Rökkur - 01.09.1926, Side 41

Rökkur - 01.09.1926, Side 41
39 mintist hann gamalla atvika. Hann leit sjálfan sig í anda, leit sig ganga út í viðarskúrinn til þess að reykja. Skap hans var ómilt nú, er hann hugsaði um Agöthu, ómildara en þegar hann hafði verið þrjú þúsund milur í burtu. — Hann gat ekki hugsað til þess. Nei, hann gæti ekki sætt sig við það. Hann var orðinn því svo vanur að reykja um alt húsið, hvar sem honum sýndist. Hann var of gamall til þess að byrja á því á ný, að labba út í viðarskúr til þess að reykja. Og alt valt á því, hvernig hann byrjaði. Nei, hann skyldi sýna henni i tvo heimana. Hann skyldi reykja í hús- inu undir eins í kvöld. í eldhúsinu, bætti hann við, óákveðnari. Ekki nema það þó. Hann ætlaði að reykja þá þegar. Ganga inn reykjandi. Hann tók af sér vetlingana og kveikti í öðrum vindli. Karlmenskan logaði upp í honum um leið og hann kveikti á eldspýtunni. Hann skyldi sýna henni hver skjöldinn bæri.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.