Rökkur - 01.09.1926, Side 16

Rökkur - 01.09.1926, Side 16
14 stólanna með því að stofna fimtardóm. Hinsvegar muni hann hafa líka ætl- að sér að gjörbreyta fyrirkomulagi löggjafarvaldsins og þvi stungið upp á að allir meðlimir Iögréttunnar skyldu kjörnir af alþýðu manna á þinginu og eingöngu settir í hana vitrir og fróðir menn, — en ekki eintómir handhafar erfðagoðorðanna. ísland hefði þá orðið fyrsta land í heimi, sem fengið hefði þjóðkjörið löggjafarþing. En goðarnir hafa ekki viljað sleppa valdinu, og því breytt uppástungu Njáls þannig að auk þeirra 48 atkvæðisbærra goða sem sátu í lögréttunni var bætt við 96 ráðgefandi aukamönnum. sem þó ekki fengu neinn atkvæðisrétt, og voru þeir kosnir af goðunum sjálfum. Próf Valtýr ætlar sér að gera nánar grein fyrir þessari skoðun sinni sem virðist mjög sennileg, í sérstakri vísindalegri ritgerð. Bókin er prýdd með ýmsum góðum og vel völdum myndum til skýringar, og allur frágangur hinn smekklegasti.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.