Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.2022, Page 15

Víkurfréttir - 09.11.2022, Page 15
Sundfólk úr ÍRB á góðu skriði Speedomótið Laugardaginn 5. nóvember fór Spee- domót ÍRB í sundi fram í Vatna- veröld í Reykjanesbæ. Margt var um manninn, eða 220 keppendur ásamt foreldrum og aðstandendum, og mjög þröngt á áhorfendapöllunum. Mótið heppnaðist alveg frábærlega en það er fyrir sundmenn tólf ára og yngri og eru margir þeirra að stíga sín fyrstu skref og aðrir að bæta sína tíma. Extramót SH Viku fyrr fór Extramót SH fram í Ás- vallalaug í Hafnarfirði og má sannar- lega segja að sundfólk úr ÍRB hafi náð frábærum árangri. Mjög mikið af af bestu tímum og fjölmörg verðlaun féllu ÍRB í skaut, í heildina vann ÍRB 68 verðlaun í þeim aldursflokkum sem keppt var í og skiptust þau í 23 gull-, 26 silfur- og 19 bronsverðlaun. Þá voru þrír sundkappar ÍRB á meðal stigahæstu sundmanna mótsins; Sunneva Bergmann Ás- björnsdóttir varð í fjórða sæti og Eva Margrét Falsdóttir varð í sjötta sæti yfir stigahæstu konurnar og Fannar Snævar Hauksson varð síðan fimmti stigahæsti karlinn. Sunneva Bergmann Ásbjörns- dóttir fékk einnig verðlaun fyrir mestu bætingu á milli móta í 800 metra skriðsundi. Þrír sundmenn syntu undir NM- lágmörkum. Sunneva Bergmann Ásbjörns- dóttir náði A-lágmarki í 800 metra skriðsundi og B-lágmarki í 400 metra skriðsundi. Eva Margrét Falsdóttir náði B-lág- marki í 400 metra og 200 metra fjórsundi. Fannar Snævar Hauksson náði B-lágmarki í 50 metra flugsundi. VÉLSTJÓRI Í FISKVINNSLU Vísir hf. óskar eftir að ráða vélstjóra í fiskvinnslur fyrir- tækisins. Leitað er að drífandi manneskju með fjöl- breytta reynslu í viðhaldsteymi fyrirtækisins. Um er að ræða 100% starf. Þar fer fram reglubundið viðhald á vélum og búnaði vinnslna. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf. Vísir hf. er rótgróið, kröftugt og framsækið íslenskt sjávarútvegsfyrir- tæki þar sem öll áhersla er lögð á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði. Vísir hefur í 57 ár notið mikillar gæfu og haft á að skipa metnaðarfullu og tryggu starfsfólki – mannauður fyrirtækisins er lykillinn að farsælum rekstri. Helstu verkefni og ábyrgð n Að halda vélum og búnaði í fullkomnu ástandi n Daglegt viðhald á frysti- og kælikerfum Menntunar- og hæfniskröfur n Vélstjóramenntun, rafvirkjun eða Baader maður (sveinspróf í iðngrein). Starfsreynsla æskileg. n Þekking á vinnslubúnaði æskileg. n Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. n Góð almenn tölvunotkun. n Samskiptafærni og hæfni til að vinna í hóp. Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2022. Umsóknir sendast á umsokn@visirhf.is Umsóknum skal fylgja ferilskrá. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns, til að sækja um. Störf hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Akurskóli – Umsjónarkennari á yngsta stigi Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Heiðarskóli – Starfsmaður skóla Stapaskóli - Náms- og starfsráðgjafi Stapaskóli -Kennari á leikskólastig Umhverfissvið - Sjálfbærnifulltrúi Umhverfissvið - Verkefnisstjóri fráveitu Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn Gott gengi á Íslandsmótinu í glímu Glímufólk úr Reykjanesbæ stóð sig vel á Íslandsmótinu í Glímu sem fram fór á Mývatni um helgina. Lena Anrejenko varð önnur í flokki ellefu til tólf ára og liðsfélagi hennar, Rannveig Unnur Hafþórs- dóttir, varð þriðja. Mariam Badawy hreppti svo Íslandsmeistararititilinn í flokki þrettán til fjórtán ára stúlkna. Hún gerði sér svo lítið fyrir og sigraði einnig opinn flokk unglinga. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, annar yfirþjálfara deildarinnar, sigraði -74 kg flokk kvenna og varð önnur í opnum flokki kvenna. Helgi Þór Guðmundsson varð svo Íslandsmeistari drengja í flokki þrettán til fjórtán ára og Jóhannes Reykdal Pálsson krækti svo í þriðja sætið í opnum flokki unglinga Margt var um manninn á áhorfendapöllum Vatnaveraldar þegar 220 keppendur og aðstandendur þeirra mættu á Speedomótið um síðustu helgi. Hressir sundkappar á verðlaunapalli á Speedomótinu. Flottir fulltrúar glímudeildar Njarðvíkur. Mynd/Facebook-síða deildarinnar Þrír sundmenn bættust inn í landsliðshópa SSÍ Katla María Brynjarsdóttir náði lágmörkum inn í unglingahóp Sundsambands Íslands [SSÍ] og Árni Þór Pálmason og Elísabet Arnoddsdóttir náðu inn í fram- tíðarhóp SSÍ. Á þessum tíma- punkti eru átta sundmenn ÍRB í hinum ýmsu afrekshópum SSÍ. vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM // 15

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.