Rökkur - 01.09.1926, Page 34
32
hraustur og frjálslyndúr og langaði út
í lífið. Hann var aðeins þrjátíu og
þriggja og fólk í hans ætt náði háum
aldri. Óþolinmæðin svall honum í
brjósti. Hann hugsaði til þess með
hrolli, að lifa lifi sínu með Agöthu í
þrjátíu ár til. Hann fann, að það
mundi verða honum óbærilegt. Sífelt
nöldur, sífeldar aðfinslur, sífeldar
skammir. Nei, það mundi drepa í
honum alla lííslöngun. Svo Josiah
strauk. Um miðja nótt, strauk frá
East Falls. Og síðan, í tólf ár, hafði
hann aldrei fengið bréf, En það var
ekki Agöthu að kenna. Hann hafði
aldrei látið hana fá utanáskriftina sína.
Fyrstu póstávísanirnar hafði hann sent
frá Oakland. En seinna tók hann upp
á því, að láta setja þær í póstinn í
ýmsum ríkjum vestur þar.
En nú var Josiah á traustum grund-
velli. Fyrirætlanir hans höfðu allar
hepnast. Hann hafði óbilandi trú á
sjálfum sér. Og árin löngu höfðu
mildað skap hans.