Víkurfréttir - 09.11.2022, Page 10
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
„Ég byrjaði ungur á sjónum fljótlega eftir gagnfræðaskólann eins
og margir Grindvíkingar en eftir nokkur ár þar ákvað ég að mennta
mig,“ segir Hermann Waldorff sem á og rekur fyrirtækið Pesca
Iceland í Grindavík ásamt eiginkonu sinni, Dóru Birnu Jónsdóttur,
og syninum Ingimar Waldorff.
Pesca, sem hét í byrjun Sílfell, nýtir
aukaafurðirnar af fiskinum, þá helst
gellur, lundir, kinnfisk og sundmaga,
enda eru einkunnarorðin í vinnsl-
unni hjá þeim „molar eru líka brauð“.
Fín búbót undanfarin ár hefur verið
að flaka fisk fyrir aðra en þannig nær
fyrirtækið að hafa nóg fyrir stafni.
Framlegðin út úr hverju kílói er
kannski ekki mikil en þegar safnast
saman þá getur niðurstaðan orðið
góð og það á svo sannarlega við hjá
grindvíska fjölskyldufyrirtækinu.
Góður tími á sjónum
Hermann fór í fiskvinnsluskólann
þegar hann var 24 ára gamall. „Ég
kláraði námið og réði mig í fram-
haldinu sem verkstjóra hjá Hrað-
frystihúsi Stöðvarfjarðar, seinna
bauðst mér svo verkstjórastaða hjá
Þorbirni hér í Grindavík sem starf-
rækti á þeim tíma rækjuvinnslu,
síldarsöltun og bolfiskvinnslu. Þor-
björn keypti síðan frystitogarann
Hrafn Sveinbjarnarson og ég var
beðinn um að fara einn túr sem
vinnslustjóri og kenna strákunum
réttu vinnubrögðin við frystinguna
þar sem ég hafði áður verið verk-
stjóri í frystihúsi. En það teygðist
á þessum túr, ég kom ekki í land
fyrr en fimmtán árum síðar. Annað
hvort var ég svona lélegur kennari
eða mannskapurinn lélegur að læra,“
segir Hermann kíminn en bætir við
að sjórinn hafi alltaf togað og þetta
hafi verið frábærir strákar og góður
tími á sjónum.
Árið 2004 kom Hermann svo í
land, byrjaði að vinna sem smiður
en fiskurinn togaði alltaf og áður en
hann vissi af var hann farinn að gella
á kvöldin og selja veitingastöðum.
„Ég keypti hráefnið af Þorbirni og
fékk aðstöðu þar til að vinna og sá
fljótlega að ég gæti einfaldlega haft
lifibrauð af þessu og stofnaði fyrir-
tækið Sílfell ásamt Dóru. Við gell-
uðum og keyptum gellur alls staðar
af landinu og vorum með töluverðan
mannskap til að byrja með og þegar
mest var þá fluttum við út hátt
í 200 tonn af gellum á ári ásamt
öðrum aukaafurðum en umfangið er
minna í dag, það er einfaldlega orðið
erfiðara að ná í hráefni. Sú breyting
hefur líka orðið að við gellum nánast
ekkert hér í húsinu heldur kaupum
við gellur, lundir og fleira af öðrum
fiskvinnsluhúsum en við sjáum
síðan um að verka hráefnið, pakka
og flytja út ferskt og saltað. Þetta er
samvinna sem hentar mörgum fisk-
vinnsluhúsum og fyrir vikið nýtist
hráefnið betur og allt verður að út-
flutningsvöru.“
Nýtt nafn og ný tækifæri
Sílfell hafði fest kaup á núverandi
húsnæði en það var notað undir
umbúðir og fleira en svo var ákveðið
að stækka það að aftan með stórum
kæli og starfsemin öll flutt þangað
fyrir fjórum árum. „Á sama tíma
breyttum við vörumerkinu yfir í
Pesca en Sílfell á húsnæðið. Pesca
er með reksturinn á sinni könnu,
við teljum þetta gott snið og á
þessum tímamótum kom Ingimar
sonur okkar inn sem 50% eigandi í
Pesca. Pesca þýðir veiðar og teljum
við nafnið eiga vel við á þeim mörk-
uðum sem við seljum til, mun þjálla
fyrir útlendingana en Sílfell.
