Rökkur - 01.09.1926, Page 34

Rökkur - 01.09.1926, Page 34
32 hraustur og frjálslyndúr og langaði út í lífið. Hann var aðeins þrjátíu og þriggja og fólk í hans ætt náði háum aldri. Óþolinmæðin svall honum í brjósti. Hann hugsaði til þess með hrolli, að lifa lifi sínu með Agöthu í þrjátíu ár til. Hann fann, að það mundi verða honum óbærilegt. Sífelt nöldur, sífeldar aðfinslur, sífeldar skammir. Nei, það mundi drepa í honum alla lííslöngun. Svo Josiah strauk. Um miðja nótt, strauk frá East Falls. Og síðan, í tólf ár, hafði hann aldrei fengið bréf, En það var ekki Agöthu að kenna. Hann hafði aldrei látið hana fá utanáskriftina sína. Fyrstu póstávísanirnar hafði hann sent frá Oakland. En seinna tók hann upp á því, að láta setja þær í póstinn í ýmsum ríkjum vestur þar. En nú var Josiah á traustum grund- velli. Fyrirætlanir hans höfðu allar hepnast. Hann hafði óbilandi trú á sjálfum sér. Og árin löngu höfðu mildað skap hans.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.