Rökkur - 01.09.1926, Page 11

Rökkur - 01.09.1926, Page 11
9 stæði ekki á sama um það og þá gat hann ekki stilt sig um að segja: »0g þér, eigið þér nokkurn unn- usta á vígstöðvunum?« Hún roðnaði. Sagði ekki neitt. Hristi höfuðið. Alt varð svo hljótt. Hugsunin um dauðann náði tökum á þeim báðum. Hann vissi það fyrir, að dauðinn beið hans, að það var skylda hans að láta lífið fyrir Frakkland. Skyndilega vaknaði þrá i huga hans, þráin eftir því, að mega lifa til þess að njóta ástarinnar. En skyldan bældi niður þessa þrá samstundis. »Ég verð þá liklega að íara«, sagði hann. »En áður ég færi, vildi ég biðja yður nokkurs. Mig langar til þess, að biðja einn félaga minn, að færa yð- ur nokkra smámuni, þegar ég er fallinn. Ég þarf víst ekki að segja meira. Eg veit, að þér skiljið mig«. Hún leit á hann. Augun voru vot af tárum, full mildi og meðaumkunar. »t*ér komiðaftur. Það er ég viss um!«

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.