Þar sem hráefnisöflun er orðin erf-
iðari en hún var þá sáu feðgarnir sér
leik á borði og fjárfestu í flökunarvél,
hausara, roðflettivél og snyrtilínu.
„Við byrjuðum fyrir tveimur árum
að verka fyrir aðra, þar sem fiskur
kemur í húsnæðið til okkar og við
flökum. Gott ef við erum ekki bara
að nota gömlu flökunarvélina úr
Hrafni Sveinbjarnar síðan forðum
en það er mjög gott að fá þessi verk-
efni. Þá kemur fiskurinn einfaldlega
til okkar, við flökum hann, snyrtum
og pökkum, síðan eru flökin sótt til
okkar. Stundum er þetta alla daga
vikunnar og þá byrjum við snemma
á morgnana. Svona nýtist mann-
skapurinn vel og ef við erum ekki
að flaka þá byrjum við venjulega
klukkan átta og ljúkum oftast vinnu
um klukkan fimm en auðvitað kemur
fyrir að við vinnum fram eftir.“
Jólasíld afhend á aðfangadegi
Um tíma gerði Hermann líka góm-
sæta jólasíld og voru vinsældirnar
orðnar slíkar að stundum var pantað
á ókristilegum tíma. „Þetta var orðin
ansi mikil vinna og þegar áreitið
náði eitt sinn hámarki á sjálfum að-
fangadegi jóla, þá fannst mér orðið
tímabært að ljúka þeim kafla og ein-
falda hlutina. Við seljum nánast allar
okkar afurðir í dag til útlanda, mest
til Spánar og Portúgals. Nánast dag-
lega sendum við frá okkur ferska eða
saltaða vöru.“
Hermann er sáttur við stöðuna
í dag. „Þetta rúllar fínt í dag, okkur
þykir þetta þægilegt. Við erum
í minna húsnæði en við vorum,
þurfum ekki stærra þar sem okkur
vantar í raun meira hráefni. Við
höfum góða atvinnu af þessu, erum
fjórir að vinna, stundum sex og
sjáum ekki fyrir okkar stórkostlegar
breytingar á næstunni,“ sagði Her-
mann að lokum.
MOLAR ERU LÍKA BRAUÐ
Fiskurinn togaði alltaf í Hermann Waldorff í fjölskyldufyrirtækinu Pesca
í Grindavík sem vinnur gellur og aðrar aukaafurðir fisksins.
Gellur tilbúnar til útflutnings.
Hermann við gömlu góðu flökunarvélina. Gellur í saltpækli.
Hermann og Dóra.
Hermann flytur
flestar afurðirnar
sjálfur upp á flugvöll.
Bræðurnir Damian og
Arkadiusz Piaskowski.
Ingimar Waldorf.
Ein milljón í gjöf og jólabingó
Kvenfélag Grindavíkur afhendi
sóknarnefnd Grindavíkurkirkju
eina milljón að gjöf á dögunum en
endurbætur á Grindavíkurkirkju
standa nú yfir og því kemur gjöfin
sér mjög vel.
Kvenfélag Grindavíkur er einkar
duglegt að safna fjármunum fyrir
þörf málefni en hvernig fara grind-
vísku konurnar að því að safna
þessum fjármunum? T.d. með jóla-
bingói sem einmitt fer fram núna á
sunnudag, 13. nóvember í Grunn-
skóla Grindavíkur. Börnin kl. 14 og
fullorðnir kl. 20.
Kvenfélag Grindavíkur vill koma
þakklæti á framfæri til þeirra fjöl-
mörgu fyrirtækja sem gefa vinn-
inga.
Grindvíkingar og aðrir eru
hvattir til að mæta og taka þátt.
Formaður kvenfélagsins, Sólveig Ólafsdóttir afhenti varaformanni
sóknarnefndar Grindavíkurkirkju, Guðrúnu Maríu Brynjólfsdóttur,
og meðlimi nefndarinnar, Ingvari Guðjónssyni, gjöfina.
10 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM