fimm. Af 30 tonna bátunum voru átta bátar sem yfir 200 tonnin náðu en enginn af þeim var frá Suður- nesjum. Auður Vésteins SU var hæstur af þeim með 191 tonn í sextán róðrum, Gísli Súrsson GK var með 162 tonn í fimmtán, Óli á Stað GK 134 tonn í tuttugu róðrum, Sævík GK 118 tonn í átján róðrum og Hulda GK 100 tonn í fjórtán. Af minni bátunum var Margrét GK hæstur með 177 tonn í 21 róðri og það má geta þess að báturinn endaði október í Sandgerði og landaði þar 19,3 tonnum í tveimur róðrum og núna í nóvember hefur Margrét GK landað 16,1 tonn í tveimur róðrum í Sandgerði. Daðey GK með 106 tonn í sautján og hann er kominn til Grindavíkur og hefur landað þar níu tonnum í tveimur róðrum. Sömuleiðis er Sævík GK kominn til Grindavíkur og hefur landað þar 13,3 tonn í tveimur róðrum. Reyndar þegar þessi pistill var skrifaður þá landaði Sævík GK í Sandgerði. Á línumiðunum fyrir utan Sandgerði var bátur frá Rifi á veiðum sem heitir Særíf SH og hann landaði í Hafnarfirði 16,1 tonni og þegar þessi pistill er skrifaður þá er Særif SH á leið til Rifs með full- fermi en báturinn var með tvær lagnir. Hjá dragnótabátunum var Sigur- fari GK með 211 tonn í október og var næstaflahæstur allra báta í október, núna í nóvember þá byrjar veiðin rólega með fimmtán tonn í þremur róðrum. Hjá togurnum átti Sóley Sigur- jóns GK ansi góðan október því að aflinn hjá honum var 602 tonn í sex túrum og var öllu landað á Siglu- firði. Vörður ÞH var með 427 tonn í sex róðrum, Áskell ÞH 415 tonn í sjö, Sturla GK 395 tonn í átta og Pálína Þórunn GK 303 tonn í sex. Þessir fjórir síðastnefndu lönduðu hluta af aflanum í heimahöfnum sínum, Grindavík og Sandgerði, og restinni var landað t.d. á Eskifirði, Grundarfirði, Djúpavogi og Siglu- firði. Reyndar vekur þessi mikli afli í október spurningu um hvað verður, því að kvótinn var skorinn ansi mikið niður og í svona mok- veiði gengur hratt á kvótann. Því verður fróðlegt eða dapurlegt að sjá hvernig vetrarvertíðin 2023 verður, því það má alveg búast við því að einhverjir bátar eða togbátar þurfi að hægja á sér útaf kvótaleysi, sérstaklega eftir svona góða veiði um haustið 2022, eins og er í gangi núna. aFlaFrÉttir á SuðurneSJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Margrét Írena nýr útibússtjóri hjá Sjóvá Reykjanesbæ Margrét Írena Ágústsdóttir var nýverið ráðin útibússtjóri hjá Sjóvá í Reykjanesbæ og hóf hún störf í byrjun september. Margrét Írena býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á sviði trygginga og þjónustu þeim tengdum en hún hefur starfað hjá Sjóvá í þrettán ár. Hún segist full til- hlökkunar að takast á við nýja starfið. „Ég er afar þakklát fyrir að fá þetta tækifæri til að starfa með þeim frá- bæra hópi sem vinnur hjá Sjóvá í Reykjanesbæ. Ég þekki starfsfólk útibúsins vel í gegnum fyrri störf mín og veit hvað það leggur mikinn metnað í að veita viðskiptavinum okkar á Suðurnesjum framúrskar- andi þjónustu. Það er jú í takt við áherslur okkar hjá Sjóvá um land allt, enda höfum við verið efst í Íslensku ánægjuvoginni heil fimm ár í röð,“ segir Margrét. Hjá Sjóvá Reykjanesbæ starfa auk Margrétar þau Ingibjörg Óskars- dóttir, þjónustustjóri, Kristín Gyða Njálsdóttir, ráðgjafi, og Maciej Stan- islaw Baginski, ráðgjafi, auk þess sem Sigurbjörn Gústavsson sinnir fasteignaskoðunum á svæðinu. Þá starfar Gunnar Már Gunnarsson sem umboðsmaður Sjóvá í Grindavík. Útibúið í Reykjanesbæ er til húsa á Hafnargötu 36 og segir Margrét ánægjulegt hversu margir koma við hjá þeim, ýmist til að leita ráðgjafar, tilkynna tjón eða einfaldlega til að spjalla yfir kaffibolla. „Það eru þessi daglegu samskipti við viðskiptavini sem gera þetta starf svo gefandi og það hefur verið virkilega gaman að kynnast þeim viðskiptavinum sem hafa komið eða haft samband við útibúið frá því að ég hóf störf. Starfsemi útibúsins hefur farið vaxandi að undanförnum árum, bæði í takt við fjölgun íbúa hér og svo finnum við líka að fólk kann að meta áherslur okkar þjónustu. Það á bæði við snögga og góða þjónustu ef til tjóns kemur en einnig við ráðgjöf, og gildir þetta jafnt um einstaklinga og fyrirtæki.“ Margrét Írena er með BSc gráðu í viðskiptafræði og hefur einnig lokið diplómanámi í afbrotafræði við Há- skóla Íslands. Hún er í sambúð með Orra Morthens og eiga þau tvær dætur. Starfsfólk Sjóvár í Reykjanesbæ. VF/Hilmar Bragi Skátasystur hlutu forsetamerki Tvær systur úr skátafélaginu Heiðabúum í Reykjanesbæ, systurnar Guð- björg Viðja og Sigurbjörg Erla Pétursdætur Biering, hlutu forsetamerki Bandalags íslenskra skáta við formlega athöfn að Bessastöðum nýlega. Í forsetamerkinu sameinast gildi skátahreyfingunnar um eflingu einstaklingsins og þess að gera sitt besta samfélaginu til heilla. Til þess að vinna að forseta- merkinu þurfa skátar að stunda kröftugt skátastarf í þrjú ár þar sem meðal annars reynir á leiðtoga- þjálfun, fjallamennsku, sjálfboðaliða- störf í þágu samfélagsins og þjálfun í verklegum þáttum eins og skyndi- hjálp, skipulagningu ferða og fram- kvæmd viðburða. Verkefnin hafa mörg hver tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni hlutu tíu skátar á aldrinum átján til tuttugu ára silfur- nælu sem forseti Íslands, verndari skátahreyfingarinnar, hefur afhent árlega síðan 1965. Ljósmynd/Rita Osório 6 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.