Rökkur - 01.09.1926, Page 23
21
ellefu dalir á viku, og hafði tekið til
að senda peninga til Agöthu nokkur-
ar Childs, í East Falls, Connecticut,
þá keypti hann frímerki fyrir þessi
fjörutiu og þrjú cent. Jónatan frændi
gat ekki neitað að taka við þeim. —
Josiah var alinn upp, sem fyr segir,
í einu Nýja Englandsrikinu, þar sem
mannssálin er þynd þynnri en rak-
hnífsegg á hverfisteini örðugleika og
smásálarskapar. Og svo — vestur fór
hann. 1 frelsið og fjörið. Þangað sem
menn borguðuaðeinsmeð lOOOdalaseðl-
um og blaðadrengir duttu niður dauðir,
ef þeir sáu eirpening. Þangað fór
Josiah Childs. Hann sá þar nýjan
himin og nýja jörð og honum datt
margt í hug til þess að græða fé,
græða, græða, marglr vegir, því fyrst
var eins og hann gæti ekki um eitt
hugsað. En undir niðri var þrái og
staðíesta og þvi réðist hann ekki í
neitt undir eins og hann hefði átt tök
á því. Það sem ábyggilegt var og
traust átti við Josiah Childs. Og þegar