Rökkur - 01.03.1922, Blaðsíða 8

Rökkur - 01.03.1922, Blaðsíða 8
8 Nú einn, svo einn og húmiS eitt þig huggar. Sú hugsun friSar: AS eins GuS þig sér. En sérhver minning sálu þinni ruggar í sólskin þess, er forSum hló viS þér. Þú hrekkur viS. Og hrakorS ein þú heyrir. Þér hrýtur tár af augum ; hvergi eirir. Þín sál er fögur rós, en rót hver skorin. Þín rétta jörS er þar, sem varstu borinn. Nú einn, svo einn, Og hægt á hugans ál nú húmiS sígur. Návist GuSs þú átt, sem bergmál, brot úr söng í þinni sál. Þú sér hann, skynjar vald hans, tign og mátt, Nú veistu' aS móSir hver er milliliSur manns hvers og GuSs. Þú starir, horfir niSur á kaldan steininn. Svo til himins hátt. Þér hefir skilist hvað þú mikiS átt. Ei lengur einn. Þú gengur, horfir hátt og hjartaS berst, hver vöSvi þaninn er. Þú elskar lífið aftur, ert í sátt viS alla menn, því nú þú skilur ger. Þú vildir eitt sinn sigra heiminn sjálfan, aS sæi nafn þitt tignaS landiS, álfan. Nú veistu köllun þína. Kofinn móSur, er kongshöll fegri’, ef ertu sonur góSur. '22.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.